Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 16:41 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði franska sendiherra í gær. Ummæli hans hafa vakið reiði í Afríku. AP/Aurelien Morissard Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. Macron lét ummælin falla í ræðu fyrir framan sendiherra Frakklands í gær og fjallaði hann þar um hernaðaríhlutun Frakklands í Vestur-Afríku og á Sahelsvæðinu, sem hófst árið 2013. Franskir hermenn voru fyrst sendir til Malí af Francois Hollande, þáverandi forseta, og hafa þeir einnig verið í Búrkína Fasó, Níger og öðrum ríkjum. Að minnsta kosti 58 franskir hermenn hafa fallið í átökum við víga- og uppreisnarmenn síðan þá. Eftir valdarán hermanna í Búrkína Fasó, Malí og Níger á undanförnum árum hafa franskir hermenn verið reknir á brot þaðan og í nóvember var það sama upp á teningnum í Tjad og Senegal en franskir hermenn eru einnig á leið frá Fílabeinsströndinni og yfirgáfu Mið-Afríkulýðveldið árið 2022 eftir valdrán þar. Sjá einnig: Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér „Ég held þeir hafi gleymt að segja takk fyrir en það skiptir ekki máli. Það kemur með tímanum,“ sagði Macron í ræðu sinni í gær. Hann sagði að ákvörðunin um hernaðaríhlutun hefði verið rétt og staðhæfði að án hennar væri ekkert af ríkjum Sahelsvæðisins fullvalda í dag. „Við fórum vegna valdarána, af því við vorum beðnir um að fara af fullvalda ríkjum sem höfðu beðið Frakkland um að koma upprunalega,“ sagði Macron samkvæmt frétt France24. Hann sagði Frakkland ekki lengur hafa hlutverk á svæðinu þar sem Frakkar væru ekki aðstoðarmenn valdaræningja. Þessi ummæli hafa ekki fallið í kramið í Afríku. Sahelsvæðið svokallaða. Þar hefur víga- og uppreisnarhópum vaxið ásmegin á undanförnum árum.Vísir/Grafík Sagði Frakka þurfa að læra að virða Afríkubúa Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, sagði ummæli Macrons vera tímaskekkju og jaðra við að sýna afríkubúum fyrirlitningu. Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra Tjad, sló á svipaða strengi og sagði leiðtoga Frakklands þurfa að læra að bera virðingu fyrir Afríkubúum. Þeir hefðu spilað stóra rullu fyrir Frakkland í tveimur heimsstyrjöldum og aðkoma þeirra hefði aldrei verið viðurkennd. Hann sagði einnig, samkvæmt frétt CNN, að framlag Frakka til Tjad hefði sjaldan snúist um annað en þeirra eigin hagsmuni og hefði haft lítil áhrif ef einhver á framþróun ríkisins. Ousmane Sonko, forsætisráðherra Senegal, hefur einnig tjáð sig um ummæli Macrons. Hann segir engar viðræður um veru franskra hermanna í landinu hafa farið fram, eins og Macron hélt fram. Þess í stað hafi þjóðin ákveðið að vísa öllum erlendum hermönnum á brott. Versnandi öryggisástand Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Frá því herforingjastjórnir Búrkína Fasó, Malí og Níger ráku franska hermenn á brott og leituðu þess í stað á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands og African Corps, arftaka Wagner, hefur öryggisástandið í þessum ríkjum versnað verulega. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða á Sahelsvæðinu, þar sem víga- og uppreisnarhópum hefur vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Þúsundir hafa fallið í árásum þessara hópa, sem flestir tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Sérfræðingar segja mögulegt að á komandi árum geti heilu ríkin fallið hendur þessara hópa. Frakkland Senegal Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Macron lét ummælin falla í ræðu fyrir framan sendiherra Frakklands í gær og fjallaði hann þar um hernaðaríhlutun Frakklands í Vestur-Afríku og á Sahelsvæðinu, sem hófst árið 2013. Franskir hermenn voru fyrst sendir til Malí af Francois Hollande, þáverandi forseta, og hafa þeir einnig verið í Búrkína Fasó, Níger og öðrum ríkjum. Að minnsta kosti 58 franskir hermenn hafa fallið í átökum við víga- og uppreisnarmenn síðan þá. Eftir valdarán hermanna í Búrkína Fasó, Malí og Níger á undanförnum árum hafa franskir hermenn verið reknir á brot þaðan og í nóvember var það sama upp á teningnum í Tjad og Senegal en franskir hermenn eru einnig á leið frá Fílabeinsströndinni og yfirgáfu Mið-Afríkulýðveldið árið 2022 eftir valdrán þar. Sjá einnig: Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér „Ég held þeir hafi gleymt að segja takk fyrir en það skiptir ekki máli. Það kemur með tímanum,“ sagði Macron í ræðu sinni í gær. Hann sagði að ákvörðunin um hernaðaríhlutun hefði verið rétt og staðhæfði að án hennar væri ekkert af ríkjum Sahelsvæðisins fullvalda í dag. „Við fórum vegna valdarána, af því við vorum beðnir um að fara af fullvalda ríkjum sem höfðu beðið Frakkland um að koma upprunalega,“ sagði Macron samkvæmt frétt France24. Hann sagði Frakkland ekki lengur hafa hlutverk á svæðinu þar sem Frakkar væru ekki aðstoðarmenn valdaræningja. Þessi ummæli hafa ekki fallið í kramið í Afríku. Sahelsvæðið svokallaða. Þar hefur víga- og uppreisnarhópum vaxið ásmegin á undanförnum árum.Vísir/Grafík Sagði Frakka þurfa að læra að virða Afríkubúa Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, sagði ummæli Macrons vera tímaskekkju og jaðra við að sýna afríkubúum fyrirlitningu. Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra Tjad, sló á svipaða strengi og sagði leiðtoga Frakklands þurfa að læra að bera virðingu fyrir Afríkubúum. Þeir hefðu spilað stóra rullu fyrir Frakkland í tveimur heimsstyrjöldum og aðkoma þeirra hefði aldrei verið viðurkennd. Hann sagði einnig, samkvæmt frétt CNN, að framlag Frakka til Tjad hefði sjaldan snúist um annað en þeirra eigin hagsmuni og hefði haft lítil áhrif ef einhver á framþróun ríkisins. Ousmane Sonko, forsætisráðherra Senegal, hefur einnig tjáð sig um ummæli Macrons. Hann segir engar viðræður um veru franskra hermanna í landinu hafa farið fram, eins og Macron hélt fram. Þess í stað hafi þjóðin ákveðið að vísa öllum erlendum hermönnum á brott. Versnandi öryggisástand Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Frá því herforingjastjórnir Búrkína Fasó, Malí og Níger ráku franska hermenn á brott og leituðu þess í stað á náðir Rússneskra málaliða, sem flestir eru á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands og African Corps, arftaka Wagner, hefur öryggisástandið í þessum ríkjum versnað verulega. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða á Sahelsvæðinu, þar sem víga- og uppreisnarhópum hefur vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Þúsundir hafa fallið í árásum þessara hópa, sem flestir tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Sérfræðingar segja mögulegt að á komandi árum geti heilu ríkin fallið hendur þessara hópa.
Frakkland Senegal Tjad Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Búrkína Fasó Malí Níger Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira