Í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum segir að Friðrik Þór hafi undanfarin ár starfað hjá Faxaflóahöfnum en hann hafi ráðinn sem verkefnastjóri á upplýsingatæknideild árið 2021 og tekið við sem deildarstjóri þar árið 2023.
„Friðrik hefur aflað sér góðrar þekkingar á fjármálum og hefur komið að öllum viðameiri verkefnum Faxaflóahafna tengd upplýsingatækni, fjármálum og viðskiptaþróun. Friðrik Þór er með BSc gráðu í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.