Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar 6. janúar 2025 08:33 Ég sendi hér þýðingu á bréfi frá Reham Khaled um átak í málefnum barna og kennslu þeirra. Hún er fyrrum barnskólakennari á Gaza. Nú er búið að eyðileggja skólann ásamt öllum öðrum innviðum á Gaza. Meðal annarra orða, hvers vegna er ekki búið að koma á viðskiptabanni og slíta stjórnmálasambandi við hryðjuverkaríkið Ísrael? Það ættu öll ríki, sem láta sér annt um mannréttindi, að gera. Reham hefur ásamt fjórum öðrum myndað hóp sem ætlar sér að reyna að koma á einhvers konar barnakennslu í Gazaborg. Hún biður um hjálp ykkar í eftirfarandi bréfi og ég sendi með söfnunarslóð þessa hugrakka og þolgóða unga fólks. Hér kemur þýðing mín á bréfinu. Reham Kahled Komið þið sæl, mín kæru. Ég skrifa ykkur í dag frá stríðshrjáðu landi þar sem draumar hafa orðið að engu og lífið hefur tekið varanlegum stakkaskiptun. Ég heiti Reham Kaled og er 27 ára gömul kona frá Gazaborg. Við erum 6 manna fjölskylda. Ég skrifa þetta í þeirri von að bjarga fjölskyldu minni frá grimmdarverkum sem ekki hægt að ímynda sér en skekið hafa Gazasvæðið síðan í október 2023. Ég menntaði mig í Kennaraháskólanum og var grunnskólakennari þegar allt breyttist. Hernámsliðið hefur eyðilagt allt sem okkur er kært. Ég hef misst heimili mitt, atvinnuna og fjölskyldan hefur misst alla sína tekjumöguleika. Sem ég skrifa þetta bý ég í geymsluhúsi með fjölskyldunni eftir að okkur hefur verið gert að flytja 8 sinnum til að reyna að komast í skjól undan sprengjustorminum. Við sem myndum Ungmennahóp framtíðarinnar (Future Youth Team) erum fimm kennarar. Við skrifum þessa áskorun í þeirri von að geta bjargað börnum á Gaza frá þessu ótrúlega þjóðarmorði sem hefur farið hér fram. Ég vann við að kenna ungum börnum allt þar til stríðið hófst og draumar okkar voru sprengdir í tætlur. Borgin Gaza er orðin að draugaborg þar sem eru engir háskólar, spítalar, engar moskur eða skólar yfirleitt. Þúsundir barna hafa misst það sem kalla má þeirra grundvallar réttindi: Öryggi, friður, menntun, matur. Ungmennahópurinn hefur ákveðið að hjálpa þessum börnum með því að reyna að sjá þeim fyrir einum af þessum grundvallar þáttum sem er rétturinn til menntunar eftir eyðileggingu skóla á Gaza. Við byrjuðum að vinna að þessu með því að koma á fót kennsluhópi fyrir grunnskólastigið til að reyna að bæta fyrir þann tíma sem börnin okkar hafa misst. Þessir fimm kennarar eru: Reham, sem hefur sérhæft sig í kennslu ungra grunnskóla- og leikskólabarna. Sohaib sem kennt hefur arabísku og bókmenntir og var að ljúka meistaraprófi þegar allt breyttist. Fadia sem er enskukennari fyrir alla aldurshópa. Múhameð sem hefur kennt samfélags- og stærðfræði. Nour sem hefur kennt arabísku og bókmenntir fyrir alla aldurshópa. Mishelle Napolitano sem kennir ensku með hjálp myndbandstækninnar. Öll hafa þau mikla reynslu á sínu sviði. Menntunarhópur okkar á erfitt með að finna húsnæði við hæfi til að taka á móti börnunum. Við erum að reyna að verða okkur úti um kennslutjald, hæfilega stórt til að taka nokkra hópa af börnum. Þetta er persónulegt frumkvæði nokkurra kennara frá Gaza ströndinni sem þarfnast hjálpar við að takast á við erfiða daga í þeirri von að hægt verði að láta þennan draum rætast. Þú getur stutt þetta átak með framlagi. Við stingum upp á 5, 10 eða 50 dollurum eftir getu. Stuðningur ykkar getur hjálpað til við að sjá barni fyrir plássi, barni sem hefur misst alla möguleika á menntun í þessum hörmungum. Með ykkar framlagi getum við komist nær því að útvega hluta barnanna á Gaza sæti á skólabekk sem mun hjálpa þeim að tryggja sér betra líf og betri framtíð. Hjálpið okkur að opna þessar dyr fyrir börnunum okkar. Þakka þér fyrir að lesa þetta, fyrir samkenndina og fyrir allt það sem þú gerir til þess að bæta heiminn með þessu. Engir eiga frekar skilið þetta augnablik tíma þíns og örlætis heldur en börnin á Gaza. Staðfastur stuðningur þinn og uppörvun minnir okkur á það að mannkynið kemst af jafnvel þegar það stendur frammi fyrir ótrúlega erfiðum vandamálum. Og það er mögulegt vegna fólks sem eins og þín. Allur stuðningur skiptir máli fyrir líf svo margra barna. Takk fyrir að standa með okkur og fyrir hjálp þína við að halda voninni lifandi á Gaza. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég sendi hér þýðingu á bréfi frá Reham Khaled um átak í málefnum barna og kennslu þeirra. Hún er fyrrum barnskólakennari á Gaza. Nú er búið að eyðileggja skólann ásamt öllum öðrum innviðum á Gaza. Meðal annarra orða, hvers vegna er ekki búið að koma á viðskiptabanni og slíta stjórnmálasambandi við hryðjuverkaríkið Ísrael? Það ættu öll ríki, sem láta sér annt um mannréttindi, að gera. Reham hefur ásamt fjórum öðrum myndað hóp sem ætlar sér að reyna að koma á einhvers konar barnakennslu í Gazaborg. Hún biður um hjálp ykkar í eftirfarandi bréfi og ég sendi með söfnunarslóð þessa hugrakka og þolgóða unga fólks. Hér kemur þýðing mín á bréfinu. Reham Kahled Komið þið sæl, mín kæru. Ég skrifa ykkur í dag frá stríðshrjáðu landi þar sem draumar hafa orðið að engu og lífið hefur tekið varanlegum stakkaskiptun. Ég heiti Reham Kaled og er 27 ára gömul kona frá Gazaborg. Við erum 6 manna fjölskylda. Ég skrifa þetta í þeirri von að bjarga fjölskyldu minni frá grimmdarverkum sem ekki hægt að ímynda sér en skekið hafa Gazasvæðið síðan í október 2023. Ég menntaði mig í Kennaraháskólanum og var grunnskólakennari þegar allt breyttist. Hernámsliðið hefur eyðilagt allt sem okkur er kært. Ég hef misst heimili mitt, atvinnuna og fjölskyldan hefur misst alla sína tekjumöguleika. Sem ég skrifa þetta bý ég í geymsluhúsi með fjölskyldunni eftir að okkur hefur verið gert að flytja 8 sinnum til að reyna að komast í skjól undan sprengjustorminum. Við sem myndum Ungmennahóp framtíðarinnar (Future Youth Team) erum fimm kennarar. Við skrifum þessa áskorun í þeirri von að geta bjargað börnum á Gaza frá þessu ótrúlega þjóðarmorði sem hefur farið hér fram. Ég vann við að kenna ungum börnum allt þar til stríðið hófst og draumar okkar voru sprengdir í tætlur. Borgin Gaza er orðin að draugaborg þar sem eru engir háskólar, spítalar, engar moskur eða skólar yfirleitt. Þúsundir barna hafa misst það sem kalla má þeirra grundvallar réttindi: Öryggi, friður, menntun, matur. Ungmennahópurinn hefur ákveðið að hjálpa þessum börnum með því að reyna að sjá þeim fyrir einum af þessum grundvallar þáttum sem er rétturinn til menntunar eftir eyðileggingu skóla á Gaza. Við byrjuðum að vinna að þessu með því að koma á fót kennsluhópi fyrir grunnskólastigið til að reyna að bæta fyrir þann tíma sem börnin okkar hafa misst. Þessir fimm kennarar eru: Reham, sem hefur sérhæft sig í kennslu ungra grunnskóla- og leikskólabarna. Sohaib sem kennt hefur arabísku og bókmenntir og var að ljúka meistaraprófi þegar allt breyttist. Fadia sem er enskukennari fyrir alla aldurshópa. Múhameð sem hefur kennt samfélags- og stærðfræði. Nour sem hefur kennt arabísku og bókmenntir fyrir alla aldurshópa. Mishelle Napolitano sem kennir ensku með hjálp myndbandstækninnar. Öll hafa þau mikla reynslu á sínu sviði. Menntunarhópur okkar á erfitt með að finna húsnæði við hæfi til að taka á móti börnunum. Við erum að reyna að verða okkur úti um kennslutjald, hæfilega stórt til að taka nokkra hópa af börnum. Þetta er persónulegt frumkvæði nokkurra kennara frá Gaza ströndinni sem þarfnast hjálpar við að takast á við erfiða daga í þeirri von að hægt verði að láta þennan draum rætast. Þú getur stutt þetta átak með framlagi. Við stingum upp á 5, 10 eða 50 dollurum eftir getu. Stuðningur ykkar getur hjálpað til við að sjá barni fyrir plássi, barni sem hefur misst alla möguleika á menntun í þessum hörmungum. Með ykkar framlagi getum við komist nær því að útvega hluta barnanna á Gaza sæti á skólabekk sem mun hjálpa þeim að tryggja sér betra líf og betri framtíð. Hjálpið okkur að opna þessar dyr fyrir börnunum okkar. Þakka þér fyrir að lesa þetta, fyrir samkenndina og fyrir allt það sem þú gerir til þess að bæta heiminn með þessu. Engir eiga frekar skilið þetta augnablik tíma þíns og örlætis heldur en börnin á Gaza. Staðfastur stuðningur þinn og uppörvun minnir okkur á það að mannkynið kemst af jafnvel þegar það stendur frammi fyrir ótrúlega erfiðum vandamálum. Og það er mögulegt vegna fólks sem eins og þín. Allur stuðningur skiptir máli fyrir líf svo margra barna. Takk fyrir að standa með okkur og fyrir hjálp þína við að halda voninni lifandi á Gaza. Höfundur er tónlistarmaður.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun