Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal og Magnús Magnússon skrifa 9. janúar 2025 13:00 Það var ánægjulegt að sjá í nýlegri stöðuuppfærslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur að hún ætlar að sýna málaflokki Palestínu meiri áhuga og skilning en forverar hennar í utanríkisráðuneytinu. Hún á hrós skilið fyrir að flýta fjárframlögum Íslands til UNRWA og fyrir vilja til þess að kynna sér málið vel og ítarlega með helstu sérfræðingum. En staðan á Gaza er þess eðlis að við getum ekki einungis leyst hana með fjárframlögum. Þjóðarmorðinu á Gaza er ekki hægt að líkja við nein samtíma stríð. Amnesty International og Human Rights Watch hafa bæði gefið út skýrslu um að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð.[1,2] Bráðabirgðaúrskurður Alþjóðadómstólsins er á sömu lund.[3] Ísraelskir fjölmiðlar og ráðamenn tala opinskátt um að verið sé að fremja þjóðernishreinsanir og deila áformum um frekari landrán.[4] Landrán sem Alþjóðadómstóllinn hefur útskurðað að sé með öllu ólögmæt.[5] Ísraelskir hermenn deila sjálfir stríðsglæpum sínum í gegnum samfélagsmiðla og hafa ísraelsk stjórnvöld nú gefið út leiðbeiningar um hvernig þeir skuli forðast handtöku í öðrum löndum, þar sem að sönnunargögn gegn þeim eru ótvíræð.[6] Um þúsund börn eru talin hafa fatlast frá október 2023 og missa að meðaltali 10-12 börn útlimi á dag.[7] Fæst þeirra komast í aðgerðir og nær ekkert þeirra sem kemst í aðgerð fær svæfingu.[8] Fatlað fólk eru með þeim sem fara verst út úr sprengjuárásunum. Fötluð börn eru í meiri hættu á að aðskiljast fjölskyldum sínum á flótta undan árásunum. Lyf eru af skornum skammti þar sem Ísraelar banna flutninga þeirra og margt fatlað fólk missir nauðsynleg hjálpartæki eins og hjólastóla, sem eyðileggjast eða er stolið af ísraelskum hermönnum.[9] Það er verið að fremja menntamorð á Gaza. Menntafólk hefur verið markvisst drepið svo þekking þeirra flyst ekki til komandi kynslóða og skólar lagðir í rúst. Allir 14 háskólar á Gaza voru sprengdir til grunna á fyrstu 100 dögum þjóðarmorðsins.[10] Heilbrigðiskerfið hefur verið gjöreyðilagt og árásir á sjúkrahús, sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir markvissar.[11] Óléttar konur búa við næringarskort og fæða börn sín í tjöldum. Keisaraskurðir eru framkvæmdir án deyfingar.[12] Ísrael hefur framið vistmorð á Gaza með eyðileggingu vistkerfisins, gróður- og ræktunarland hafa verið skemmd, og vatnsból menguð með sjó, skólpi og sprengjuleyfum.[13] Sérfræðingar í mannfalli borgara í stríðum benda á að fyrir hvern þann sem er drepinn í stríði séu að lágmarki 3-4 sem deyja af óbeinum afleiðingum vegna eyðileggingar innviða og hungurs og því sé raunveruleg dánartala margfalt hærri.[14] Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög og sáttmála og hunsar bindandi skipanir frá Alþjóðadómstólnum og Öryggisráði SÞ.[15,16] Ísrael hefur svipt börnin á Gaza öllum réttindum. Bragi Guðbrandsson, sem situr í eftirlitsnefnd með framfylgd barnasáttmálans, sagði nýlega um árásir Ísraela á börn á Gaza: „Þessi svívirðilegu dráp á börnum eru næstum sögulega einstök. Við erum á dimmum stað í sögunni. Ég held að við höfum aldrei áður sé brot á sáttmálanum á jafn stórum skala og við sjáum á Gaza. Þetta eru grafalvarleg brot sem við sjáum ekki oft.“[17] Palestínumenn á Gaza eru innilokaðir og geta ekkert flúið og er helmingur þeirra börn. 92% af öllum heimilum hafa verið skemmd og tæplega 1.9 milljón íbúa Gaza búa í tjöldum. Manngerð hungursneyð ríkir og enginn Gazabúi nær að mæta lágmarks næringarþörfum. Áætlað er að um 350 þúsund Palestínumenn búi við lífshættulegt hungur (e. Catastrophic hunger).[18] Vegna aðgerðarleysis alþjóðasamfélagsins hefur Ísrael gagngert getað stöðvað innflutning á neyðaraðstoð og myrt starfsfólk hjálparsamtaka með þeim afleiðingum að samtökin hafa þurft að hætta starfsemi á Gaza.[19] Víxlverkandi áhrif kulda, hungurs og meiðsla hafa nú þegar byrjað að kosta ungabörn lífið.[20] Þessi stutti texti nær ekki að fanga þann hrylling sem íbúar Gaza hafa upplifað síðustu 15 mánuði af hendi Ísraelshers, samkvæmt opinberum upplýsingum hafa meira en 46.000 íbúar Gaza verið myrtir af Ísraelsher en tugþúsundir liggja grafin undir húsarústum og ekki er vitað um afdrif meira en 20.000 barna samkvæmt skýrslu Barnaheilla, Save the Children.[21] Á meðan að alþjóðastofnanir og sérfræðingar fá ekki leyfi frá Ísrael til að komast inn á Gaza, er enginn leið að vita raunverulegan fjölda myrtra á Gaza. Við verðum hins vegar að horfa á staðreyndir málsins. Ísrael hefur tortímt öllum innviðum Gaza, sprengt öll heimili og komið af stað hungursneyð á sama tíma og sprengjuregn Ísraelshers heldur áfram. Getan til að viðhalda lífi er horfin og fjöldi óbeinna dauðsfalla telur hundruði þúsunda.[22,23,24] Íslenska þjóðin stendur með Palestínu og aðgerðum til að stöðva þjóðarmorðið. Skoðanakönnun sem gerð var í aðdraganda kosninga sýndi að meirihluti kjósenda allra flokka eru hlynntir því að Ísland beiti viðskiptaþvingunum og slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Þar af var afgerandi og nær algjör stuðningur við aðgerðir meðal kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar.[25] Kjör nýrrar ríkisstjórnar sýnir einnig stuðning þjóðarinnar við málstað Palestínu þar sem að í kosningabaráttunni var stuðningur Þorgerðar Katrínar og Viðreisnar við Palestínu afdráttarlaus [26,27] og stuðningur Samfylkingarinnar og forsætisráðherra var það einnig.[28] Nú þarf að efna gefin loforð. Staðreyndirnar liggja fyrir. Ábyrgð okkar gagnvart alþjóðalögum liggur fyrir, okkur ber skylda að stöðva möguleg þjóðarmorð.[29] Við getum ekki látið endalausa bjúrókrasíu tefja aðgerðir, það kostar mannslíf. Það tók aðeins fáeina daga fyrir Ísland til að lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínsku þjóðina og grípa til aðgerða gegn árásarstríði Rússlands og hryllilegum stríðsglæpum þeirra. Palestínska þjóðin hefur beðið í 76 ár og nú er ekki tíminn til að velta vöngum; það er kominn tími til að vera hugrökk og staðföst. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti, þau eiga skilið hugrekki okkar allra. Við krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands grípi til eftirfarandi aðgerða þar til Palestínumenn búa við frelsi og réttlæti: 1. Að Ísland styðji ákæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði2. Að Ísland komi á viðskiptaþvingunum gegn Ísrael í samstarfi við Norðurlöndin og önnur ríki eins fljótt og auðið er3. Að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið4. Að Ísland beiti sér fyrir alþjóðlegu vopnasölubanni til Ísraels5. Að þeir aðilar sem hafa tekið þátt í, fyrirskipað eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza verði dregnir fyrir íslenska dómstóla ef þeir koma til landsins eins og lög um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði segja til um. Athugið að þessir glæpir fyrnast aldrei. Á laugardaginn klukkan 14:00 göngum við frá Hlemmi að Austurvelli í samstöðu með Palestínsku þjóðinni og krefjum stjórnvöld um að grípa til aðgerða strax. Fjölmennum og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að þjóðarvilja sé fylgt og kosningaloforð uppfyllt. Frjáls Palestína! Höfundar eru formaður og gjaldkeri Félagsins Ísland-Palestína. Heimildir: 1. https://www.amnesty.org/en/documents/mde15/8668/2024/en/ 2. https://www.hrw.org/report/2024/12/19/extermination-and-acts-genocide/israel-deliberately-depriving-palestinians-gaza 3. https://www.icj-cij.org/node/203454 4. https://www.haaretz.com/israel-news/2025-01-01/ty-article-magazine/.premium/flatten-gaza-halt-aid-the-commander-overseeing-gazas-brutal-netzarim-corridor/00000194-223e-da14-adb7-767eb9790000 5. https://www.ohchr.org/en/press-releases/2024/07/experts-hail-icj-declaration-illegality-israels-presence-occupied#:~:text=The%20landmark%20ruling%20of%2019,and%20use%20of%20natural%20resources. 6. https://www.timesofisrael.com/amid-prosecution-attempts-abroad-idf-to-conceal-identities-of-all-combat-soldiers/ 7. https://www.middleeastmonitor.com/20241011-un-gaza-home-to-largest-number-of-amputee-children-in-modern-history/ 8. https://www.aljazeera.com/features/2024/4/7/reusing-scalpels-operating-with-no-anaesthesia-a-doctors-diary-in-gaza 9. https://edition.cnn.com/2024/03/01/middleeast/gaza-aid-israel-restrictions-investigation-intl-cmd/index.html 10. https://www.ohchr.org/en/press-releases/2024/04/un-experts-deeply-concerned-over-scholasticide-gaza 11. https://www.ohchr.org/en/documents/reports/thematic-report-attacks-hospitals-during-escalation-hostilities-gaza-7-october 12. https://www.thenationalnews.com/news/mena/2024/12/14/maternity-care-gaza/ 13. https://forensic-architecture.org/investigation/ecocide-in-gaza 14. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(24)01169-3/fulltext 15. https://www.icj.org/gaza-israel-must-implement-provisional-measures-ordered-by-the-international-court-of-justice/ 16. https://news.un.org/en/story/2024/06/1150886 17. https://www.aljazeera.com/news/2024/9/19/un-accuses-israel-of-massive-violation-of-child-rights-treaty-in-gaza 18. https://www.ochaopt.org/content/reported-impact-snapshot-gaza-strip-31-december-2024 19. https://apnews.com/article/world-central-kitchen-gaza-humanitarian-aid-suspension-4a2d5bfa131ccd9984fe47076880b6b9 20. https://www.aljazeera.com/news/2025/1/1/why-is-hypothermia-killing-gazas-children 21. https://www.savethechildren.net/news/gazas-missing-children-over-20000-children-estimated-be-lost-disappeared-detained-buried-under 22. https://nader.org/2024/03/05/stop-the-worsening-undercount-of-palestinian-casualties-in-gaza/ 23. https://www.theguardian.com/commentisfree/2023/dec/29/health-organisations-disease-gaza-population-outbreaks-conflict 24. https://www.theguardian.com/commentisfree/article/2024/sep/05/scientists-death-disease-gaza-polio-vaccinations-israel 25. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-04-mun-fleiri-segjast-hafa-meiri-samud-med-palestinu-en-israel-423823 26. https://www.tiktok.com/@vidreisn/video/7438751173231889697?_t=ZT-8srsqpHgZoc&_r=1 27. https://fb.watch/wYTYIXiGFj/ 28. https://www.visir.is/g/20242577941d/island-leidi-nordurlondin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir 29. https://www.ohchr.org/en/instruments-mechanisms/instruments/convention-prevention-and-punishment-crime-genocide Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að sjá í nýlegri stöðuuppfærslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur að hún ætlar að sýna málaflokki Palestínu meiri áhuga og skilning en forverar hennar í utanríkisráðuneytinu. Hún á hrós skilið fyrir að flýta fjárframlögum Íslands til UNRWA og fyrir vilja til þess að kynna sér málið vel og ítarlega með helstu sérfræðingum. En staðan á Gaza er þess eðlis að við getum ekki einungis leyst hana með fjárframlögum. Þjóðarmorðinu á Gaza er ekki hægt að líkja við nein samtíma stríð. Amnesty International og Human Rights Watch hafa bæði gefið út skýrslu um að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð.[1,2] Bráðabirgðaúrskurður Alþjóðadómstólsins er á sömu lund.[3] Ísraelskir fjölmiðlar og ráðamenn tala opinskátt um að verið sé að fremja þjóðernishreinsanir og deila áformum um frekari landrán.[4] Landrán sem Alþjóðadómstóllinn hefur útskurðað að sé með öllu ólögmæt.[5] Ísraelskir hermenn deila sjálfir stríðsglæpum sínum í gegnum samfélagsmiðla og hafa ísraelsk stjórnvöld nú gefið út leiðbeiningar um hvernig þeir skuli forðast handtöku í öðrum löndum, þar sem að sönnunargögn gegn þeim eru ótvíræð.[6] Um þúsund börn eru talin hafa fatlast frá október 2023 og missa að meðaltali 10-12 börn útlimi á dag.[7] Fæst þeirra komast í aðgerðir og nær ekkert þeirra sem kemst í aðgerð fær svæfingu.[8] Fatlað fólk eru með þeim sem fara verst út úr sprengjuárásunum. Fötluð börn eru í meiri hættu á að aðskiljast fjölskyldum sínum á flótta undan árásunum. Lyf eru af skornum skammti þar sem Ísraelar banna flutninga þeirra og margt fatlað fólk missir nauðsynleg hjálpartæki eins og hjólastóla, sem eyðileggjast eða er stolið af ísraelskum hermönnum.[9] Það er verið að fremja menntamorð á Gaza. Menntafólk hefur verið markvisst drepið svo þekking þeirra flyst ekki til komandi kynslóða og skólar lagðir í rúst. Allir 14 háskólar á Gaza voru sprengdir til grunna á fyrstu 100 dögum þjóðarmorðsins.[10] Heilbrigðiskerfið hefur verið gjöreyðilagt og árásir á sjúkrahús, sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir markvissar.[11] Óléttar konur búa við næringarskort og fæða börn sín í tjöldum. Keisaraskurðir eru framkvæmdir án deyfingar.[12] Ísrael hefur framið vistmorð á Gaza með eyðileggingu vistkerfisins, gróður- og ræktunarland hafa verið skemmd, og vatnsból menguð með sjó, skólpi og sprengjuleyfum.[13] Sérfræðingar í mannfalli borgara í stríðum benda á að fyrir hvern þann sem er drepinn í stríði séu að lágmarki 3-4 sem deyja af óbeinum afleiðingum vegna eyðileggingar innviða og hungurs og því sé raunveruleg dánartala margfalt hærri.[14] Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög og sáttmála og hunsar bindandi skipanir frá Alþjóðadómstólnum og Öryggisráði SÞ.[15,16] Ísrael hefur svipt börnin á Gaza öllum réttindum. Bragi Guðbrandsson, sem situr í eftirlitsnefnd með framfylgd barnasáttmálans, sagði nýlega um árásir Ísraela á börn á Gaza: „Þessi svívirðilegu dráp á börnum eru næstum sögulega einstök. Við erum á dimmum stað í sögunni. Ég held að við höfum aldrei áður sé brot á sáttmálanum á jafn stórum skala og við sjáum á Gaza. Þetta eru grafalvarleg brot sem við sjáum ekki oft.“[17] Palestínumenn á Gaza eru innilokaðir og geta ekkert flúið og er helmingur þeirra börn. 92% af öllum heimilum hafa verið skemmd og tæplega 1.9 milljón íbúa Gaza búa í tjöldum. Manngerð hungursneyð ríkir og enginn Gazabúi nær að mæta lágmarks næringarþörfum. Áætlað er að um 350 þúsund Palestínumenn búi við lífshættulegt hungur (e. Catastrophic hunger).[18] Vegna aðgerðarleysis alþjóðasamfélagsins hefur Ísrael gagngert getað stöðvað innflutning á neyðaraðstoð og myrt starfsfólk hjálparsamtaka með þeim afleiðingum að samtökin hafa þurft að hætta starfsemi á Gaza.[19] Víxlverkandi áhrif kulda, hungurs og meiðsla hafa nú þegar byrjað að kosta ungabörn lífið.[20] Þessi stutti texti nær ekki að fanga þann hrylling sem íbúar Gaza hafa upplifað síðustu 15 mánuði af hendi Ísraelshers, samkvæmt opinberum upplýsingum hafa meira en 46.000 íbúar Gaza verið myrtir af Ísraelsher en tugþúsundir liggja grafin undir húsarústum og ekki er vitað um afdrif meira en 20.000 barna samkvæmt skýrslu Barnaheilla, Save the Children.[21] Á meðan að alþjóðastofnanir og sérfræðingar fá ekki leyfi frá Ísrael til að komast inn á Gaza, er enginn leið að vita raunverulegan fjölda myrtra á Gaza. Við verðum hins vegar að horfa á staðreyndir málsins. Ísrael hefur tortímt öllum innviðum Gaza, sprengt öll heimili og komið af stað hungursneyð á sama tíma og sprengjuregn Ísraelshers heldur áfram. Getan til að viðhalda lífi er horfin og fjöldi óbeinna dauðsfalla telur hundruði þúsunda.[22,23,24] Íslenska þjóðin stendur með Palestínu og aðgerðum til að stöðva þjóðarmorðið. Skoðanakönnun sem gerð var í aðdraganda kosninga sýndi að meirihluti kjósenda allra flokka eru hlynntir því að Ísland beiti viðskiptaþvingunum og slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Þar af var afgerandi og nær algjör stuðningur við aðgerðir meðal kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar.[25] Kjör nýrrar ríkisstjórnar sýnir einnig stuðning þjóðarinnar við málstað Palestínu þar sem að í kosningabaráttunni var stuðningur Þorgerðar Katrínar og Viðreisnar við Palestínu afdráttarlaus [26,27] og stuðningur Samfylkingarinnar og forsætisráðherra var það einnig.[28] Nú þarf að efna gefin loforð. Staðreyndirnar liggja fyrir. Ábyrgð okkar gagnvart alþjóðalögum liggur fyrir, okkur ber skylda að stöðva möguleg þjóðarmorð.[29] Við getum ekki látið endalausa bjúrókrasíu tefja aðgerðir, það kostar mannslíf. Það tók aðeins fáeina daga fyrir Ísland til að lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínsku þjóðina og grípa til aðgerða gegn árásarstríði Rússlands og hryllilegum stríðsglæpum þeirra. Palestínska þjóðin hefur beðið í 76 ár og nú er ekki tíminn til að velta vöngum; það er kominn tími til að vera hugrökk og staðföst. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti, þau eiga skilið hugrekki okkar allra. Við krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands grípi til eftirfarandi aðgerða þar til Palestínumenn búa við frelsi og réttlæti: 1. Að Ísland styðji ákæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði2. Að Ísland komi á viðskiptaþvingunum gegn Ísrael í samstarfi við Norðurlöndin og önnur ríki eins fljótt og auðið er3. Að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið4. Að Ísland beiti sér fyrir alþjóðlegu vopnasölubanni til Ísraels5. Að þeir aðilar sem hafa tekið þátt í, fyrirskipað eða hvatt til þjóðarmorðsins á Gaza verði dregnir fyrir íslenska dómstóla ef þeir koma til landsins eins og lög um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði segja til um. Athugið að þessir glæpir fyrnast aldrei. Á laugardaginn klukkan 14:00 göngum við frá Hlemmi að Austurvelli í samstöðu með Palestínsku þjóðinni og krefjum stjórnvöld um að grípa til aðgerða strax. Fjölmennum og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að þjóðarvilja sé fylgt og kosningaloforð uppfyllt. Frjáls Palestína! Höfundar eru formaður og gjaldkeri Félagsins Ísland-Palestína. Heimildir: 1. https://www.amnesty.org/en/documents/mde15/8668/2024/en/ 2. https://www.hrw.org/report/2024/12/19/extermination-and-acts-genocide/israel-deliberately-depriving-palestinians-gaza 3. https://www.icj-cij.org/node/203454 4. https://www.haaretz.com/israel-news/2025-01-01/ty-article-magazine/.premium/flatten-gaza-halt-aid-the-commander-overseeing-gazas-brutal-netzarim-corridor/00000194-223e-da14-adb7-767eb9790000 5. https://www.ohchr.org/en/press-releases/2024/07/experts-hail-icj-declaration-illegality-israels-presence-occupied#:~:text=The%20landmark%20ruling%20of%2019,and%20use%20of%20natural%20resources. 6. https://www.timesofisrael.com/amid-prosecution-attempts-abroad-idf-to-conceal-identities-of-all-combat-soldiers/ 7. https://www.middleeastmonitor.com/20241011-un-gaza-home-to-largest-number-of-amputee-children-in-modern-history/ 8. https://www.aljazeera.com/features/2024/4/7/reusing-scalpels-operating-with-no-anaesthesia-a-doctors-diary-in-gaza 9. https://edition.cnn.com/2024/03/01/middleeast/gaza-aid-israel-restrictions-investigation-intl-cmd/index.html 10. https://www.ohchr.org/en/press-releases/2024/04/un-experts-deeply-concerned-over-scholasticide-gaza 11. https://www.ohchr.org/en/documents/reports/thematic-report-attacks-hospitals-during-escalation-hostilities-gaza-7-october 12. https://www.thenationalnews.com/news/mena/2024/12/14/maternity-care-gaza/ 13. https://forensic-architecture.org/investigation/ecocide-in-gaza 14. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(24)01169-3/fulltext 15. https://www.icj.org/gaza-israel-must-implement-provisional-measures-ordered-by-the-international-court-of-justice/ 16. https://news.un.org/en/story/2024/06/1150886 17. https://www.aljazeera.com/news/2024/9/19/un-accuses-israel-of-massive-violation-of-child-rights-treaty-in-gaza 18. https://www.ochaopt.org/content/reported-impact-snapshot-gaza-strip-31-december-2024 19. https://apnews.com/article/world-central-kitchen-gaza-humanitarian-aid-suspension-4a2d5bfa131ccd9984fe47076880b6b9 20. https://www.aljazeera.com/news/2025/1/1/why-is-hypothermia-killing-gazas-children 21. https://www.savethechildren.net/news/gazas-missing-children-over-20000-children-estimated-be-lost-disappeared-detained-buried-under 22. https://nader.org/2024/03/05/stop-the-worsening-undercount-of-palestinian-casualties-in-gaza/ 23. https://www.theguardian.com/commentisfree/2023/dec/29/health-organisations-disease-gaza-population-outbreaks-conflict 24. https://www.theguardian.com/commentisfree/article/2024/sep/05/scientists-death-disease-gaza-polio-vaccinations-israel 25. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-04-mun-fleiri-segjast-hafa-meiri-samud-med-palestinu-en-israel-423823 26. https://www.tiktok.com/@vidreisn/video/7438751173231889697?_t=ZT-8srsqpHgZoc&_r=1 27. https://fb.watch/wYTYIXiGFj/ 28. https://www.visir.is/g/20242577941d/island-leidi-nordurlondin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir 29. https://www.ohchr.org/en/instruments-mechanisms/instruments/convention-prevention-and-punishment-crime-genocide
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun