Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar 9. janúar 2025 07:01 Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar