Anita Bryant er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 12:21 Anita Bryant og maður hennar, Bob Green, fagna því að hafa fellt úr gildi reglugerð sem kom í veg fyrir mismunun fólks á grundvelli kynhneigðar. Getty Anita Bryant, söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, er látin 84 ára að aldri. Fjölskylda Bryant greindi frá andlátinu í tilkynningu á fimmtudag. Þar kom fram að Anita hefði látist á heimili sínu í Edmond í Oklahoma þann 16. desember 2024. „Megi minning Anitu og trú hennar á eilíft líf gegnum Krist hugga alla þá sem umlykja hana,“ sagði í tilkynningunni. Bryant lætur eftir sig fjögur börn, tvær stjúpdætur og sjö barnabörn. Víða hötuð vegna baráttu sinnar Anita Bryant fæddist þann 25. mars 1940 í Barnsdall í Oklahoma. Hún var valin Ungfrú Oklahoma þegar hún var átján ára gömul og varð í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Ameríku. Bryant var talin fegurst í Oklahoma árið 1958.Getty Árið 1959 hóf hún tónlistarferill sinn með plötunni Anita Bryant og skaust hratt í kjölfarið upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við Till There Was You, In My Little Corner of the World og Paper Roses. Frá 1961 til 1968 fór hún gjarnan í tónleikaferðalög með Bob Hope að skemmta bandaríska hernum og hlaut hún síðar silfurorðu þjóðvarðliðsin og gullorðu VFW (Veterans of Foreign Wars) fyrir skemmtunina. Hún varð síðar talskona Florida Citrus og bjó til frasann „Morgunmatur án appelsínusafa er eins og dagur án sólar“. Orðstír Bryant breyttist töluvert á áttunda áratugnum þegar hún varð virk baráttukona gegn réttindum samkynhneigðra. Hún leiddi þar herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Anita Bryant og eiginmaður hennar, Rober Green, nokkrum augnablikum eftir að maður sem þóttist vera blaðamaður kastaði köku framan í hana.Getty „Ég blandaði mér bara í málið því þeir voru að biðja um sérstök forréttindi sem brutu í bága við lög Flórída, svo ekki sé minnst á lög Guðs,“ sagði hún í viðtali við Playboy árið 1978. Baráttuhópar fyrir réttindum samkynhneigðra sniðgengu appelsínusafa frá Flórída markvisst eftir yfirlýsingar hennar og er talið að hún hafi einnig orðið af um hálfri milljón Bandaríkjadala vegna baráttu sinnar. Tveir stuðningsmenn réttinda samkynhneigra pósa fyrir mynd. Annar er í vel merktum bol.Getty Andlát Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Fjölskylda Bryant greindi frá andlátinu í tilkynningu á fimmtudag. Þar kom fram að Anita hefði látist á heimili sínu í Edmond í Oklahoma þann 16. desember 2024. „Megi minning Anitu og trú hennar á eilíft líf gegnum Krist hugga alla þá sem umlykja hana,“ sagði í tilkynningunni. Bryant lætur eftir sig fjögur börn, tvær stjúpdætur og sjö barnabörn. Víða hötuð vegna baráttu sinnar Anita Bryant fæddist þann 25. mars 1940 í Barnsdall í Oklahoma. Hún var valin Ungfrú Oklahoma þegar hún var átján ára gömul og varð í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Ameríku. Bryant var talin fegurst í Oklahoma árið 1958.Getty Árið 1959 hóf hún tónlistarferill sinn með plötunni Anita Bryant og skaust hratt í kjölfarið upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við Till There Was You, In My Little Corner of the World og Paper Roses. Frá 1961 til 1968 fór hún gjarnan í tónleikaferðalög með Bob Hope að skemmta bandaríska hernum og hlaut hún síðar silfurorðu þjóðvarðliðsin og gullorðu VFW (Veterans of Foreign Wars) fyrir skemmtunina. Hún varð síðar talskona Florida Citrus og bjó til frasann „Morgunmatur án appelsínusafa er eins og dagur án sólar“. Orðstír Bryant breyttist töluvert á áttunda áratugnum þegar hún varð virk baráttukona gegn réttindum samkynhneigðra. Hún leiddi þar herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Anita Bryant og eiginmaður hennar, Rober Green, nokkrum augnablikum eftir að maður sem þóttist vera blaðamaður kastaði köku framan í hana.Getty „Ég blandaði mér bara í málið því þeir voru að biðja um sérstök forréttindi sem brutu í bága við lög Flórída, svo ekki sé minnst á lög Guðs,“ sagði hún í viðtali við Playboy árið 1978. Baráttuhópar fyrir réttindum samkynhneigðra sniðgengu appelsínusafa frá Flórída markvisst eftir yfirlýsingar hennar og er talið að hún hafi einnig orðið af um hálfri milljón Bandaríkjadala vegna baráttu sinnar. Tveir stuðningsmenn réttinda samkynhneigra pósa fyrir mynd. Annar er í vel merktum bol.Getty
Andlát Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira