Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. janúar 2025 10:32 Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Vísindi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun