Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 13. janúar 2025 10:02 Ég hef lengi haldið því fram að stórveldi fari sínu fram ef þau telja þjóðaröryggi sínu ógnað jafnvel þó það geti verði í trássi við alþjóðalög og að smáríki þurfi að skilja þetta og taka mið af því í samskiptum símum við stórveldi. Sumir hafa túlkað þetta á þann veg að ég telji að þetta æskilegt ástand, að ég vilji hafa þetta svona. Auðvitað skiptir engu máli hvað ég vil eða vil ekki í þessu sambandi. Þetta snýst um að lýsa heiminum eins og hann er, hvað ég vil eða tel æskilegt skiptir augljóslega engu máli í þessu samhengi. Smáríki þurfa að lámarka það tjón sem þau geta orðið fyrir, komi upp hagsmunaárekstrar, og forðast illdeilur við stórveldi sé það mögulegt. Stækkun NATO og Úkraínustríðið Ein megin ástæða Úkraínustríðsins er að Rússland lítur svo á að útþensla NATO að landamærum sínum með þeirri hernaðaruppbyggingu sem henni fylgir sé ógn við þjóðaröryggi sitt. Yfirvöld í Rússlandi létu þetta margsinnis í ljós, en samt var ákveðið á leiðtogafundi NATO í Búkarest 2008 að Úkraína og Georgía gengju í NATO. Áður hafði NATO stækkað tvisvar sinnum með samtals 10 nýjum aðildarríkjum og svo fimm sinnum eftir fundinn í Búkarest með 6 nýjum aðildarríkjum til viðbótar. Þetta endaði með átökum í Georgíu í ágúst 2008, 4 mánuðum eftir Búkarest fundinn og svo stríðinu í Úkraínu sem enn stendur yfir. Sautján árum síðar bólar ekkert á NATO aðild þessara landa. Zelensky spyr svo reglulega um NATO aðildina og virðist ekki þreytast á því þó skýr svör fáist aldrei í Brussel. Fimmta grein NATO, svokallað „security guarantee“ Lönd sem sækjast eftir NATO aðild horfa sérstaklega til svokallaðrar 5. greinar NATO sem á að vera gagnkvæm öryggistrygging þ.e. að NATO ríkjum ber að „…aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins.“ Sjá þýðingu á Atlandshafssáttmálanum hér https://www.stjornarradid.is/library/09-Sendirad/NATO/Atlantshafssattmalinn_NAT.pdf Í upprunalega textanum er sagt að NATO „….will assist the Party or Parties so attacked by taking forthwith, individually and in concert with the other Parties, such action as it deems necessary, including the use of armed force, to restore and maintain the security of the North Atlantic area,”sjá hér https://www.nato.int/cps/cz/natohq/official_texts_17120.htm Þetta þýðir að hvert aðildarríki þarf að meta stöðuna og bregðast á þann hátt sem því finnst nauðsynlegt eða viðeigandi (e. deems necessary). Þetta getur þýtt beitingu vopnavalds eða ekki, eftir mati hvers aðildarríkis, og hvað Ísland varðar kæmi það ekki til greina þar sem Ísland, eitt af stofnríkjum NATO, er herlaust land. Eftir ólöglega innrás Rússlands inní Úkraínu hafa NATO ríki í sífellu haldið fram nauðsyn þess að öll ríki fari eftir alþjóðalögum og fylgi svokallaðri „rules-based international order.“ Þetta má sjá í ótal fundargerðum og yfirlýsingum NATO. Þetta þýðir meðal annars að ekki er hægt að breyta landamærum ríkja með valdi, hvað þá yfirtaka heilu ríkin. Mikill hiti er í umræðunni og hefur Vladimir Pútin forseta Rússlands oft verið líkt við Adolf Hitler. Þeim sem vilja semja um stríðslok í Úkraínu hefur verið líkt við Neville Chamberlain eða taldir vera á mála hjá Pútin, kannski líka á launaskrá hjá Kreml. Mun NATO ríki beita vopnavaldi gegn öðru NATO ríki? Nú bregður hinsvegar svo við að verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur lýst yfir því að eignahald og yfirráð yfir Grænlandi sé nauðsynleg fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi í heiminum. Trump hefur látið hafa eftir sér að "For purposes of National Security and Freedom throughout the World, the United States of America feels that the ownership and control of Greenland is an absolute necessity." Bandaríkin eru leiðtogaríki NATO. Trump hefur einnig talað um að Kanada verði fylki eða ríki í Bandaríkjunum og að yfirtaka Panamaskurðarins sé nauðsyn. Í tilviki Grænlands og Panamaskurðarins hefur Donald Trump ekki útilokað að beita hervaldi þó tollar komi líka til greina t.d. gagnvart Danmörku vegna Grænlands. Varðandi Kanada hefur Donald Trump hótað að beita tollum til að ná vilja sínum fram. Nú eigum við eftir að sjá hvað gerist í framhaldinu en hér er verðandi forseti stórveldis allavega að hóta að beita valdi. Ekki heyrist mikið frá höfuðstöðvum NATO um málið eða tal um „rule-based international order.“ Bæði Danmörk og Kanada eru meðal þeirra ríkja sem stofnuðu NATO 1949, dyggir stuðningsmenn Bandaríkjanna í áratugi. Vinaþjóðirnar Bandaríkin og Danmörk. Og svo Kanada og Panama. Á heimssíðu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna má finna upplýsingar samstarf Bandaríkjanna og Danmerkur sem hófst með stjórnmálasambandi 1801, varnarsamningi frá 1950, og svo ýmsum öðrum samningum tengdum öryggismálum síðar. Danmörk hefur verið stórtæk í vopnkaupum frá Bandaríkjunum og í samstarfi við Bandaríkin víða t.d. í Írak og Afganistan. Einnig kemur fram að Bandaríkin og Danmörk eigi í öflugu og varanlegu öryggissamstarfi sem sagt er að miði að því að vinna gegn yfirgangi Rússa og friðsamlegu samstarfi á norðurskautssvæðinu. Á heimasíðu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna stendur m.a.: „The United States and Denmark have a strong and enduring security partnership, centered on countering Russian aggression and peaceful cooperation in the Arctic region.“ Sjá hér https://www.state.gov/u-s-security-cooperation-with-denmark/#:~:text=In%202023%2C%20the%20United%20States,the%20U.S.%20presence%20in%20Greenland. Nú talar verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, um yfirtöku Grænlands með hervaldi ef nauðsynlegt krefur. Danmörk er, eins og Bandaríkin, eitt að stofnríkjum NATO, og fer með utanríkis- og öryggismál Grænlands. Bandaríkin hafa herstöð í Pittufik á Grænlandi. Hvernig virkar NATO kerfið við þessar aðstæður? Virkjast 5. grein NATO sáttmálans ef til einhverra átaka kemur vegna málsins og þá hvernig? Fara NATO ríkin í slag hvert við annað? Varðandi Panama skurðinn þá er hann utan svæðis NATO, en þá vaknar samt spurningin um „rule based international order“ sem NATO vill fylgt sé allstaðar í heiminum, líka í Asíu þar sem NATO hyggst opna skrifstofu. Svo er það með Kanada. Er það í lagi samkvæmt „rules- based international order“ að þvinga land til að gerast fylki í öðru landi með efnahagslegum refsiaðgerðum? Hegðun stórvelda og flókin staða Bandaríkjanna Það er þetta sem ég hef verið að tala um varðandi hegðun stórvelda blasir nú við hverjum sem vill sjá og heyra. Ég segi þetta ekki vegna þess að mér líki hvernig komið er heldur vegna þess að heimurinn er svona. Smáríki eins og Danmörk þurfa að fara varlega í samskiptum sínum við stórveldi. Sé horft á þetta mál frá sjónarhorni Bandaríkjanna þá standa yfirvöld þar í landi frammi fyrir miskunnarlausri stórveldabaráttu á norðurslóðum um siglingaleiðir og auðlindir. Vegna Úkraínustríðsins hafa Kína og Rússland nána samvinnu á norðurslóðum ("no limits" partnership) og vandajafnvægið á svæðinu hefur raskast þeim í vil. Við þessar aðstæður hefur Danmörk ekki bolmagn til að gæta öryggis Grænlands ein og sér. Grænland þarf að finna leið til vinna með Bandaríkjunum sem þjónar bæði sjálfstæðu Grænlandi og þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þó Kanada sé öflugt land breytist staðan þegar umsvif Rússa og Kínverja verða svona mikil á norðurslóðum. Bandaríkin sem hafa verði upptekin í Mið-Austurlöndum (Afganistan, Írak, Sýrlandi, aðstoð við Ísrael o.s.frv) telja sig eflaust tilneydd til að grípa í taumana þó það réttlæti ekki að Kanada sé neytt inní Bandaríkin sem fylki. Úkraínustríðið hefur tekið um þrjú ár, er óútkljáð og alger óvissa er í Evrópu. Á sama tíma þurfa Bandríkin svo að einbeita sér í auknum mæli í Asíu vega Kína. Þetta er ekki einföld staða og stundum kallað að vera „overextended.“ Hvað verður svo um þessa blessaða „rules-international order“ við þessar aðstæður? Bandaríkin, eins og önnur stórveldi, setja þjóðaröryggi sitt í forgang. Bjóst einhver við öðru? Hverju? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Danmörk Grænland Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haldið því fram að stórveldi fari sínu fram ef þau telja þjóðaröryggi sínu ógnað jafnvel þó það geti verði í trássi við alþjóðalög og að smáríki þurfi að skilja þetta og taka mið af því í samskiptum símum við stórveldi. Sumir hafa túlkað þetta á þann veg að ég telji að þetta æskilegt ástand, að ég vilji hafa þetta svona. Auðvitað skiptir engu máli hvað ég vil eða vil ekki í þessu sambandi. Þetta snýst um að lýsa heiminum eins og hann er, hvað ég vil eða tel æskilegt skiptir augljóslega engu máli í þessu samhengi. Smáríki þurfa að lámarka það tjón sem þau geta orðið fyrir, komi upp hagsmunaárekstrar, og forðast illdeilur við stórveldi sé það mögulegt. Stækkun NATO og Úkraínustríðið Ein megin ástæða Úkraínustríðsins er að Rússland lítur svo á að útþensla NATO að landamærum sínum með þeirri hernaðaruppbyggingu sem henni fylgir sé ógn við þjóðaröryggi sitt. Yfirvöld í Rússlandi létu þetta margsinnis í ljós, en samt var ákveðið á leiðtogafundi NATO í Búkarest 2008 að Úkraína og Georgía gengju í NATO. Áður hafði NATO stækkað tvisvar sinnum með samtals 10 nýjum aðildarríkjum og svo fimm sinnum eftir fundinn í Búkarest með 6 nýjum aðildarríkjum til viðbótar. Þetta endaði með átökum í Georgíu í ágúst 2008, 4 mánuðum eftir Búkarest fundinn og svo stríðinu í Úkraínu sem enn stendur yfir. Sautján árum síðar bólar ekkert á NATO aðild þessara landa. Zelensky spyr svo reglulega um NATO aðildina og virðist ekki þreytast á því þó skýr svör fáist aldrei í Brussel. Fimmta grein NATO, svokallað „security guarantee“ Lönd sem sækjast eftir NATO aðild horfa sérstaklega til svokallaðrar 5. greinar NATO sem á að vera gagnkvæm öryggistrygging þ.e. að NATO ríkjum ber að „…aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins.“ Sjá þýðingu á Atlandshafssáttmálanum hér https://www.stjornarradid.is/library/09-Sendirad/NATO/Atlantshafssattmalinn_NAT.pdf Í upprunalega textanum er sagt að NATO „….will assist the Party or Parties so attacked by taking forthwith, individually and in concert with the other Parties, such action as it deems necessary, including the use of armed force, to restore and maintain the security of the North Atlantic area,”sjá hér https://www.nato.int/cps/cz/natohq/official_texts_17120.htm Þetta þýðir að hvert aðildarríki þarf að meta stöðuna og bregðast á þann hátt sem því finnst nauðsynlegt eða viðeigandi (e. deems necessary). Þetta getur þýtt beitingu vopnavalds eða ekki, eftir mati hvers aðildarríkis, og hvað Ísland varðar kæmi það ekki til greina þar sem Ísland, eitt af stofnríkjum NATO, er herlaust land. Eftir ólöglega innrás Rússlands inní Úkraínu hafa NATO ríki í sífellu haldið fram nauðsyn þess að öll ríki fari eftir alþjóðalögum og fylgi svokallaðri „rules-based international order.“ Þetta má sjá í ótal fundargerðum og yfirlýsingum NATO. Þetta þýðir meðal annars að ekki er hægt að breyta landamærum ríkja með valdi, hvað þá yfirtaka heilu ríkin. Mikill hiti er í umræðunni og hefur Vladimir Pútin forseta Rússlands oft verið líkt við Adolf Hitler. Þeim sem vilja semja um stríðslok í Úkraínu hefur verið líkt við Neville Chamberlain eða taldir vera á mála hjá Pútin, kannski líka á launaskrá hjá Kreml. Mun NATO ríki beita vopnavaldi gegn öðru NATO ríki? Nú bregður hinsvegar svo við að verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur lýst yfir því að eignahald og yfirráð yfir Grænlandi sé nauðsynleg fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi í heiminum. Trump hefur látið hafa eftir sér að "For purposes of National Security and Freedom throughout the World, the United States of America feels that the ownership and control of Greenland is an absolute necessity." Bandaríkin eru leiðtogaríki NATO. Trump hefur einnig talað um að Kanada verði fylki eða ríki í Bandaríkjunum og að yfirtaka Panamaskurðarins sé nauðsyn. Í tilviki Grænlands og Panamaskurðarins hefur Donald Trump ekki útilokað að beita hervaldi þó tollar komi líka til greina t.d. gagnvart Danmörku vegna Grænlands. Varðandi Kanada hefur Donald Trump hótað að beita tollum til að ná vilja sínum fram. Nú eigum við eftir að sjá hvað gerist í framhaldinu en hér er verðandi forseti stórveldis allavega að hóta að beita valdi. Ekki heyrist mikið frá höfuðstöðvum NATO um málið eða tal um „rule-based international order.“ Bæði Danmörk og Kanada eru meðal þeirra ríkja sem stofnuðu NATO 1949, dyggir stuðningsmenn Bandaríkjanna í áratugi. Vinaþjóðirnar Bandaríkin og Danmörk. Og svo Kanada og Panama. Á heimssíðu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna má finna upplýsingar samstarf Bandaríkjanna og Danmerkur sem hófst með stjórnmálasambandi 1801, varnarsamningi frá 1950, og svo ýmsum öðrum samningum tengdum öryggismálum síðar. Danmörk hefur verið stórtæk í vopnkaupum frá Bandaríkjunum og í samstarfi við Bandaríkin víða t.d. í Írak og Afganistan. Einnig kemur fram að Bandaríkin og Danmörk eigi í öflugu og varanlegu öryggissamstarfi sem sagt er að miði að því að vinna gegn yfirgangi Rússa og friðsamlegu samstarfi á norðurskautssvæðinu. Á heimasíðu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna stendur m.a.: „The United States and Denmark have a strong and enduring security partnership, centered on countering Russian aggression and peaceful cooperation in the Arctic region.“ Sjá hér https://www.state.gov/u-s-security-cooperation-with-denmark/#:~:text=In%202023%2C%20the%20United%20States,the%20U.S.%20presence%20in%20Greenland. Nú talar verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, um yfirtöku Grænlands með hervaldi ef nauðsynlegt krefur. Danmörk er, eins og Bandaríkin, eitt að stofnríkjum NATO, og fer með utanríkis- og öryggismál Grænlands. Bandaríkin hafa herstöð í Pittufik á Grænlandi. Hvernig virkar NATO kerfið við þessar aðstæður? Virkjast 5. grein NATO sáttmálans ef til einhverra átaka kemur vegna málsins og þá hvernig? Fara NATO ríkin í slag hvert við annað? Varðandi Panama skurðinn þá er hann utan svæðis NATO, en þá vaknar samt spurningin um „rule based international order“ sem NATO vill fylgt sé allstaðar í heiminum, líka í Asíu þar sem NATO hyggst opna skrifstofu. Svo er það með Kanada. Er það í lagi samkvæmt „rules- based international order“ að þvinga land til að gerast fylki í öðru landi með efnahagslegum refsiaðgerðum? Hegðun stórvelda og flókin staða Bandaríkjanna Það er þetta sem ég hef verið að tala um varðandi hegðun stórvelda blasir nú við hverjum sem vill sjá og heyra. Ég segi þetta ekki vegna þess að mér líki hvernig komið er heldur vegna þess að heimurinn er svona. Smáríki eins og Danmörk þurfa að fara varlega í samskiptum sínum við stórveldi. Sé horft á þetta mál frá sjónarhorni Bandaríkjanna þá standa yfirvöld þar í landi frammi fyrir miskunnarlausri stórveldabaráttu á norðurslóðum um siglingaleiðir og auðlindir. Vegna Úkraínustríðsins hafa Kína og Rússland nána samvinnu á norðurslóðum ("no limits" partnership) og vandajafnvægið á svæðinu hefur raskast þeim í vil. Við þessar aðstæður hefur Danmörk ekki bolmagn til að gæta öryggis Grænlands ein og sér. Grænland þarf að finna leið til vinna með Bandaríkjunum sem þjónar bæði sjálfstæðu Grænlandi og þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þó Kanada sé öflugt land breytist staðan þegar umsvif Rússa og Kínverja verða svona mikil á norðurslóðum. Bandaríkin sem hafa verði upptekin í Mið-Austurlöndum (Afganistan, Írak, Sýrlandi, aðstoð við Ísrael o.s.frv) telja sig eflaust tilneydd til að grípa í taumana þó það réttlæti ekki að Kanada sé neytt inní Bandaríkin sem fylki. Úkraínustríðið hefur tekið um þrjú ár, er óútkljáð og alger óvissa er í Evrópu. Á sama tíma þurfa Bandríkin svo að einbeita sér í auknum mæli í Asíu vega Kína. Þetta er ekki einföld staða og stundum kallað að vera „overextended.“ Hvað verður svo um þessa blessaða „rules-international order“ við þessar aðstæður? Bandaríkin, eins og önnur stórveldi, setja þjóðaröryggi sitt í forgang. Bjóst einhver við öðru? Hverju? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun