Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar