Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 11:47 Eyþór Wöhler er mættur í appelsínugulu treyjuna. Fylkir Nú er orðið ljóst að Eyþór Aron Wöhler, sem lék með KR í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, verður leikmaður Fylkis næstu tvö árin. Fylkismenn kynntu Eyþór til leiks með skemmtilegu myndbandi í dag þar sem hann var sóttur heim til mömmu, nú þegar nokkuð er um liðið síðan að KR-ingar kvöddu hann. „Eyþór! Loksins einhver að koma að leika við þig,“ kallar mamman, Hafdís Hallgrímsdóttir, þegar Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Fylkis, kemur að spyrja eftir honum. Myndbandið má sjá hér að neðan en mögulega þarf að ýta á F5 til að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by ⚽️ Knattspyrnudeild Fylkis ⚽️ (@fylkirknd) Þeir félagar spiluðu saman hjá ÍA árin 2021 og 2022 og sameina nú krafta sína á ný hjá Fylki. Þrátt fyrir að hafa ekki átt gott ár með KR í fyrra, og aðeins fengið að byrja þrjá deildarleiki eftir komuna frá Breiðabliki um vorið, átti hinn 22 ára gamli Eyþór spennandi ár í fyrra því hann er annar forsprakka hljómsveitarinnar Húbbabúbba. Í myndbandinu hér að ofan tekur Guðmundur félagi hans hins vegar skýrt fram að fótboltinn verði að vera í forgangi í sumar: „Ekkert gigg kjaftæði lengur,“ segir Guðmundur og Eyþór er fljótur að samþykkja það. Eyþór hefur leikið 76 leiki í efstu deild og skorað í þeim 15 mörk. Hann hóf ferilinn með Aftureldingu en hefur eins og fyrr segir einnig leikið með ÍA og svo með Breiðabliki, HK og KR. Hann á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. „Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum," segir Eyþór í fréttatilkynningu Fylkis. Fylkir féll niður í Lengjudeildina á síðustu leiktíð en ljóst er að félagið ætlar sér að snúa sem fyrst aftur upp í Bestu deildina. Lengjudeild karla Besta deild karla Fylkir Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Fylkismenn kynntu Eyþór til leiks með skemmtilegu myndbandi í dag þar sem hann var sóttur heim til mömmu, nú þegar nokkuð er um liðið síðan að KR-ingar kvöddu hann. „Eyþór! Loksins einhver að koma að leika við þig,“ kallar mamman, Hafdís Hallgrímsdóttir, þegar Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Fylkis, kemur að spyrja eftir honum. Myndbandið má sjá hér að neðan en mögulega þarf að ýta á F5 til að endurhlaða síðunni. View this post on Instagram A post shared by ⚽️ Knattspyrnudeild Fylkis ⚽️ (@fylkirknd) Þeir félagar spiluðu saman hjá ÍA árin 2021 og 2022 og sameina nú krafta sína á ný hjá Fylki. Þrátt fyrir að hafa ekki átt gott ár með KR í fyrra, og aðeins fengið að byrja þrjá deildarleiki eftir komuna frá Breiðabliki um vorið, átti hinn 22 ára gamli Eyþór spennandi ár í fyrra því hann er annar forsprakka hljómsveitarinnar Húbbabúbba. Í myndbandinu hér að ofan tekur Guðmundur félagi hans hins vegar skýrt fram að fótboltinn verði að vera í forgangi í sumar: „Ekkert gigg kjaftæði lengur,“ segir Guðmundur og Eyþór er fljótur að samþykkja það. Eyþór hefur leikið 76 leiki í efstu deild og skorað í þeim 15 mörk. Hann hóf ferilinn með Aftureldingu en hefur eins og fyrr segir einnig leikið með ÍA og svo með Breiðabliki, HK og KR. Hann á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk. „Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum," segir Eyþór í fréttatilkynningu Fylkis. Fylkir féll niður í Lengjudeildina á síðustu leiktíð en ljóst er að félagið ætlar sér að snúa sem fyrst aftur upp í Bestu deildina.
Lengjudeild karla Besta deild karla Fylkir Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira