Frábærar fréttir fyrir Frakka Valur Páll Eiríksson skrifar 7. janúar 2025 12:02 Dika Mem og Nicolas Tournat fagna sigri á Dönum í úrslitum EM í Köln fyrir ári síðan. Lars Baron/Getty Images Frakkar hafa endurheimt hægri skyttuna Dika Mem fyrir komandi átök á HM karla í handbolta sem hefst í næstu viku. Þónokkuð meiðslavesen hefur verið á franska hópnum. Barcelona, félag Mem á Spáni, staðfesti í gær að hann hefði náð fullri heilsu eftir meiðsli og mun hann því taka þátt á komandi heimsmeistaramóti sem var í hættu. Það munar um minna fyrir Frakkana en hægri skyttan Mem, sem hefur leikið með spænska stórveldinu Barcelona frá árinu 2016, hefur verið burðarás í franska landsliðinu undanfarin ár. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar en hlutu silfur á síðasta heimsmeistaramóti fyrir tveimur árum síðan. Amazing news for France! Barca confirm that Dika Mem is ready for the World Championship after his injury!Furthermore, Elohim Prandi according to @lequipe has been declared fit to resume team training!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 6, 2025 Vinstri skyttan Elohim Prandi hefur þá einnig hafið æfingar að fullu eftir að hafa glímt við meiðsli, en sá leikur með PSG í heimalandinu. Einhver bið verður eftir hægri hornamanninum Yannis Lenne og leikstjórnandanum Kentin Mahé en búist er við að báðir nái heilsu áður en mótið hefst. Mahé lék síðasta leik Gummerbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í þýsku deildinni en er þó enn á batavegi. Frakkar eru í C-riðli á HM ásamt Austurríki, Katar og Kúveit og mæta Katar í fyrsta leik 14. janúar í Porec í Króatíu. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hefja leik tveimur dögum síðar, 16. janúar næstkomandi, og leika einnig í Króatíu. Fyrsti leikur er við Grænhöfðaeyjar í Zagreb þann daginn áður en Ísland mætir Kúbu 18. janúar og Slóveníu þann tuttugasta. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Barcelona, félag Mem á Spáni, staðfesti í gær að hann hefði náð fullri heilsu eftir meiðsli og mun hann því taka þátt á komandi heimsmeistaramóti sem var í hættu. Það munar um minna fyrir Frakkana en hægri skyttan Mem, sem hefur leikið með spænska stórveldinu Barcelona frá árinu 2016, hefur verið burðarás í franska landsliðinu undanfarin ár. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar en hlutu silfur á síðasta heimsmeistaramóti fyrir tveimur árum síðan. Amazing news for France! Barca confirm that Dika Mem is ready for the World Championship after his injury!Furthermore, Elohim Prandi according to @lequipe has been declared fit to resume team training!#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 6, 2025 Vinstri skyttan Elohim Prandi hefur þá einnig hafið æfingar að fullu eftir að hafa glímt við meiðsli, en sá leikur með PSG í heimalandinu. Einhver bið verður eftir hægri hornamanninum Yannis Lenne og leikstjórnandanum Kentin Mahé en búist er við að báðir nái heilsu áður en mótið hefst. Mahé lék síðasta leik Gummerbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, í þýsku deildinni en er þó enn á batavegi. Frakkar eru í C-riðli á HM ásamt Austurríki, Katar og Kúveit og mæta Katar í fyrsta leik 14. janúar í Porec í Króatíu. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hefja leik tveimur dögum síðar, 16. janúar næstkomandi, og leika einnig í Króatíu. Fyrsti leikur er við Grænhöfðaeyjar í Zagreb þann daginn áður en Ísland mætir Kúbu 18. janúar og Slóveníu þann tuttugasta.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira