Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. janúar 2025 10:30 Mynd úr vefmyndavél frá því þegar hraunið rann á fyrstu húsin í Hópshverfinu í Grindavík. Ár er liðið frá því hraun rann inn í Grindavík þann 14. janúar 2024 í öðru eldgosi hrinunnar við Sundhnúksgíga. Gosið hófst um áttaleytið um morguninn og náði hraun fyrsta húsinu í Efrahópi um fimm tímum síðar. Eldgos hófst við Sundhnúk klukkan 7:57 norðan við Grindavík og náði varnargörðunum við Grindavík um klukkutíma síðar. Sprunga opnaðist um svipað leyti beggja megin við varnargarðana sem gerði hrauninu kleift að renna inn í bæinn. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt,“ sagði Víðir Reynisson, þáverandi sviðsstjóri Almannavarna, um hraunið síðar um daginn. Eldgosið entist þó bara í tvo daga en svo átti eftir að gjósa fimm sinnum til viðbótar á svæðinu næstu tíu mánuði. Horfði á húsið brenna í beinni Þrjú hús urðu hrauninu að bráð þann daginn en Efrahóp 19 var fyrsta húsið sem hraunið náði til. Hrannar Jón Emilsson, eigandi hússins, sagði óraunverulegt að sjá húsið brenna í beinni útsendingu. Hann hafði talið það vera á einum öruggasta staðnum í bænum. „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ sagði Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Fjölskyldan hafði unnið hörðum höndum í nokkur ár við að byggja sér nýtt heimili í hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut en það hús gjöreyðilagðist í jarðhræringunum 10. nóvember 2023. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið en varð glóandi hrauninu að bráð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tímamót Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. 14. janúar 2024 08:00 Sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. 14. janúar 2024 09:03 Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14. janúar 2024 15:59 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Eldgos hófst við Sundhnúk klukkan 7:57 norðan við Grindavík og náði varnargörðunum við Grindavík um klukkutíma síðar. Sprunga opnaðist um svipað leyti beggja megin við varnargarðana sem gerði hrauninu kleift að renna inn í bæinn. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt,“ sagði Víðir Reynisson, þáverandi sviðsstjóri Almannavarna, um hraunið síðar um daginn. Eldgosið entist þó bara í tvo daga en svo átti eftir að gjósa fimm sinnum til viðbótar á svæðinu næstu tíu mánuði. Horfði á húsið brenna í beinni Þrjú hús urðu hrauninu að bráð þann daginn en Efrahóp 19 var fyrsta húsið sem hraunið náði til. Hrannar Jón Emilsson, eigandi hússins, sagði óraunverulegt að sjá húsið brenna í beinni útsendingu. Hann hafði talið það vera á einum öruggasta staðnum í bænum. „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ sagði Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Fjölskyldan hafði unnið hörðum höndum í nokkur ár við að byggja sér nýtt heimili í hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut en það hús gjöreyðilagðist í jarðhræringunum 10. nóvember 2023. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið en varð glóandi hrauninu að bráð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tímamót Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. 14. janúar 2024 08:00 Sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. 14. janúar 2024 09:03 Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14. janúar 2024 15:59 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. 14. janúar 2024 08:00
Sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. 14. janúar 2024 09:03
Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. 14. janúar 2024 15:59