Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:23 Atkvæðin sem umræðir voru ekki í eiginlegum kjörkassa heldur venjulegum pappakassa. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“ Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira