Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar 14. janúar 2025 11:30 Nokkuð merkileg umræða er í gangi þessa dagana um aðsetur og lögheimili alþingismanna. Kemur ekki á óvart að umræðan sé nokkuð beinskeytt og óvægin af hendi þess hóps sem fór halloka í nýafstöðnum kosningum til alþingis. Eðlilega rís upp andstaða við óhjákvæmilegar breytingar á valdajafnvægi, þar sem stjórnarflokkar undanfarinna ára sjá fram á að standa utan þess hóps sem fer með vald meirihluta á alþingi – og lendir í stjórnarandstöðu. Og þar fyrir utan eru flokkar sem hafa náð saman um stjórnarsamstarf þar sem kann að koma smá bakborðshalli á útgerðir landsins með stórhættulegu 48 daga kerfi strandveiða. Og jafnvel eitthvað sem hefur í för með sér tilraunir til þess að skattleggja auðlyndir í eigu þjóðar. Sitt sýnist hverjum og hafa alls konar orð fallið um ágæti og lesti nýs meirihluta sem samsettur er af Samfylkingu, Viðreisn og Flokki fólksins. Ýjað hefur verið að því að Flokkur fólksins sé næsta óstjórntækur og jafnframt áhyggjur uppi um stjórn flokksins og rekstur. Merkilegt nokk enda hafa ekki fyrirfram verið áhyggjur af því hvernig stjórnmálaöfl hafa verið saman sett og hafði enginn áhuga á því eða áhyggjur meðan Flokkur fólksins var í stjórnaranstöðu. Heilt á litið er kannski erfiðast að frambjóðendur flokksins voru úr öllum áttum og með ýmiss konar bakgrunn. Hægri, vinstri og allt þar á milli. En hvað um það, það er sem er og þetta er stjórnin nýja og stjórnaranstaðan samsett af flokkum sem sleikja sárin vegna tapaðs fylgis og samhliða töpuðum völdum, með undantekningu þó. Stórsigur Miðflokksins í kosningunum er áhugaverður og aðdáunarverður. Að sama skapi hefur honum verið fundið allt til foráttu og ýjað að rasisma og popúlisma, þó fátt hafi komið frá flokknum í þá veru að svo fast þurfi að kveða að orði að mati þess sem þetta ritar. Skoðum fólk og flokka af verkum þeirra í stað þess að leggja þeim orð í munn. En af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að kjósendur hafni þeim meirihluta sem hér sat til langs tíma og safnaði óvinsældum? Fyrir mína parta hef ég reynt að sjá það góða í fólki sem tekur sér það hlutverk að sitja á Alþingi í umboði kjósenda sinna. Starf sem oftar en ekki aflar fólki vinsælda fyrir það sem vel gengur og að sama skapi uppskera margir óvænga gagnrýni fyrir það sem mistekst eða er umdeilt, fyrir aðkomu, skoðanaleysi eða jafnvel að ófyrirsynju, hvernig viðkomandi greiddi atkvæði um eitthvað sem var á þeim tímapunkti talið til heilla en reyndist síðar á annan veg. Mörg slík mál mætti telja en verður ekki gert hér, þeir vita sem vita og síðari tíma rýni gefur yfirleitt skekkta mynd af stemmningunni þá. Sjálfur hef ég gerst sekur um gagnrýni í þá veru og er mis stoltur af. Vestfirðingar hafa eignast ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála í alþingismanni með lögheimili lengs vestur á Vestfjörðum. Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur fer með það hlutverk, þingmaður Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Hann hefur samkvæmt æviágripi á vef Alþingis haft með höndum ýmiss konar störf í þágu nokkurra stofnana, frá bönkum og fjármálastofnunum yfir í Isavia og auk þessa nefndar- og stjórnarsetu í félögum og ráðum. Víðtæk reynsla af hinum ýmsu sviðum fara ágætlega saman við starfstitil, enda þótt ekki séu gerðar einhverjar menntunarkröfur eða krafa um reynslu fyrir alþingsmenn almennt. Undanfarin kjörtímabil hefur Eyjólfur haft lögheimili sitt í landareign móður sinnar í Arnarfirði vestur á fjörðum. Fram til þessa hefur ekki verið gerð athugasemd við enda, líkt og aðrir kollegar á Alþingi, sjaldnast fyrirséð hvar viðkomandi ber upp þegar kemur að kosningum. Sem fyrr, þingmenn og frambjóðendur hafa haft sitt aðsetur og lögheimil eftir því hvar vænlegast hefur verið að bjóða fram hverju sinni og oftast án einhverra athugasemda. Þetta þekkja flestir flokkar þó fæstir kannist við slíkt við umræðuna nú. Lög um lögheimili hafa ákveðið markmið í sjálfu sér, líkt og kemur fram í fyrsta ákvæði laga um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018. Þrátt fyrir ákvæði laganna eru líka reglur um að ekki megi mismuna út frá búsetu og skráningu og eru þess mýmörg dæmi að stjórnvöld, bæði sveitarfélög og ríki, hafi þurft að bakka með ákvarðanir sínar um réttindi einstaklinga byggðar á lögheimilisskráningu. Þetta eru vandmeðfarin lög á sama tíma og búsetufrelsi og réttindi einstaklinga hafa ákveðið vægi, stutt yfir í glerhúsið. En þessi lög og samspil við lög nr. 88/1995 um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað leiða til þess að þingmenn landsbyggðar njóta ákveðinna tekna til þess að mæta ferðakostnaði og óhagræði við rekstur tveggja heimila eða auka aðseturs til þess að gegna starfi sínu. Hvort umræðan um það hér markast af ofsjónum yfir þeim kostnaði að viðkomandi búi ekki að Hrafnabjörgum 1 í Lokinhamradal skal ósagt látið. Allt að einu er það með hvern og einn, sem þessar tekna nýtur, að greiðslurnar varða þingsókn landsbyggðar-þingmanna umfram annað. Þrátt fyrir að í orði standi þingmenn að sannfæringu sinni einni og greiði atkvæði sín á þingi þannig þá má hverjum vera það ljóst að nærvera þingmanns eða ráðherra í kjördæmi hefur talsverða vigt fyrir svæðið. Undirrituðum er það til efs, að það sé sérstakur vilji yfirlýstur um að leggja landsbyggðina af og veita eininungsis þingmönnum af SV-horni landsins aðgengileika að því að sinna þingstörfum. Margt bendir þó til þess og má vísa til umræðna um atkvæðavægi. Umræða sem frænda mínum og stjórnmálaskýranda er ekki til eftirbreytni, enda mætti honum vera það hvað ljósast að fleira hangir á spítunni. Ein af skyldum viðkomandi, sem býður sig fram í ákveðnu kjördæmi, er að sinna sínu kjördæmi og kjósendum þar til áheyrnar og framgangs. Vera kann að það sé tvíeggjað sverð að nefna, en raunveruleikinn er samt sem áður sá – nærvera viðkomandi hefur vigt í stjórnarsamstarf og hagsmunagæslu þegar komið er á þing til ákvarðanatöku. Við Vestfirðingar njótum ekki nema svo og svo nærveru þingmanna á svæðinu og stundum bara velkominna og óvæntra gesta og er þá vel. Skemmtilegur þingmaður úr suðurkjördæmi sagði okkur í léttum tón að hann væri ekkert síður þingmaður okkar, hann hefði líkast til ekið um kjördæmið meira en margur með heimilisfesti hér vestra, og hefði sönnun samfélagsins fyrir því vegna umræðna um ökutækjastyrk. Sem Vestfirðingur fagna ég því að þingmaður í NV-kjördæmi skrái lögheimili sitt í Lokinhamradal í Arnarfirði og sitji jafnframt sem ráðherra. Það hefur vægi og er táknrænt fyrir þá deyjandi byggð sem eru dreifðar byggðir á Vestfjörðum. Byggð sem var. Búsetufrelsi þekkjum við Vestfirðingar lítið nema sem stefnumarkmið skrifið á blað og efndir þess litlar. Við búum við skert afhendingaröryggi raforku, brothætt og ómarkvisst samgöngukerfi og undirróðursöfl varðandi helstu atvinnuvegi á borð við fiskeldi í sjókvíum. Atvinnuvegi sem halda að stórum hluta uppi hagkerfi Vestfjarða um leið og útflutningstekjur svæðisins eru meiri en marktækar þegar kemur að því að skoða viðskiptajöfnuð. Ef fórnarkostnaðurinn við að halda úti þingfararkaupi og jöfnunarkostnaði vegna búsetu þingmanna í fjórðungnum er landinu í heild þyrnir í augum – þá afsakaðu meðan ég ... Taka má til í kostnaði við það að reka hér Alþingi og stofnanir víða án þess að fara í þingfararkaup og jöfnunarkostnað vegna búsetu. En það er vísast auðveldast að byrja í fjarskanistan og skera þar niður í stað þess að fara í tiltekt heima. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og 1. varaþingmaður Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Alþingi Byggðamál Flokkur fólksins Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð merkileg umræða er í gangi þessa dagana um aðsetur og lögheimili alþingismanna. Kemur ekki á óvart að umræðan sé nokkuð beinskeytt og óvægin af hendi þess hóps sem fór halloka í nýafstöðnum kosningum til alþingis. Eðlilega rís upp andstaða við óhjákvæmilegar breytingar á valdajafnvægi, þar sem stjórnarflokkar undanfarinna ára sjá fram á að standa utan þess hóps sem fer með vald meirihluta á alþingi – og lendir í stjórnarandstöðu. Og þar fyrir utan eru flokkar sem hafa náð saman um stjórnarsamstarf þar sem kann að koma smá bakborðshalli á útgerðir landsins með stórhættulegu 48 daga kerfi strandveiða. Og jafnvel eitthvað sem hefur í för með sér tilraunir til þess að skattleggja auðlyndir í eigu þjóðar. Sitt sýnist hverjum og hafa alls konar orð fallið um ágæti og lesti nýs meirihluta sem samsettur er af Samfylkingu, Viðreisn og Flokki fólksins. Ýjað hefur verið að því að Flokkur fólksins sé næsta óstjórntækur og jafnframt áhyggjur uppi um stjórn flokksins og rekstur. Merkilegt nokk enda hafa ekki fyrirfram verið áhyggjur af því hvernig stjórnmálaöfl hafa verið saman sett og hafði enginn áhuga á því eða áhyggjur meðan Flokkur fólksins var í stjórnaranstöðu. Heilt á litið er kannski erfiðast að frambjóðendur flokksins voru úr öllum áttum og með ýmiss konar bakgrunn. Hægri, vinstri og allt þar á milli. En hvað um það, það er sem er og þetta er stjórnin nýja og stjórnaranstaðan samsett af flokkum sem sleikja sárin vegna tapaðs fylgis og samhliða töpuðum völdum, með undantekningu þó. Stórsigur Miðflokksins í kosningunum er áhugaverður og aðdáunarverður. Að sama skapi hefur honum verið fundið allt til foráttu og ýjað að rasisma og popúlisma, þó fátt hafi komið frá flokknum í þá veru að svo fast þurfi að kveða að orði að mati þess sem þetta ritar. Skoðum fólk og flokka af verkum þeirra í stað þess að leggja þeim orð í munn. En af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að kjósendur hafni þeim meirihluta sem hér sat til langs tíma og safnaði óvinsældum? Fyrir mína parta hef ég reynt að sjá það góða í fólki sem tekur sér það hlutverk að sitja á Alþingi í umboði kjósenda sinna. Starf sem oftar en ekki aflar fólki vinsælda fyrir það sem vel gengur og að sama skapi uppskera margir óvænga gagnrýni fyrir það sem mistekst eða er umdeilt, fyrir aðkomu, skoðanaleysi eða jafnvel að ófyrirsynju, hvernig viðkomandi greiddi atkvæði um eitthvað sem var á þeim tímapunkti talið til heilla en reyndist síðar á annan veg. Mörg slík mál mætti telja en verður ekki gert hér, þeir vita sem vita og síðari tíma rýni gefur yfirleitt skekkta mynd af stemmningunni þá. Sjálfur hef ég gerst sekur um gagnrýni í þá veru og er mis stoltur af. Vestfirðingar hafa eignast ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála í alþingismanni með lögheimili lengs vestur á Vestfjörðum. Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur fer með það hlutverk, þingmaður Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Hann hefur samkvæmt æviágripi á vef Alþingis haft með höndum ýmiss konar störf í þágu nokkurra stofnana, frá bönkum og fjármálastofnunum yfir í Isavia og auk þessa nefndar- og stjórnarsetu í félögum og ráðum. Víðtæk reynsla af hinum ýmsu sviðum fara ágætlega saman við starfstitil, enda þótt ekki séu gerðar einhverjar menntunarkröfur eða krafa um reynslu fyrir alþingsmenn almennt. Undanfarin kjörtímabil hefur Eyjólfur haft lögheimili sitt í landareign móður sinnar í Arnarfirði vestur á fjörðum. Fram til þessa hefur ekki verið gerð athugasemd við enda, líkt og aðrir kollegar á Alþingi, sjaldnast fyrirséð hvar viðkomandi ber upp þegar kemur að kosningum. Sem fyrr, þingmenn og frambjóðendur hafa haft sitt aðsetur og lögheimil eftir því hvar vænlegast hefur verið að bjóða fram hverju sinni og oftast án einhverra athugasemda. Þetta þekkja flestir flokkar þó fæstir kannist við slíkt við umræðuna nú. Lög um lögheimili hafa ákveðið markmið í sjálfu sér, líkt og kemur fram í fyrsta ákvæði laga um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018. Þrátt fyrir ákvæði laganna eru líka reglur um að ekki megi mismuna út frá búsetu og skráningu og eru þess mýmörg dæmi að stjórnvöld, bæði sveitarfélög og ríki, hafi þurft að bakka með ákvarðanir sínar um réttindi einstaklinga byggðar á lögheimilisskráningu. Þetta eru vandmeðfarin lög á sama tíma og búsetufrelsi og réttindi einstaklinga hafa ákveðið vægi, stutt yfir í glerhúsið. En þessi lög og samspil við lög nr. 88/1995 um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað leiða til þess að þingmenn landsbyggðar njóta ákveðinna tekna til þess að mæta ferðakostnaði og óhagræði við rekstur tveggja heimila eða auka aðseturs til þess að gegna starfi sínu. Hvort umræðan um það hér markast af ofsjónum yfir þeim kostnaði að viðkomandi búi ekki að Hrafnabjörgum 1 í Lokinhamradal skal ósagt látið. Allt að einu er það með hvern og einn, sem þessar tekna nýtur, að greiðslurnar varða þingsókn landsbyggðar-þingmanna umfram annað. Þrátt fyrir að í orði standi þingmenn að sannfæringu sinni einni og greiði atkvæði sín á þingi þannig þá má hverjum vera það ljóst að nærvera þingmanns eða ráðherra í kjördæmi hefur talsverða vigt fyrir svæðið. Undirrituðum er það til efs, að það sé sérstakur vilji yfirlýstur um að leggja landsbyggðina af og veita eininungsis þingmönnum af SV-horni landsins aðgengileika að því að sinna þingstörfum. Margt bendir þó til þess og má vísa til umræðna um atkvæðavægi. Umræða sem frænda mínum og stjórnmálaskýranda er ekki til eftirbreytni, enda mætti honum vera það hvað ljósast að fleira hangir á spítunni. Ein af skyldum viðkomandi, sem býður sig fram í ákveðnu kjördæmi, er að sinna sínu kjördæmi og kjósendum þar til áheyrnar og framgangs. Vera kann að það sé tvíeggjað sverð að nefna, en raunveruleikinn er samt sem áður sá – nærvera viðkomandi hefur vigt í stjórnarsamstarf og hagsmunagæslu þegar komið er á þing til ákvarðanatöku. Við Vestfirðingar njótum ekki nema svo og svo nærveru þingmanna á svæðinu og stundum bara velkominna og óvæntra gesta og er þá vel. Skemmtilegur þingmaður úr suðurkjördæmi sagði okkur í léttum tón að hann væri ekkert síður þingmaður okkar, hann hefði líkast til ekið um kjördæmið meira en margur með heimilisfesti hér vestra, og hefði sönnun samfélagsins fyrir því vegna umræðna um ökutækjastyrk. Sem Vestfirðingur fagna ég því að þingmaður í NV-kjördæmi skrái lögheimili sitt í Lokinhamradal í Arnarfirði og sitji jafnframt sem ráðherra. Það hefur vægi og er táknrænt fyrir þá deyjandi byggð sem eru dreifðar byggðir á Vestfjörðum. Byggð sem var. Búsetufrelsi þekkjum við Vestfirðingar lítið nema sem stefnumarkmið skrifið á blað og efndir þess litlar. Við búum við skert afhendingaröryggi raforku, brothætt og ómarkvisst samgöngukerfi og undirróðursöfl varðandi helstu atvinnuvegi á borð við fiskeldi í sjókvíum. Atvinnuvegi sem halda að stórum hluta uppi hagkerfi Vestfjarða um leið og útflutningstekjur svæðisins eru meiri en marktækar þegar kemur að því að skoða viðskiptajöfnuð. Ef fórnarkostnaðurinn við að halda úti þingfararkaupi og jöfnunarkostnaði vegna búsetu þingmanna í fjórðungnum er landinu í heild þyrnir í augum – þá afsakaðu meðan ég ... Taka má til í kostnaði við það að reka hér Alþingi og stofnanir víða án þess að fara í þingfararkaup og jöfnunarkostnað vegna búsetu. En það er vísast auðveldast að byrja í fjarskanistan og skera þar niður í stað þess að fara í tiltekt heima. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og 1. varaþingmaður Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun