Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. janúar 2025 10:45 Aðalgeir Ástvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT segir stéttarfélagið Eflingu í raun vera gervistéttarfélag. Þetta kemur fram í aðsendri grein Aðalgeirs á Vísi í kjölfar mótmæla Eflingar fyrir utan veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni um helgina. Deilur Eflingar annars vegar og SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar hins vegar hafa verið áberandi á síðustu vikum, en þar hefur Efling ítrekað sagt Virðingu vera gervistéttarfélag. Umrædd mótmæli áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði ástæðu mótmælanna vera þá að þarna væri verið að skrá starfsfólk í Virðingu til þess að hafa af fólki laun og veigamikil réttindi vinnandi fólks. Þetta starfsfólk ætti heima í Eflingu. Í grein sinni gefur Aðalgeir lítið fyrir ástæðu mótmælanna. „Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði,“ segir í grein Aðalgeirs. Hann minnist á að eigandi staðarins, Óskar Finnsson, hafi greint frá því opinberlega að hann glími við ólæknandi krabbamein. Því þykir Aðalgeiri mótmælin ósvífin. „Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám.“ Þess má geta að á laugardag sagði Sólveig Anna að Efling væri búin að reyna að ná til Óskars, en hann ásamt örfáum öðrum í veitingabransanum hafi ekki hlustað á ákall félagsins. Að sögn Aðalgeirs er raunveruleg ástæða mótmælanna önnur en upp hefur verið gefið. Hann vill meina að ástæðan sé í raun sú að margar milljónir króna fari úr sjóðum Eflingar við það að Virðing og SVEIT semji sín á milli. „Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling.“ Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Aðalgeirs á Vísi í kjölfar mótmæla Eflingar fyrir utan veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni um helgina. Deilur Eflingar annars vegar og SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar hins vegar hafa verið áberandi á síðustu vikum, en þar hefur Efling ítrekað sagt Virðingu vera gervistéttarfélag. Umrædd mótmæli áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði ástæðu mótmælanna vera þá að þarna væri verið að skrá starfsfólk í Virðingu til þess að hafa af fólki laun og veigamikil réttindi vinnandi fólks. Þetta starfsfólk ætti heima í Eflingu. Í grein sinni gefur Aðalgeir lítið fyrir ástæðu mótmælanna. „Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði,“ segir í grein Aðalgeirs. Hann minnist á að eigandi staðarins, Óskar Finnsson, hafi greint frá því opinberlega að hann glími við ólæknandi krabbamein. Því þykir Aðalgeiri mótmælin ósvífin. „Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám.“ Þess má geta að á laugardag sagði Sólveig Anna að Efling væri búin að reyna að ná til Óskars, en hann ásamt örfáum öðrum í veitingabransanum hafi ekki hlustað á ákall félagsins. Að sögn Aðalgeirs er raunveruleg ástæða mótmælanna önnur en upp hefur verið gefið. Hann vill meina að ástæðan sé í raun sú að margar milljónir króna fari úr sjóðum Eflingar við það að Virðing og SVEIT semji sín á milli. „Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling.“
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira