Þrír eldar brenna nú í borginni, sá stærsti, Palisades eldurinn hefur nú brennt um níutíu og þrjá ferkílómetra landsvæðis og slökkviliðsmenn hafa aðeins náð stjórn á litlum hluta hans, eða um fjórtán prósent eins og staðan var í nótt.
Karen Bass borgarstjóri LA sagði á blaðamannafundi í nótt að öllum tiltækum ráðum væri nú beitt til undirbúnings áður en veðrið versnar á ný.
Borgarstjórinn segir að búist sé við því að vindurinn verði sumstaðar nálægt fellibylsstyrk en búist er við því að mesta rokið verði í kvöld að íslenskum tíma.
Að minnsta kosti tuttugu og fjórir eru látnir og tuttugu og þriggja er nú saknað. Níu voru síðan handteknir í gærkvöldi fyrir gripdeildir sem hafa verið vandamál um alla borgina og einn er í haldi grunaður um íkveikju.