Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2025 08:33 Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur starfað hjá Bændablaðinu síðustu tíu árin. Hún segist nú langa að breyta um takt. Bændablaðið Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Bændablaðsins. Frá þessu greinir Guðrún Hulda í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist hafa sagt upp fyrir áramót. Hún tók við ritstjórn á vordögum 2022, eftir að hafa þá starfað hjá Bændasamtökunum og blaðið í sjö ár. Hún segist munu vinna ötullega og af heilindum fyrir blaðið þar til að ný manneskja taki við keflinu á næstu mánuðum. Í færslunni segist hún hafa fengið öruggt starfsumhverfi hjá Bændasamtökunum og sömuleiðis rými til að blómstra. „Ég hef unnið eftir ákveðinni sýn og markmiðum sem fólust í því að stuðla að skilvirkara verklagi í innri starfsemi blaðsins, efla innihaldið með metnaðarfullri blaðamennsku og viðhalda styrk Bændablaðsins sem traustur þekkingarbrunni. Á þessum tíma hefur lestur blaðsins aukist, sér í lagi meðal yngri lesenda, og umferð um vefinn okkar og samfélagsmiðla hefur margfaldast. Þetta hefur blaðinu tekist vegna þess að hjá því starfa eintómir erkisnillingar sem leggja sig alltaf öll fram við að skapa stórkostlegan miðil í nærandi vinnuumhverfi. Þvílík eru forréttindi mín að fá að taka þátt í mótun Bændablaðsins og vinna með mínu allra besta samstarfsfólki, sem er mér sem fjölskylda. En nú langar mig að breyta um takt og sjá hvert það leiðir mig. Markmiðið er að skapa mér líf þar sem ég hef meiri tíma fyrir fólkið mitt, vini, tónlist, hreyfingu, ætigarðinn, hrossin og einhver önnur uppátæki sem kunna að reka á fjörur mínar. Ég mun vinna ötullega og af heilindum fyrir Bændablaðið þar til ný manneskja tekur við keflinu á næstu mánuðum,“ segir Guðrún Hulda. Guðrún Hulda tók á sínum tíma við ritstjórn Bændablaðsins af Herði Kristjánssyni, en áður hafði hún starfað sem blaðamaður og auglýsingastjóri Bændablaðsins og umsjónarmaður Hlöðunnar. Fjölmiðlar Vistaskipti Landbúnaður Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Frá þessu greinir Guðrún Hulda í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist hafa sagt upp fyrir áramót. Hún tók við ritstjórn á vordögum 2022, eftir að hafa þá starfað hjá Bændasamtökunum og blaðið í sjö ár. Hún segist munu vinna ötullega og af heilindum fyrir blaðið þar til að ný manneskja taki við keflinu á næstu mánuðum. Í færslunni segist hún hafa fengið öruggt starfsumhverfi hjá Bændasamtökunum og sömuleiðis rými til að blómstra. „Ég hef unnið eftir ákveðinni sýn og markmiðum sem fólust í því að stuðla að skilvirkara verklagi í innri starfsemi blaðsins, efla innihaldið með metnaðarfullri blaðamennsku og viðhalda styrk Bændablaðsins sem traustur þekkingarbrunni. Á þessum tíma hefur lestur blaðsins aukist, sér í lagi meðal yngri lesenda, og umferð um vefinn okkar og samfélagsmiðla hefur margfaldast. Þetta hefur blaðinu tekist vegna þess að hjá því starfa eintómir erkisnillingar sem leggja sig alltaf öll fram við að skapa stórkostlegan miðil í nærandi vinnuumhverfi. Þvílík eru forréttindi mín að fá að taka þátt í mótun Bændablaðsins og vinna með mínu allra besta samstarfsfólki, sem er mér sem fjölskylda. En nú langar mig að breyta um takt og sjá hvert það leiðir mig. Markmiðið er að skapa mér líf þar sem ég hef meiri tíma fyrir fólkið mitt, vini, tónlist, hreyfingu, ætigarðinn, hrossin og einhver önnur uppátæki sem kunna að reka á fjörur mínar. Ég mun vinna ötullega og af heilindum fyrir Bændablaðið þar til ný manneskja tekur við keflinu á næstu mánuðum,“ segir Guðrún Hulda. Guðrún Hulda tók á sínum tíma við ritstjórn Bændablaðsins af Herði Kristjánssyni, en áður hafði hún starfað sem blaðamaður og auglýsingastjóri Bændablaðsins og umsjónarmaður Hlöðunnar.
Fjölmiðlar Vistaskipti Landbúnaður Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira