Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 15:47 Aðalsteinn hefur þá kenningu að stuðningur úr hópi Bjarna hafi minnkað á síðustu misserum, með þeim afleiðingum að Bjarni hafi farið að íhuga stöðu sína. vísir/vilhelm „Að hann geri þetta akkúrat núna, gefur þeim kenningum byr undir báða vængi, að hann hafi verið búinn að missa einhvern úr sínum kjarnastuðningshópi. Það fólk sem staðið hefur þéttast að baki honum, með honum í gegnum þessa mörgu storma, hafi verið búið að missa trúna.“ Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira