Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, heilsar fólki á 90 ára afmælinu þann 15. apríl árið 2020. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var langt á undan sinni samtíð með áherslu sinni á íslenska tungu og á náttúruna í forsetatíð. Þetta segir ævisöguritari Vigdísar sem hefur í tilefni af nýjum þáttum um Vigdísi, útbúið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um upphaf, mótun og áhrif hennar. Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á. Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á.
Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent