Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 09:02 Christopher Macchio og Carrie Underwood munu troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump þann 20. janúar næstkomandi. AP/Getty Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Þegar Trump vann kosningarnar 2017 gekk honum hrapallega illa að fá tónlistarmenn til að koma fram á innsetningarathöfninni. Elton John, Céline Dion og Garth Brooks höfnuðu öll boði um að koma fram þá. Á endanum urðu Tabernacle-kórinn og klassíska söngkona Jackie Evancho fyrir valinu. Talsmenn Underwood og innsetningarathafnarnefnd Trump-Vance staðfestu komu Underwood í gær. Kántrístjarna sem elskar land sitt Viðburðurinn hefst á prelúdíú sem háskólakórar Nebraska-háskóla og Lincoln-háskóla munu flytja. Síðan mun Lúðrasveit sjóhersins flytja tónlistarnúmer áður en þingkonan Amy Klobuchar, formaður nefndar um 60. innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta, mun formlega setja athöfnina. Eftir það verður varaforsetinn JD Vance settur í embætti af hæstaréttardómaranum Brett Kavanaugh. Kántrísöngkonan Carrie Underwood, sem hlaut heimsfrægð þegar hún vann fjórðu seríu Idolsins 2004, mun síðan syngja „America the Beautiful“ beint áður en John Roberts, forseti hæstaréttar, setur Trump í embætti. Carrie Underwood er spennt að troða upp fyrir innsetningu 47. forseta Bandaríkjanna.Getty „Ég elska landið okkar og er heiðruð að hafa verið beðin um að syngja á innsetningunni og fá að vera lítill hluti af þessum sögulega viðburði,“ sagði Underwood í yfirlýsingu. Hún sagðist einnig svara þessu kalli auðmjúk á tíma sem krefst samheldni og að þjóðin horfi til framtíðar. Innsetningin fer fram í Washington D.C. mánudaginn 20. janúar og skarast því á við dag Martins Luthers King Jr. sem er frídagur. Skólakór bandaríska sjóhersins og kór bandaríska heraflans (e. Armed Forces Chorus) munu spila undir með henni. Trúarleiðtogar munu svo fara með bæn og klassíski söngvarinn Christopher Macchio syngur Þjóðsöng Bandaríkjanna til að ljúka athöfninni. Macchio hefur komið reglulega fram á pólitískum viðburðum Repúblikana og tróð m.a. upp á fjöldafundi Trump á Madison Square Garden. Þorpsbúarnir troða upp á ballinu Daginn fyrir sjálfa innsetninguna verður þétt dagskrá þegar Trump heldur „Make America Great Again Victory Rally“ og um kvöldið þann 19. munu samtökin Turning Point USA halda innsetningarkvöldsball (e. Inauguration eve ball). Samkvæmt yfirlýsingu frá Charlie Kirk, forstjóra Turning Point USA, er von á fjölda þekktra MAGA-liða á ballið, þar á meðal JD Vance, Donald Trump yngri og Megyn Kelly. Þorpsbúarnir (e. Village People) sem er ein eftirlætis hljómsveit Trump, mun troða upp á ballinu, en hann hefur reglulega notað lög þeirra „Y.M.C.A“ og „Macho Man” á viðburðum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira