Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 12:37 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira