Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:39 Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir atburðarásina minna á þá sem varð fyrir eldgosið í Holuhrauni. Vísir/Vilhelm Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“ Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10
Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38
Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19