Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar 5. janúar 2025 16:59 Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun