Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 10. janúar 2025 19:09 Vísir/Samsett Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“ Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira