Þar kennir ýmissa grasa en Aron og fjölskylda sjást þar gæða sér á girnilegum mat og slaka á í sólinni á hvítri strönd. Þá skellti parið sér einnig í ræktina, heilnudd og slakaði í hengirúmi við sólsetrið.
Ferðalagið til Taílands tók fjölskylduna samtals 28 klukkustundir þar sem þau þurftu að millilenda tvisvar sinnum á leiðinni. Af myndum að dæma fór ferðlagið vel í Theo litla en hann verður tveggja þann 11. apríl næstkomandi. Enda er hann orðinn þaulvanur ferðalögum. Þegar hann var þriggja mánaða var fjölskyldan mætt í sólina á Spáni og tveimur mánuðum síðar til Tyrklands til að heimsækja föðurfjölskyldu Arons.





