„Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. janúar 2025 07:01 Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton viðurkennir að það hafi verið nokkuð óhugnanlegt að vera í New York þegar Covid skall á og fjöldagrafir voru gerðar úti á eyju við Manhattan. Eftir að hafa starfað í fjarvinnu erlendis telur Sigurður að sóknartækifæri Íslendinga í hönnun gætu verið risastór. Vísir/Vilhelm „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. „Allt í einu var maður staddur í borg þar sem fjöldagrafir voru á eyju rétt við Manhattan og enginn vissi í hvað stefndi. Við fórum að heyra af Íslendingum yfirgefa borgina og vorum reyndar þau síðustu til að fara af þeim hópi sem við þekktum úti,“segir Sigurður en hann og eiginkonan Anna Lalla Filippusdóttir Patay, bjuggu þar til nýverið í stórborginni New York. Borg sem mögulega verður aldrei söm aftur. „Það er af sem áður var í New York því nú er fólk að vinna í fjarvinnu hvaðan sem er úr heiminum. Í Covid vann ég áfram í New York þótt við værum stödd á Suðurlandi og síðar á Hvanneyri þar sem konan mín tók landslagsarkitektinn. En eftir að við fórum út aftur var fólk enn mikið í fjarvinnu og þannig er það enn,“ segir Sigurður og bætir við: „Að vissu leyti finnst mér sorglegt hversu stuttur fjarvinnutíminn vegna Covid var á Íslandi og hversu mikið hefur farið aftur í samt horf. Því ég sé ákveðin samkeppnistækifæri fyrir Ísland að vera sterk í fjarvinnu.“ Sigurður og Anna Lalla með synina Marinó og Leó en í New York bjuggu þau í Brooklyn og segir Sigurður að lífið í New York hafi einfaldlega verið æðislegt. Þó skelfilega óhugnanlegt þegar Covid skall á og í heimi hönnunar hefur farvinnan haldið áfram að vera við lýði hjá flestum hönnunarstofum í New York síðan þá. Alltaf að teikna Frá því að Sigurður man eftir sér, hefur honum þótt gaman að teikna. Enda stórt nafn í auglýsinga- og markaðsgeiranum. Starfaði lengi á Jónsson & Le'macks auglýsingastofunni, sem árið 2019 sameinaðist Aton þar sem Sigurður starfar nú. Í New York vann Sigurður á hönnunarstofunni Hugo & Marie og síðar sem hönnunarstjóri á hönnunar- og mörkunarstofunni JKR, einnig í New York. Sérsvið Sigurðar er að byggja upp sterk og árangursrík vörumerki en hjá Hugo & Marie vann Sigurður meðal annars að vörumerkjaþróun og hönnun fyrir Apple, Saint Laurent, Equinox og Atmos Magazine. Hjá JKR í New York leiddi Sigurður verkefni fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Til dæmis Manischewitz, Bud Light og Corona. Þegar Sigurður bjó og starfaði í New York, lagði hann það þó aldrei alveg til hliðar að vinna sjálfstætt að verkefnum. Sem dæmi um verðlaun sem Sigurður hefur hlotið fyrir vörumerkjahönnun má nefna hönnun fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Body Vodka og Samfylkinguna. Þá vann Sigurður einnig að myndskreytingum og listrænni stjórnun fyrir Adobe, The New Yorker og H&M svo eitthvað sé nefnt. En nóg um upptalningu glæsilegra verka og yfir í það sem skemmtilegast er: Sögu Sigga sjálfs. Þegar Sigurður var sex ára fluttist fjölskyldan til Vancouver í Kanada. Þar var Sigurður fljótur að aðlagast og og eignast vini og byrjaði þar að læra á gítar sem kom sér vel þegar hann flutti heim tólf ára. Sigurður fæddist árið 1985 og var aðeins sex ára þegar hann flutti til Vancouver í Kanada. „Mamma og pabbi voru frekar ung og við flökkuðum aðeins um í búsetu fyrst um sinn. Bjuggum í Safamýri og síðar í Kópavogi en þegar pabbi fór í nám erlendis fluttumst við til Vancouver þar sem ég bjó til 12 ára aldurs,“ segir Siggi og bætir við: „Ég var fljótur að aðlagast, farin að tala og skrifa á ensku mjög fljótlega og eignaðist góða vini. Enda sat mamma með mér í skólanum í um tvo mánuði að mig minnir og var mér þannig til halds og trausts.“ Strax þá var Sigurður alltaf að teikna. „Ég var alltaf að teikna einhverjar ofurhetjur og fleira og hengdi myndirnar upp á vegg í herberginu mínu. Sérstakt áhugamál var að teikna öll merki á bílum, eitthvað sem ég byrjaði að gera strax í leikskóla. Var með bíladellu og þekkti öll merkin,“ segir Siggi og hlær. Um dvölina erlendis segir Sigurður: „Ég held ég hafi grætt mjög mikið á þessum árum. Það er ofboðslega gott fyrir krakka að fá breiðari sjóndeildarhring og þetta er meira að segja eitt af því sem mér og konunni minni fannst mikilvægt þegar við ákváðum að flytja til New York.“ Sem dæmi nefnir Siggi: „Ég var til dæmis í skóla með krökkum víðs vegar að úr heiminum. Tasmaníu, Nígeríu, Kóreu. Og læri það því strax í 1. bekk að það væri ekkert nema hið eðlilegasta mál. Þetta er eitt af því sem ég held að hafi verið gott fyrir mig að læra.“ Harðkjarnasveitin Snafu gerði það mjög gott á meðan hún starfaði og þótti meira að segja ómissandi þegar erlendar þungarokksveitir heimsóttu landið. Snafu var í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2000, en þá sigraði 110 Rottweiler, síðar XXX Rottweiler. Tónlistargæi á Íslandi Siggi segir að það hafi verið fínn aldur að flytja heim 12 ára. Þar sem fjölskyldan kom sér fyrir í Norðurmýrinni og Sigurður fór í Háteigsskóla. Hvernig fannst þér að koma heim? „Það sat reyndar svolítið í mér hversu Ísland var grátt og hversu Reykjavík var grá. Við fluttum í Norðurmýrina og þar eru húsin flest grá og skeljuð,“ segir Sigurður en bætir við: „Innlimunin gekk samt rosalega vel. Mér fannst gaman að vera í snjónum og byrjaði fljótt á snjóbretti. Í Háteigsskóla eignaðist ég líka fljótt vini sem eru margir hverjir enn mínir bestu vinir.“ Æskuvinurinn Högni Egilsson tónlistarmaður er þar sérstaklega nefndur en eins ýmsir æskufélagar sem Sigurður segir alltaf halda sambandi þótt menn séu búsettir víðs vegar um heiminn. Áhugamálið sem yfirtók allt annað næstu árin var síðan tónlistin. Enda Siggi kominn í hljómsveit strax á unglingsaldri. „Við meira að segja lentum í öðru sæti í Músíktilraunum árið 2000, vorum á eftir 110 Rottweiler.“ Síðar XXX Rottweiler. Hljómsveitin sem Sigurður er að vísa í, harðkjarnasveitin Snafu, gerði það reyndar mjög gott á þeim tíma sem hún starfaði. Lék á þó nokkrum rokktónleikum, til að mynda í Galtalæk um verslunarmannahelgina 2001, á Iceland Airwaves og fleiri harðkjarnatónleikum til dæmis á vegum Hins hússins. Þótt tónlistin væri svo sem ekki allra, þótti Snafu ómissandi þegar erlendar þungarokksveitir heimsóttu landið sem gerðist ófáum á þessum árið. Snafu gaf út plötuna Anger is not enough árið 2000 og sex laga splitplötu með þýsku sveitinni Since the day árið 2002. Árið 2003 boðaði sveitin nýja útgáfu, sem þó varð aldrei af. Því hljómsveitarmeðlimirnir voru ekki á eitt sáttir um stefnuna né útkomuna. Eftir að Snafu lagði upp laupana var Sigurður um tíma í hljómsveitunum Future Future og Astara. Um tíma spilaði Sigurður líka á bassa í hljómsveitinni Mínus og fór meðal annars í tónleikaferðalag til Bretlands, Evrópu og Rússlands með þeim. Eftir að Snafu lagði upp laupana var Sigurður um tíma í hljómsveitunum Future Future, Astara og Mínus. Með þeirri síðastnefndu túraði Siggi erlendis með hljómsveitinni og fór víða: Til Bretlands, meginland Evrópu og Rússlands. Nýr vettvangur: Hönnunargeirinn Þar sem Snafu vakti þó nokkra athygli á sínum tíma, er eðlilegt að spyrja: Sástu aldrei fyrir þér að tónlistin yrði þinn framtíðarvettvangur? „Nei. Að minnsta kosti ekki þegar ég fór að verða aðeins eldri," svarar Sigurður. „Mögulega er ég of praktískur í hugsun til þess að halda að tónlistin yrði minn framtíðarvettvangur. Enda var ég svo sem ekki í tónlist sem flestir hlusta á,“ segir Sigurður og brosir. „Pabbi er verkfræðingur og sem unglingur hef ég örugglega séð fyrir mér að ég yrði þá bara verkfræðingur líka. Ég byrjaði meira að segja í MR, en fannst frekar leiðinlegt þar og eftir tvö ár færði ég mig yfir í MH þar sem ég átti miklu fleiri vini sem tóku vel á móti mér.“ Eftir stúdentinn lá leiðin í Listaháskólann. Ég vissi reyndar ekki í fyrstu í hvað ég ætti að fara; Arkitektinn eða grafíska hönnun. En valdi síðan grafíska hönnun því mér fannst ég vera betri í því, treysti mér til að vinna portfolío og oft velur maður frekar það sem maður er góður í að gera.“ Sigurður kynntist eiginkonu sinni, Önnu Löllu Filippusdóttur Patay, á námsárunum í LHÍ en hann segir það henni mikið að þakka að hann hafi haft þrautseigjuna til að láta þann draum verða að veruleika að flytja til New York og reyna fyrir sér í hinum stóra og alþjóðlega hönnunarheimi þar. Sem svo sannarlega átti við um Sigga því fljótlega eftir útskrift úr Listaháskólanum, fór Sigurður að skapa sér nafn í hönnunarheiminum. Þó spilaði bankahrunið inn í. „Ég útskrifaðist árið 2008 og réði mig til Jónsson & Le'macks þá um vorið. Bankahrunið var ekki komið þá, en þó var talað um það strax þá að það væri áþreifanlegur samdráttur í gangi.“ Því já; eins og margir þekkja er auglýsingageirinn meðal þeirra sem oft merkja krepputímabil á undan öðrum. Eiginkonunni kynntist Siggi þegar hann var enn í Listaháskólanum og árið 2019 fluttu þau til New York. Aðdragandinn var þó mun lengri. „Já já, ég var heillengi að segja öllum hér heima, þar á meðal vinnuveitandanum, að við værum að fara. En þetta tók langan tíma og var nokkuð flókið ferli,“ segir Sigurður. En hvað fékk ykkur til að ákveða að flytja? „Við fórum til New York í frí árið 2017. Höfðum þá oft talað um að flytja út og búa erlendis, Anna Lalla er frönsk í aðra ættina og hafði sjálf búið þar. Frumburðurinn okkar, Marinó, fæddist árið 2014 og við vorum sammála um að það væri gott fyrir hann að kynnast öðrum menningarheimi, svona eins og við höfðum bæði gert sjálf,“ segir Sigurður og bætir við: „En þótt við hefðum oft talað um þetta hafði okkur ekki enn þá tekist að láta verða af þessu. Þar til í þessari ferð til New York að við einfaldlega ákváðum að kýla á þetta og láta þetta gerast,“ segir Siggi en bætir við: Í raun má ég þakka Önnu fyrir að ýta mér áfram í að koma okkur út. Því án hennar hefði ég mögulega ekki haft þrautseigjuna sem til þurfti til að láta þetta gerast.“ Það er allt öðruvísi að starfa við hönnun í New York en á Íslandi því kröfurnar úti eru einfaldlega meiri en hér, skipulagið mjög mikið og tímalínur mjög mikilvægar. Sigurður segist þó hlakka til að koma inn með krafti í hönnunarheiminn á Íslandi, hann búi nú að ákveðinni reynslu og þekkingu af því að hafa starfað úti.Vísir/Vilhelm Lítill fiskur í stórri tjörn Þótt Sigurður væri búinn að skapa sér nafn innan hönnunargeirans á Íslandi og að einhverju leyti úti með einstaka verkefni sem hann vann fyrir erlenda aðila, var ekki þar með sagt að störfin biðu eftir honum í röðum í stóra eplinu. „Mig hafði samt mjög lengi langað til að reyna einmitt fyrir mér á svona stórum markaði. Að reyna fyrir mér í geiranum á svona miklu stærri skala og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á alþjóðlegum mælikvarða. Í New York eru margar af mínum helstu fyrirmyndum í geiranum staðsettar, enda New York mjög stór í heimi hönnunar.“ Fyrst var þó að komast til New York en eins og flestir vita, er ekkert endilega of auðvelt að flytjast þangað búferlum nema öll tilskilin leyfi liggi fyrir. „Ég byrjaði á því að hafa samband við fullt af stofum og reyna að fá þær til að gefa mér vinnuvísa í gegnum ráðningu. Sem gekk auðvitað ekki því ef það er eitthvað sem vantar ekki í New York þá eru það fleiri góðir hönnuðir: Borgin er einfaldlega stútfull af fólki sem eru mjög góðir hönnuðir og þótt mér hafi gengið vel hérna heima var ljóst að þarna úti var ég bara lítill fiskur í stórri tjörn.“ Það sem á endanum greiddi leiðina var langur ferill en þó ferli sem tókst. En það var að sækja um sérstakt atvinnuleyfi sem veitist fólki sem starfar við einhvers konar listsköpun. „Þetta er sérstakt artist vísa sem er erfitt að fá og þú þarft að uppfylla ströng skilyrði og sýna fram á hvað þú getur gert. Þetta vísa nýta sér margir tónlistar- og listamenn og þetta vísa greiddi á endanum göturnar þannig að við náðum að flytja út árið 2019. Þá var ég samt búin að fá vinnu úti,“ segir Sigurður og vísar þar til stofunnar Hugo & Marie. Sigurður segir það hafa verið æðislegt að búa í New York og að það sé allt öðruvísi en að fara þangað sem túristi. Á myndum með Sigurði má sjá frumburðinn Marinó, Önnu og æskufélagann Högna. En lífið er ekki bara vinna og því er næsta spurning: Hvernig var að búa í stórborginni New York? „Það var æðislegt,“ svarar Siggi en útskýrir að auðvitað hafi margt verið öðruvísi. Til dæmis komu þau sér fyrir í pínkulítilli íbúð í Brooklyn, því já, í svona stórborgum er það ekkert óalgengt að fólk búi í mun smærri híbýlum en flestir þekkja hér. „Á móti koma kostirnir við að búa á stað þar sem allt sem þú þarft er í göngufjarlægð, mikið mannlíf og kúltúr allt um kring og eitthvað nýtt að sjá á hverjum degi,“ segir Sigurður „Við komum okkur fyrir í hverfi sem heitir Willamsburg í Brooklyn sem um aldamótin og til sirka ársins 2007 þótti ódýrt listamannahverfi en er í dag orðið eitt dýrasta hverfið í New York. Við vorum mjög miðsvæðis, nánast óþarflega miðsvæðis en þarna byrjaði sonur okkar Marinó í það sem er kallað kindergarten, lærði enskuna á methraða og við vorum einfaldlega að fíla okkur mjög vel.“ Að búa í New York eða að ferðast til New York er tvennt ólíkt. „Já svo sannarlega,“ segir Sigurður aðspurður um þetta. „Flestir sem ferðast til New York eru að heimsækja þessa fjölmennu staði þar sem eru hreinlega skrilljón manns úti á götu. Hverfið okkar, Williamsburg, var hins vegar okkar lúppa og við dýrkuðum að vera þar; frábærar búðir, veitingastaðir, kaffihús og flottir garðar sem var ómetanlegt að hafa aðgang að. Og þótt við færum svolítið til Manhattan um helgar, á söfn og annað, fór maður kannski ekki oft ofar en ákveðnar götur þar því þá var maður kominn í þrúgandi mannmergðina. Í raun má lýsa þessu þannig að þegar þú býrð í New York ertu ekki mikið að chilla á Times Square.“ Í Covid flutti fjölskyldan heim en Sigurður hélt áfram að vinna í New York en nú í fjarvinnu. Fyrst til að byrja með bjó fjölskyldan á Suðurlandi en síðan á Hvanneyri þar sem Anna Lalla nam landslagsarkitektúr. Sigurður segir soninn Leó klassískt Covid barn enda fæddist hann árið 2021. Breytt veröld Sigurði fannst hann læra margt af því að starfa í New York. „Þetta er auðvitað allt annar skali, viðskiptavinirnir sem verið er að vinna fyrir eru miklu stærri fyrirtæki og með miklu hærri kröfur. Þarna kynntist ég því fljótt hversu mikilvægt skipulag er og hversu mikil áhersla er lögð á gott skipulag. Öll tímalína skiptir miklu máli og allt sem unnið er þarf að vinnast mun hraðar, klárast á styttri tíma og þó þannig að gæðin mega ekki líða fyrir það.“ Annað sem var nokkuð nýtt fyrir Sigurð var hversu mikið þurfti að vinna í hverju verkefni. „Hérna heima var maður vanur því að viðskiptavinirnir voru í raun bara nokkuð ánægðir með það sem maður gerði fyrir þá í fyrstu atrennu. Þarna úti er þessu allt öðruvísi farið því þar er normið þar að það er ekki fyrr en í fimmtu, sjöttu eða sjöundu atrennu sem þú mátt fara að búast við því að vera nálægt því að klára verkefni,“ segir Sigurður og bætir við: Viðskiptavinirnir ýta þér lengra og lengra, kröfurnar eru sjúklega miklar en þarna er líka mikið af fólki sem er ógeðslega gott í mörgu. Ekki bara í hönnun heldur allri strategískri vinnu, verkefnastjórnun og öðru. Fólk er einfaldlega með allt upp á tíu sem þýðir að sjálfur leitast maður alltaf við að verða betri og betri.“ Eins og áður sagði, ákváðu Sigurður og Anna Lalla að flytja til Íslands um tíma eftir að Covid skall á. „Við sögðum upp leigunni og töpuðum reyndar heilmiklum peningum af því sem við höfðum greitt fyrirfram í leigu þar. En á Íslandi leið okkur vel og lifðum algjöru sveitalífi. Fyrst á Suðurlandi þar sem við fengum aðstöðu í húsi sem fjölskylda Önnu Löllu á því þar reka þau ferðaþjónustufyrirtæki. En síðar á Hvanneyri þar sem við bjuggum í eitt og hálft ár á meðan Anna Lalla var í landslagsarkitektúrnum. Þar bjuggum við í stúdentahúsnæði og þótt það hafi verið mikil viðbrigði að fara frá New York og búa allt í einu lengst upp í sveit, var þetta æðislegur tími. Enda meira og minna allt lokað og enginn að gera neitt.“ Fyrir rúmri viku fæddist þriðji sonurinn en Sigurður segir drauminn um að eignast þriðja barnið skýri það að stærstum hluta að fjölskyldan flutti aftur heim. Eldri sonurinn hafi líka verið farinn að vilja sitt eigið herbergi sem svo sannarlega hefur ræst því nú er fjölskyldan á fullu í framkvæmdum á einbýlishúsi í Mosfellsbæ.Vísir/einkasafn, Vilhelm Og enn stækkar fjölskyldan… En það er svo sannarlega meira í lífi Sigurðar sem hefur breyst en vinnan. „Árið 2021 fæddist sonurinn Leó, sem segja má að sé þetta klassíska Covid barn. Anna Lalla var í náminu, ég vann í New York en vegna tímamismunar vann ég mikið á kvöldin og gat því verið meira til staðar á daginn.“ Sigurður segist fyrst og fremst upplifa þennan tíma sem verðmætan. Því í fjarvinnu og Covid hafi hann náð að eiga mjög jákvæðan og dýrmætan tíma með ungabarninu sínu, eitthvað sem hefði ekki svo auðveldlega verið hægt ef hann hefði verið að vinna á sama hátt og áður. Sveigjanleiki fjarvinnunnar hefur mikið haldist óbreyttur eftir Covid í New York. Því þegar við fluttum þangað aftur árið 2022 var ég áfram að vinna mikið heima þótt við værum aftur flutt út. Allar skrifstofur í New York, að minnsta kosti í þessum geira, eru í rauninni með breytt fyrirkomulag þar sem flestir geta unnið að heiman. Sumir 2-3 daga í viku en síðan á skrifstofunni. Sjálfum fannst mér það líka mjög gott að geta farið stundum á stofuna. Enda stofan staðsett á mjög skemmtilegum stað í SoHo á Manhattan.“ Þannig segir Sigurður að eftir að hann flutti út aftur, hafi það verið algengt að sitja fundi á netinu þar sem fólk gat verið staðsett víðs vegar í heiminum eða í Bandaríkjunum. „Maður var mjög oft á fundi þar sem til dæmi einn í Brasilíu, einn í London, einn í Ohio og ég í Brooklyn,“ en fyrirtækið sem Sigurður vann hjá þá taldi um 120 starfsmenn. Sigurður hefur mikla trú á því að Ísland geti skapað sér mikið sóknartækifæri erlendis með því að vera sterk í fjarvinnu. Ekki síst í heimi hönnunar þar sem fjarvinna er orðin jafn eðlieg og raun ber vitni í stórum hönnunarborgum eins og New York.Vísir/Vilhelm Sveigjanleikinn sem skapast við fjarvinnuna segir Sigurður af hinu góða. Til viðbótar við tímasparnaðinn sem felst í því að þurfa ekki að fara alltaf á milli staða. „Bara það eitt að geta tekið fundi á netinu sparar tíma. Því þá mætir þú bara á fundinn um leið og hann hefst í stað þess að það taki kannski klukkutíma að koma þér á staðinn og jafnvel lengur miðað við stórborg eins og New York. Ég held líka að þar sem Covid skall svo harkalega á New York þá hafi fjarvinnan verið mun lengra tímabil þar en hér, sem þýðir að svo margir urðu einfaldlega svo vanir þessu fyrirkomulagi, vilja nýta tímann sinn betur með fjölskyldunni og nýta sveigjanleikann sem fylgir þessu. Þótt þetta hafi verið eitthvað sem engum datt í hug fyrir Covid.“ En hvað kom til að þið ákváðuð að flytja aftur til Íslands? „Það var eiginlega draumurinn um að eignast þriðja barnið sem var kveikjan af því. Og svo sem líka löngunin til að búa ekki svona þröngt, eldri strákurinn okkar var til dæmis farinn að biðja um sitt eigið herbergi og fleira,“ segir Sigurður sem einmitt þessa dagana stendur einmitt í framkvæmdum í nýjum húsakynnum fjölskyldunnar í Mosfellsbæ. „Við erum reyndar mikið í Frakklandi á sumrin því fjölskylda Önnu Löllu á hús í smábænum Bazas, nálægt Bordeaux í Suður Frakklandi sem við fáum að hafa afnot af og finnst yndislegt. Það er í raun okkar happy place, og eigum ótrúlega dýrmæta tíma þar.“ Fjölskyldan dvelur mikið á sumrin í Suður Frakklandi þar sem Sigurður og Anna hafa afnot af húsi og þar eru dýrmætar hamingjustundir segir Sigurður. Sem alls staðar starfar í fjarvinnu: Hvort sem er í New York, Hvanneyri, Suðurlandi eða í franska smábænum Bazas. Og draumarnir hafa svo sannarlega ræst því fyrir aðeins rúmri viku síðan, fæddist þriðji sonurinn. „Ég hefði alveg getað flutt heim og haldið áfram að vinna í New York en það hefði þýtt að vinnan mín hefði meira og minna verið á kvöldin. Með þrjú börn og stærra heimili langaði mig samt meira að vinna á hefðbundnari tímum. Mér finnst líka spennandi að koma með krafti inn í félag eins og Aton og kannski reyna fyrir mér nýja hluti hér sem maður lærði úti,“ segir Sigurður en bætir við: „Auðvitað er smæð markaðarins á Íslandi alltaf það sem hamlar, maður skilur það alveg. En ég held samt að það sé alveg hægt að gera ákveðna hluti á sambærilegum level og stórfyrirtækin eru að vinna að erlendis og ég er auðvitað að koma með ákveðna þekkingu með mér heim.“ Sigurður segir sína reynslu líka vera þá að íslenskt atvinnulíf sé ekki aðeins móttækilegt fyrir nýrri þekkingu, heldur ótrúlega metnaðarfullt. „Þótt smæðin sé alltaf ákveðin hindrun hér felur hönnunarvinnan þó alltaf meira og minna það sama í sér. Hvort sem þú ert að vinna fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki eða íslenskt fyrirtæki. Þú ert að vinna að því að komast að kjarnanum í því sem þú ert að vinna með hverju sinni, finna hvað það er sem er algjörlega júník við vöruna eða þjónustuna og reyna síðan að miðla því áfram á eins áhugaverðan og spennandi hátt og hægt er,“ segir Sigurður og bætir við: Íslendingar eru þekktir fyrir að eiga heimsmet í að vera bestir í einhverju miðað við höfðatölu og mér finnst að við ættum að geta verið best í hönnun og mörkun líka eins og svö mörgu öðru.“ Og það er ljóst að Sigurði er alvara því að hans mati eru tækifærin mörg. „Annað sem reynslan af því að hafa búið erlendis og unnið í New York ýmist frá Brooklyn, Hvanneyri og Suður Frakklandi, er að heimurinn er orðinn minni en hann var fyrir nokkrum árum. Það skiptir ekki eins miklu máli hvar þú ert, heldur hvað þú getur gert. Ég tel þetta vera tækifæri bæði fyrir félög í skapandi geiranum á Íslandi að opna á að vinna alþjóðlega, og einstaklinga sem vilja vinna á stærra sviði,“ segir Sigurður og bætir við: „Þessi reynsla hefur að minnsta kosti endurskilgreint fyrir mér hvað það þýðir að vera á Íslandi, maður finnst maður ekki vera jafneinangraður á eyju í ballarhafi heldur hluti af og samkeppnishæfur þátttakandi í hinum stóra heimi.“ Auglýsinga- og markaðsmál Tíska og hönnun Starfsframi Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. 25. nóvember 2024 07:03 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01 Að endurskapa ásýndina á að vera skemmtileg vinna en ekki kvöð „Við vinnum mikið með fyrirtækjum sem eru þriggja ára og eldri. Þó enn startup fyrirtæki en oft eru þau kominn á þann stað þegar okkar vinna hefst, að þau vilja þvo af sér þennan sprotastimpil,“ segir Helga Ósk Hlynsdóttir hjá SEROUS.BUSINESS í München, Þýskalandi. 9. maí 2024 07:01 „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Allt í einu var maður staddur í borg þar sem fjöldagrafir voru á eyju rétt við Manhattan og enginn vissi í hvað stefndi. Við fórum að heyra af Íslendingum yfirgefa borgina og vorum reyndar þau síðustu til að fara af þeim hópi sem við þekktum úti,“segir Sigurður en hann og eiginkonan Anna Lalla Filippusdóttir Patay, bjuggu þar til nýverið í stórborginni New York. Borg sem mögulega verður aldrei söm aftur. „Það er af sem áður var í New York því nú er fólk að vinna í fjarvinnu hvaðan sem er úr heiminum. Í Covid vann ég áfram í New York þótt við værum stödd á Suðurlandi og síðar á Hvanneyri þar sem konan mín tók landslagsarkitektinn. En eftir að við fórum út aftur var fólk enn mikið í fjarvinnu og þannig er það enn,“ segir Sigurður og bætir við: „Að vissu leyti finnst mér sorglegt hversu stuttur fjarvinnutíminn vegna Covid var á Íslandi og hversu mikið hefur farið aftur í samt horf. Því ég sé ákveðin samkeppnistækifæri fyrir Ísland að vera sterk í fjarvinnu.“ Sigurður og Anna Lalla með synina Marinó og Leó en í New York bjuggu þau í Brooklyn og segir Sigurður að lífið í New York hafi einfaldlega verið æðislegt. Þó skelfilega óhugnanlegt þegar Covid skall á og í heimi hönnunar hefur farvinnan haldið áfram að vera við lýði hjá flestum hönnunarstofum í New York síðan þá. Alltaf að teikna Frá því að Sigurður man eftir sér, hefur honum þótt gaman að teikna. Enda stórt nafn í auglýsinga- og markaðsgeiranum. Starfaði lengi á Jónsson & Le'macks auglýsingastofunni, sem árið 2019 sameinaðist Aton þar sem Sigurður starfar nú. Í New York vann Sigurður á hönnunarstofunni Hugo & Marie og síðar sem hönnunarstjóri á hönnunar- og mörkunarstofunni JKR, einnig í New York. Sérsvið Sigurðar er að byggja upp sterk og árangursrík vörumerki en hjá Hugo & Marie vann Sigurður meðal annars að vörumerkjaþróun og hönnun fyrir Apple, Saint Laurent, Equinox og Atmos Magazine. Hjá JKR í New York leiddi Sigurður verkefni fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Til dæmis Manischewitz, Bud Light og Corona. Þegar Sigurður bjó og starfaði í New York, lagði hann það þó aldrei alveg til hliðar að vinna sjálfstætt að verkefnum. Sem dæmi um verðlaun sem Sigurður hefur hlotið fyrir vörumerkjahönnun má nefna hönnun fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Body Vodka og Samfylkinguna. Þá vann Sigurður einnig að myndskreytingum og listrænni stjórnun fyrir Adobe, The New Yorker og H&M svo eitthvað sé nefnt. En nóg um upptalningu glæsilegra verka og yfir í það sem skemmtilegast er: Sögu Sigga sjálfs. Þegar Sigurður var sex ára fluttist fjölskyldan til Vancouver í Kanada. Þar var Sigurður fljótur að aðlagast og og eignast vini og byrjaði þar að læra á gítar sem kom sér vel þegar hann flutti heim tólf ára. Sigurður fæddist árið 1985 og var aðeins sex ára þegar hann flutti til Vancouver í Kanada. „Mamma og pabbi voru frekar ung og við flökkuðum aðeins um í búsetu fyrst um sinn. Bjuggum í Safamýri og síðar í Kópavogi en þegar pabbi fór í nám erlendis fluttumst við til Vancouver þar sem ég bjó til 12 ára aldurs,“ segir Siggi og bætir við: „Ég var fljótur að aðlagast, farin að tala og skrifa á ensku mjög fljótlega og eignaðist góða vini. Enda sat mamma með mér í skólanum í um tvo mánuði að mig minnir og var mér þannig til halds og trausts.“ Strax þá var Sigurður alltaf að teikna. „Ég var alltaf að teikna einhverjar ofurhetjur og fleira og hengdi myndirnar upp á vegg í herberginu mínu. Sérstakt áhugamál var að teikna öll merki á bílum, eitthvað sem ég byrjaði að gera strax í leikskóla. Var með bíladellu og þekkti öll merkin,“ segir Siggi og hlær. Um dvölina erlendis segir Sigurður: „Ég held ég hafi grætt mjög mikið á þessum árum. Það er ofboðslega gott fyrir krakka að fá breiðari sjóndeildarhring og þetta er meira að segja eitt af því sem mér og konunni minni fannst mikilvægt þegar við ákváðum að flytja til New York.“ Sem dæmi nefnir Siggi: „Ég var til dæmis í skóla með krökkum víðs vegar að úr heiminum. Tasmaníu, Nígeríu, Kóreu. Og læri það því strax í 1. bekk að það væri ekkert nema hið eðlilegasta mál. Þetta er eitt af því sem ég held að hafi verið gott fyrir mig að læra.“ Harðkjarnasveitin Snafu gerði það mjög gott á meðan hún starfaði og þótti meira að segja ómissandi þegar erlendar þungarokksveitir heimsóttu landið. Snafu var í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2000, en þá sigraði 110 Rottweiler, síðar XXX Rottweiler. Tónlistargæi á Íslandi Siggi segir að það hafi verið fínn aldur að flytja heim 12 ára. Þar sem fjölskyldan kom sér fyrir í Norðurmýrinni og Sigurður fór í Háteigsskóla. Hvernig fannst þér að koma heim? „Það sat reyndar svolítið í mér hversu Ísland var grátt og hversu Reykjavík var grá. Við fluttum í Norðurmýrina og þar eru húsin flest grá og skeljuð,“ segir Sigurður en bætir við: „Innlimunin gekk samt rosalega vel. Mér fannst gaman að vera í snjónum og byrjaði fljótt á snjóbretti. Í Háteigsskóla eignaðist ég líka fljótt vini sem eru margir hverjir enn mínir bestu vinir.“ Æskuvinurinn Högni Egilsson tónlistarmaður er þar sérstaklega nefndur en eins ýmsir æskufélagar sem Sigurður segir alltaf halda sambandi þótt menn séu búsettir víðs vegar um heiminn. Áhugamálið sem yfirtók allt annað næstu árin var síðan tónlistin. Enda Siggi kominn í hljómsveit strax á unglingsaldri. „Við meira að segja lentum í öðru sæti í Músíktilraunum árið 2000, vorum á eftir 110 Rottweiler.“ Síðar XXX Rottweiler. Hljómsveitin sem Sigurður er að vísa í, harðkjarnasveitin Snafu, gerði það reyndar mjög gott á þeim tíma sem hún starfaði. Lék á þó nokkrum rokktónleikum, til að mynda í Galtalæk um verslunarmannahelgina 2001, á Iceland Airwaves og fleiri harðkjarnatónleikum til dæmis á vegum Hins hússins. Þótt tónlistin væri svo sem ekki allra, þótti Snafu ómissandi þegar erlendar þungarokksveitir heimsóttu landið sem gerðist ófáum á þessum árið. Snafu gaf út plötuna Anger is not enough árið 2000 og sex laga splitplötu með þýsku sveitinni Since the day árið 2002. Árið 2003 boðaði sveitin nýja útgáfu, sem þó varð aldrei af. Því hljómsveitarmeðlimirnir voru ekki á eitt sáttir um stefnuna né útkomuna. Eftir að Snafu lagði upp laupana var Sigurður um tíma í hljómsveitunum Future Future og Astara. Um tíma spilaði Sigurður líka á bassa í hljómsveitinni Mínus og fór meðal annars í tónleikaferðalag til Bretlands, Evrópu og Rússlands með þeim. Eftir að Snafu lagði upp laupana var Sigurður um tíma í hljómsveitunum Future Future, Astara og Mínus. Með þeirri síðastnefndu túraði Siggi erlendis með hljómsveitinni og fór víða: Til Bretlands, meginland Evrópu og Rússlands. Nýr vettvangur: Hönnunargeirinn Þar sem Snafu vakti þó nokkra athygli á sínum tíma, er eðlilegt að spyrja: Sástu aldrei fyrir þér að tónlistin yrði þinn framtíðarvettvangur? „Nei. Að minnsta kosti ekki þegar ég fór að verða aðeins eldri," svarar Sigurður. „Mögulega er ég of praktískur í hugsun til þess að halda að tónlistin yrði minn framtíðarvettvangur. Enda var ég svo sem ekki í tónlist sem flestir hlusta á,“ segir Sigurður og brosir. „Pabbi er verkfræðingur og sem unglingur hef ég örugglega séð fyrir mér að ég yrði þá bara verkfræðingur líka. Ég byrjaði meira að segja í MR, en fannst frekar leiðinlegt þar og eftir tvö ár færði ég mig yfir í MH þar sem ég átti miklu fleiri vini sem tóku vel á móti mér.“ Eftir stúdentinn lá leiðin í Listaháskólann. Ég vissi reyndar ekki í fyrstu í hvað ég ætti að fara; Arkitektinn eða grafíska hönnun. En valdi síðan grafíska hönnun því mér fannst ég vera betri í því, treysti mér til að vinna portfolío og oft velur maður frekar það sem maður er góður í að gera.“ Sigurður kynntist eiginkonu sinni, Önnu Löllu Filippusdóttur Patay, á námsárunum í LHÍ en hann segir það henni mikið að þakka að hann hafi haft þrautseigjuna til að láta þann draum verða að veruleika að flytja til New York og reyna fyrir sér í hinum stóra og alþjóðlega hönnunarheimi þar. Sem svo sannarlega átti við um Sigga því fljótlega eftir útskrift úr Listaháskólanum, fór Sigurður að skapa sér nafn í hönnunarheiminum. Þó spilaði bankahrunið inn í. „Ég útskrifaðist árið 2008 og réði mig til Jónsson & Le'macks þá um vorið. Bankahrunið var ekki komið þá, en þó var talað um það strax þá að það væri áþreifanlegur samdráttur í gangi.“ Því já; eins og margir þekkja er auglýsingageirinn meðal þeirra sem oft merkja krepputímabil á undan öðrum. Eiginkonunni kynntist Siggi þegar hann var enn í Listaháskólanum og árið 2019 fluttu þau til New York. Aðdragandinn var þó mun lengri. „Já já, ég var heillengi að segja öllum hér heima, þar á meðal vinnuveitandanum, að við værum að fara. En þetta tók langan tíma og var nokkuð flókið ferli,“ segir Sigurður. En hvað fékk ykkur til að ákveða að flytja? „Við fórum til New York í frí árið 2017. Höfðum þá oft talað um að flytja út og búa erlendis, Anna Lalla er frönsk í aðra ættina og hafði sjálf búið þar. Frumburðurinn okkar, Marinó, fæddist árið 2014 og við vorum sammála um að það væri gott fyrir hann að kynnast öðrum menningarheimi, svona eins og við höfðum bæði gert sjálf,“ segir Sigurður og bætir við: „En þótt við hefðum oft talað um þetta hafði okkur ekki enn þá tekist að láta verða af þessu. Þar til í þessari ferð til New York að við einfaldlega ákváðum að kýla á þetta og láta þetta gerast,“ segir Siggi en bætir við: Í raun má ég þakka Önnu fyrir að ýta mér áfram í að koma okkur út. Því án hennar hefði ég mögulega ekki haft þrautseigjuna sem til þurfti til að láta þetta gerast.“ Það er allt öðruvísi að starfa við hönnun í New York en á Íslandi því kröfurnar úti eru einfaldlega meiri en hér, skipulagið mjög mikið og tímalínur mjög mikilvægar. Sigurður segist þó hlakka til að koma inn með krafti í hönnunarheiminn á Íslandi, hann búi nú að ákveðinni reynslu og þekkingu af því að hafa starfað úti.Vísir/Vilhelm Lítill fiskur í stórri tjörn Þótt Sigurður væri búinn að skapa sér nafn innan hönnunargeirans á Íslandi og að einhverju leyti úti með einstaka verkefni sem hann vann fyrir erlenda aðila, var ekki þar með sagt að störfin biðu eftir honum í röðum í stóra eplinu. „Mig hafði samt mjög lengi langað til að reyna einmitt fyrir mér á svona stórum markaði. Að reyna fyrir mér í geiranum á svona miklu stærri skala og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á alþjóðlegum mælikvarða. Í New York eru margar af mínum helstu fyrirmyndum í geiranum staðsettar, enda New York mjög stór í heimi hönnunar.“ Fyrst var þó að komast til New York en eins og flestir vita, er ekkert endilega of auðvelt að flytjast þangað búferlum nema öll tilskilin leyfi liggi fyrir. „Ég byrjaði á því að hafa samband við fullt af stofum og reyna að fá þær til að gefa mér vinnuvísa í gegnum ráðningu. Sem gekk auðvitað ekki því ef það er eitthvað sem vantar ekki í New York þá eru það fleiri góðir hönnuðir: Borgin er einfaldlega stútfull af fólki sem eru mjög góðir hönnuðir og þótt mér hafi gengið vel hérna heima var ljóst að þarna úti var ég bara lítill fiskur í stórri tjörn.“ Það sem á endanum greiddi leiðina var langur ferill en þó ferli sem tókst. En það var að sækja um sérstakt atvinnuleyfi sem veitist fólki sem starfar við einhvers konar listsköpun. „Þetta er sérstakt artist vísa sem er erfitt að fá og þú þarft að uppfylla ströng skilyrði og sýna fram á hvað þú getur gert. Þetta vísa nýta sér margir tónlistar- og listamenn og þetta vísa greiddi á endanum göturnar þannig að við náðum að flytja út árið 2019. Þá var ég samt búin að fá vinnu úti,“ segir Sigurður og vísar þar til stofunnar Hugo & Marie. Sigurður segir það hafa verið æðislegt að búa í New York og að það sé allt öðruvísi en að fara þangað sem túristi. Á myndum með Sigurði má sjá frumburðinn Marinó, Önnu og æskufélagann Högna. En lífið er ekki bara vinna og því er næsta spurning: Hvernig var að búa í stórborginni New York? „Það var æðislegt,“ svarar Siggi en útskýrir að auðvitað hafi margt verið öðruvísi. Til dæmis komu þau sér fyrir í pínkulítilli íbúð í Brooklyn, því já, í svona stórborgum er það ekkert óalgengt að fólk búi í mun smærri híbýlum en flestir þekkja hér. „Á móti koma kostirnir við að búa á stað þar sem allt sem þú þarft er í göngufjarlægð, mikið mannlíf og kúltúr allt um kring og eitthvað nýtt að sjá á hverjum degi,“ segir Sigurður „Við komum okkur fyrir í hverfi sem heitir Willamsburg í Brooklyn sem um aldamótin og til sirka ársins 2007 þótti ódýrt listamannahverfi en er í dag orðið eitt dýrasta hverfið í New York. Við vorum mjög miðsvæðis, nánast óþarflega miðsvæðis en þarna byrjaði sonur okkar Marinó í það sem er kallað kindergarten, lærði enskuna á methraða og við vorum einfaldlega að fíla okkur mjög vel.“ Að búa í New York eða að ferðast til New York er tvennt ólíkt. „Já svo sannarlega,“ segir Sigurður aðspurður um þetta. „Flestir sem ferðast til New York eru að heimsækja þessa fjölmennu staði þar sem eru hreinlega skrilljón manns úti á götu. Hverfið okkar, Williamsburg, var hins vegar okkar lúppa og við dýrkuðum að vera þar; frábærar búðir, veitingastaðir, kaffihús og flottir garðar sem var ómetanlegt að hafa aðgang að. Og þótt við færum svolítið til Manhattan um helgar, á söfn og annað, fór maður kannski ekki oft ofar en ákveðnar götur þar því þá var maður kominn í þrúgandi mannmergðina. Í raun má lýsa þessu þannig að þegar þú býrð í New York ertu ekki mikið að chilla á Times Square.“ Í Covid flutti fjölskyldan heim en Sigurður hélt áfram að vinna í New York en nú í fjarvinnu. Fyrst til að byrja með bjó fjölskyldan á Suðurlandi en síðan á Hvanneyri þar sem Anna Lalla nam landslagsarkitektúr. Sigurður segir soninn Leó klassískt Covid barn enda fæddist hann árið 2021. Breytt veröld Sigurði fannst hann læra margt af því að starfa í New York. „Þetta er auðvitað allt annar skali, viðskiptavinirnir sem verið er að vinna fyrir eru miklu stærri fyrirtæki og með miklu hærri kröfur. Þarna kynntist ég því fljótt hversu mikilvægt skipulag er og hversu mikil áhersla er lögð á gott skipulag. Öll tímalína skiptir miklu máli og allt sem unnið er þarf að vinnast mun hraðar, klárast á styttri tíma og þó þannig að gæðin mega ekki líða fyrir það.“ Annað sem var nokkuð nýtt fyrir Sigurð var hversu mikið þurfti að vinna í hverju verkefni. „Hérna heima var maður vanur því að viðskiptavinirnir voru í raun bara nokkuð ánægðir með það sem maður gerði fyrir þá í fyrstu atrennu. Þarna úti er þessu allt öðruvísi farið því þar er normið þar að það er ekki fyrr en í fimmtu, sjöttu eða sjöundu atrennu sem þú mátt fara að búast við því að vera nálægt því að klára verkefni,“ segir Sigurður og bætir við: Viðskiptavinirnir ýta þér lengra og lengra, kröfurnar eru sjúklega miklar en þarna er líka mikið af fólki sem er ógeðslega gott í mörgu. Ekki bara í hönnun heldur allri strategískri vinnu, verkefnastjórnun og öðru. Fólk er einfaldlega með allt upp á tíu sem þýðir að sjálfur leitast maður alltaf við að verða betri og betri.“ Eins og áður sagði, ákváðu Sigurður og Anna Lalla að flytja til Íslands um tíma eftir að Covid skall á. „Við sögðum upp leigunni og töpuðum reyndar heilmiklum peningum af því sem við höfðum greitt fyrirfram í leigu þar. En á Íslandi leið okkur vel og lifðum algjöru sveitalífi. Fyrst á Suðurlandi þar sem við fengum aðstöðu í húsi sem fjölskylda Önnu Löllu á því þar reka þau ferðaþjónustufyrirtæki. En síðar á Hvanneyri þar sem við bjuggum í eitt og hálft ár á meðan Anna Lalla var í landslagsarkitektúrnum. Þar bjuggum við í stúdentahúsnæði og þótt það hafi verið mikil viðbrigði að fara frá New York og búa allt í einu lengst upp í sveit, var þetta æðislegur tími. Enda meira og minna allt lokað og enginn að gera neitt.“ Fyrir rúmri viku fæddist þriðji sonurinn en Sigurður segir drauminn um að eignast þriðja barnið skýri það að stærstum hluta að fjölskyldan flutti aftur heim. Eldri sonurinn hafi líka verið farinn að vilja sitt eigið herbergi sem svo sannarlega hefur ræst því nú er fjölskyldan á fullu í framkvæmdum á einbýlishúsi í Mosfellsbæ.Vísir/einkasafn, Vilhelm Og enn stækkar fjölskyldan… En það er svo sannarlega meira í lífi Sigurðar sem hefur breyst en vinnan. „Árið 2021 fæddist sonurinn Leó, sem segja má að sé þetta klassíska Covid barn. Anna Lalla var í náminu, ég vann í New York en vegna tímamismunar vann ég mikið á kvöldin og gat því verið meira til staðar á daginn.“ Sigurður segist fyrst og fremst upplifa þennan tíma sem verðmætan. Því í fjarvinnu og Covid hafi hann náð að eiga mjög jákvæðan og dýrmætan tíma með ungabarninu sínu, eitthvað sem hefði ekki svo auðveldlega verið hægt ef hann hefði verið að vinna á sama hátt og áður. Sveigjanleiki fjarvinnunnar hefur mikið haldist óbreyttur eftir Covid í New York. Því þegar við fluttum þangað aftur árið 2022 var ég áfram að vinna mikið heima þótt við værum aftur flutt út. Allar skrifstofur í New York, að minnsta kosti í þessum geira, eru í rauninni með breytt fyrirkomulag þar sem flestir geta unnið að heiman. Sumir 2-3 daga í viku en síðan á skrifstofunni. Sjálfum fannst mér það líka mjög gott að geta farið stundum á stofuna. Enda stofan staðsett á mjög skemmtilegum stað í SoHo á Manhattan.“ Þannig segir Sigurður að eftir að hann flutti út aftur, hafi það verið algengt að sitja fundi á netinu þar sem fólk gat verið staðsett víðs vegar í heiminum eða í Bandaríkjunum. „Maður var mjög oft á fundi þar sem til dæmi einn í Brasilíu, einn í London, einn í Ohio og ég í Brooklyn,“ en fyrirtækið sem Sigurður vann hjá þá taldi um 120 starfsmenn. Sigurður hefur mikla trú á því að Ísland geti skapað sér mikið sóknartækifæri erlendis með því að vera sterk í fjarvinnu. Ekki síst í heimi hönnunar þar sem fjarvinna er orðin jafn eðlieg og raun ber vitni í stórum hönnunarborgum eins og New York.Vísir/Vilhelm Sveigjanleikinn sem skapast við fjarvinnuna segir Sigurður af hinu góða. Til viðbótar við tímasparnaðinn sem felst í því að þurfa ekki að fara alltaf á milli staða. „Bara það eitt að geta tekið fundi á netinu sparar tíma. Því þá mætir þú bara á fundinn um leið og hann hefst í stað þess að það taki kannski klukkutíma að koma þér á staðinn og jafnvel lengur miðað við stórborg eins og New York. Ég held líka að þar sem Covid skall svo harkalega á New York þá hafi fjarvinnan verið mun lengra tímabil þar en hér, sem þýðir að svo margir urðu einfaldlega svo vanir þessu fyrirkomulagi, vilja nýta tímann sinn betur með fjölskyldunni og nýta sveigjanleikann sem fylgir þessu. Þótt þetta hafi verið eitthvað sem engum datt í hug fyrir Covid.“ En hvað kom til að þið ákváðuð að flytja aftur til Íslands? „Það var eiginlega draumurinn um að eignast þriðja barnið sem var kveikjan af því. Og svo sem líka löngunin til að búa ekki svona þröngt, eldri strákurinn okkar var til dæmis farinn að biðja um sitt eigið herbergi og fleira,“ segir Sigurður sem einmitt þessa dagana stendur einmitt í framkvæmdum í nýjum húsakynnum fjölskyldunnar í Mosfellsbæ. „Við erum reyndar mikið í Frakklandi á sumrin því fjölskylda Önnu Löllu á hús í smábænum Bazas, nálægt Bordeaux í Suður Frakklandi sem við fáum að hafa afnot af og finnst yndislegt. Það er í raun okkar happy place, og eigum ótrúlega dýrmæta tíma þar.“ Fjölskyldan dvelur mikið á sumrin í Suður Frakklandi þar sem Sigurður og Anna hafa afnot af húsi og þar eru dýrmætar hamingjustundir segir Sigurður. Sem alls staðar starfar í fjarvinnu: Hvort sem er í New York, Hvanneyri, Suðurlandi eða í franska smábænum Bazas. Og draumarnir hafa svo sannarlega ræst því fyrir aðeins rúmri viku síðan, fæddist þriðji sonurinn. „Ég hefði alveg getað flutt heim og haldið áfram að vinna í New York en það hefði þýtt að vinnan mín hefði meira og minna verið á kvöldin. Með þrjú börn og stærra heimili langaði mig samt meira að vinna á hefðbundnari tímum. Mér finnst líka spennandi að koma með krafti inn í félag eins og Aton og kannski reyna fyrir mér nýja hluti hér sem maður lærði úti,“ segir Sigurður en bætir við: „Auðvitað er smæð markaðarins á Íslandi alltaf það sem hamlar, maður skilur það alveg. En ég held samt að það sé alveg hægt að gera ákveðna hluti á sambærilegum level og stórfyrirtækin eru að vinna að erlendis og ég er auðvitað að koma með ákveðna þekkingu með mér heim.“ Sigurður segir sína reynslu líka vera þá að íslenskt atvinnulíf sé ekki aðeins móttækilegt fyrir nýrri þekkingu, heldur ótrúlega metnaðarfullt. „Þótt smæðin sé alltaf ákveðin hindrun hér felur hönnunarvinnan þó alltaf meira og minna það sama í sér. Hvort sem þú ert að vinna fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki eða íslenskt fyrirtæki. Þú ert að vinna að því að komast að kjarnanum í því sem þú ert að vinna með hverju sinni, finna hvað það er sem er algjörlega júník við vöruna eða þjónustuna og reyna síðan að miðla því áfram á eins áhugaverðan og spennandi hátt og hægt er,“ segir Sigurður og bætir við: Íslendingar eru þekktir fyrir að eiga heimsmet í að vera bestir í einhverju miðað við höfðatölu og mér finnst að við ættum að geta verið best í hönnun og mörkun líka eins og svö mörgu öðru.“ Og það er ljóst að Sigurði er alvara því að hans mati eru tækifærin mörg. „Annað sem reynslan af því að hafa búið erlendis og unnið í New York ýmist frá Brooklyn, Hvanneyri og Suður Frakklandi, er að heimurinn er orðinn minni en hann var fyrir nokkrum árum. Það skiptir ekki eins miklu máli hvar þú ert, heldur hvað þú getur gert. Ég tel þetta vera tækifæri bæði fyrir félög í skapandi geiranum á Íslandi að opna á að vinna alþjóðlega, og einstaklinga sem vilja vinna á stærra sviði,“ segir Sigurður og bætir við: „Þessi reynsla hefur að minnsta kosti endurskilgreint fyrir mér hvað það þýðir að vera á Íslandi, maður finnst maður ekki vera jafneinangraður á eyju í ballarhafi heldur hluti af og samkeppnishæfur þátttakandi í hinum stóra heimi.“
Auglýsinga- og markaðsmál Tíska og hönnun Starfsframi Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. 25. nóvember 2024 07:03 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01 Að endurskapa ásýndina á að vera skemmtileg vinna en ekki kvöð „Við vinnum mikið með fyrirtækjum sem eru þriggja ára og eldri. Þó enn startup fyrirtæki en oft eru þau kominn á þann stað þegar okkar vinna hefst, að þau vilja þvo af sér þennan sprotastimpil,“ segir Helga Ósk Hlynsdóttir hjá SEROUS.BUSINESS í München, Þýskalandi. 9. maí 2024 07:01 „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. 25. nóvember 2024 07:03
Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01
„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01
Að endurskapa ásýndina á að vera skemmtileg vinna en ekki kvöð „Við vinnum mikið með fyrirtækjum sem eru þriggja ára og eldri. Þó enn startup fyrirtæki en oft eru þau kominn á þann stað þegar okkar vinna hefst, að þau vilja þvo af sér þennan sprotastimpil,“ segir Helga Ósk Hlynsdóttir hjá SEROUS.BUSINESS í München, Þýskalandi. 9. maí 2024 07:01
„Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00