„Atkvæðin voru send með flugi en ég veit ekki hvar þau stoppuðu. Það kom í ljós þegar kassinn var opnaður að þetta voru utankjörfundaratkvæði. Við lokuðum honum aftur enda getum við ekki unnið með það sem kemur svona seint. Það vissi enginn að þessi atkvæði væru á leiðinni,“ sagði Gestur við blaðið.
Landskjörstjórn var tilkynnt um atvikið og kassinn með atkvæðunum er ennþá til.
Greint var frá því í gær að utankjörfundaratkvæði hefðu legið eftir og ótalin á bæjarskrifstofum Kópavogs en samkvæmt frétt Morgunblaðsins virðist það hafa gerst víðar að atkvæði fóru forgörðum.
Blaðið hafði eftir bæjarritara í gær að atkvæðin hefðu verið tólf til fimmtán talsins en þau voru 25.