Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2025 12:11 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku. Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“ Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Sjá meira
Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“
Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Sjá meira
Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24
Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12