Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 14:53 Par skoðar rústir húss þeirra. AP/Ethan Swope Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. Allir sem vitað er að hafa dáið fundust í Altadena en þau létust vegna Eaton-eldsins svokallaða. Hann dreifði gífurlega hratt úr sér á þriðjudaginn og höfðu íbúar mjög takmarkaðan tíma til að flýja. Óttast er að fleiri hafi dáið en vitað sé. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Að minnsta kosti 130 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. LA Times segir þetta einhverja skæðustu gróðurelda svæðisins í manna minnum. Kort frá CalFire sem sýnir fjóra ef eldunum í Los Angeles. Enn sem komið er hafa eldarnir að mestu brunnið stjórnlausir og hefur slökkviliðsmönnum ekkert gengið að ná tökum á þeim. Þeir eru sagðir verulega þreyttir eftir linnulaus störf undanfarna daga en tveir nýir eldar kviknuðu í gærkvöldi. Mikill og þurr vindur hefur verið á svæðinu og hefur það gert slökkvistarf sérstaklega erfitt. Þó dregið hafi úr vindi er talið að veðrið muni lítið hjálpa fyrr en í fyrsta lagi í annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Los Angeles sem flestar voru teknar af ljósmyndurum AP fréttaveitunnar í morgun og í gærkvöldi. Gervihnattarmynd af Eaton-eldinum í gærkvöldi.AP/Maxar Maður gengur hjá brunnu húsi í Altadena.AP/Ethan Swope Brennt tré í Altadena. Mikill vindur hefur dreift glóðum víða.AP/Nic Coury Stytta sem varð eldi að bráð í Pacific Palisades.AP/Damian Dovarganes Hjólreiðamaður í Altadena.(AP/Chris Pizzello Kona fyrir framan brunnið heimili hennar í Palisades.AP/Etienne Laurent Borgarar hjálpa slökkviliðsmanni í Altadena.AP/Chris Pizzello Slökkviliðsmaður að störfum í Altadena.AP/Ethan Swope Aðstður hafa verið mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn.AP/Ethan Swope Rúmlega tvö þúsund hús hafa orðið eldi að bráð.AP/Stephen Lam Slökkviliðsmenn reyna að bjarga húsi í Palisades hverfinu.AP/Etienne Laurent Af Palisades eldinum.AP/Damian Dovarganes Logandi bíll í Altadena.AP/Ethan Swope Tveir eldanna í Los Angeles eru mjög stórir.AP/Stephen Lam Frá Altadena, þar sem fjölmörg hús hafa brunnið.AP/Stephen Lam Fólk virðir eldana fyrir sér úr fjarska.AP/Etienne Laurent Vatni varpað á eld úr lofti.AP/Ethan Swope Hæðarnar kringum Los Angeles eru skógi vaxnar og gróðurinn þar er mjög þurr.AP/Etienne Laurent Slökkviliðsmaður horfir á brennandi hús í Pacific Palisades.AP/Etienne Laurent Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira
Allir sem vitað er að hafa dáið fundust í Altadena en þau létust vegna Eaton-eldsins svokallaða. Hann dreifði gífurlega hratt úr sér á þriðjudaginn og höfðu íbúar mjög takmarkaðan tíma til að flýja. Óttast er að fleiri hafi dáið en vitað sé. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Að minnsta kosti 130 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. LA Times segir þetta einhverja skæðustu gróðurelda svæðisins í manna minnum. Kort frá CalFire sem sýnir fjóra ef eldunum í Los Angeles. Enn sem komið er hafa eldarnir að mestu brunnið stjórnlausir og hefur slökkviliðsmönnum ekkert gengið að ná tökum á þeim. Þeir eru sagðir verulega þreyttir eftir linnulaus störf undanfarna daga en tveir nýir eldar kviknuðu í gærkvöldi. Mikill og þurr vindur hefur verið á svæðinu og hefur það gert slökkvistarf sérstaklega erfitt. Þó dregið hafi úr vindi er talið að veðrið muni lítið hjálpa fyrr en í fyrsta lagi í annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Los Angeles sem flestar voru teknar af ljósmyndurum AP fréttaveitunnar í morgun og í gærkvöldi. Gervihnattarmynd af Eaton-eldinum í gærkvöldi.AP/Maxar Maður gengur hjá brunnu húsi í Altadena.AP/Ethan Swope Brennt tré í Altadena. Mikill vindur hefur dreift glóðum víða.AP/Nic Coury Stytta sem varð eldi að bráð í Pacific Palisades.AP/Damian Dovarganes Hjólreiðamaður í Altadena.(AP/Chris Pizzello Kona fyrir framan brunnið heimili hennar í Palisades.AP/Etienne Laurent Borgarar hjálpa slökkviliðsmanni í Altadena.AP/Chris Pizzello Slökkviliðsmaður að störfum í Altadena.AP/Ethan Swope Aðstður hafa verið mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn.AP/Ethan Swope Rúmlega tvö þúsund hús hafa orðið eldi að bráð.AP/Stephen Lam Slökkviliðsmenn reyna að bjarga húsi í Palisades hverfinu.AP/Etienne Laurent Af Palisades eldinum.AP/Damian Dovarganes Logandi bíll í Altadena.AP/Ethan Swope Tveir eldanna í Los Angeles eru mjög stórir.AP/Stephen Lam Frá Altadena, þar sem fjölmörg hús hafa brunnið.AP/Stephen Lam Fólk virðir eldana fyrir sér úr fjarska.AP/Etienne Laurent Vatni varpað á eld úr lofti.AP/Ethan Swope Hæðarnar kringum Los Angeles eru skógi vaxnar og gróðurinn þar er mjög þurr.AP/Etienne Laurent Slökkviliðsmaður horfir á brennandi hús í Pacific Palisades.AP/Etienne Laurent
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira
Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33