Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 10:35 Drengur kælir sig í úðavél við hafnaboltavöll í Kansas-borg í Bandaríkjunum. AP/Charlie Riedel Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira
Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira