Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2025 21:24 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir, segir mikilvægt að vera á varðbergi þrátt fyrir að hverfandi líkur séu á því að fólk geti smitast af flensunni. Vísir/Einar Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra. Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra.
Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent