Innlent

Ró­legt við Bárðar­bungu

Atli Ísleifsson skrifar
Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir vegna skjálftavirkninnar í Bárðarbungu um hádegisbil í gær.
Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir vegna skjálftavirkninnar í Bárðarbungu um hádegisbil í gær. Vísir/RAX

Rólegt var við Bárðarbungu í nótt en jarðskjálftahrina hófst þar í gærmorgun og náði hámarki klukkan 8:05 þegar stærsti skjálftinn, 5,1 að stærð, mældist.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að að auki hafi sautján skjálftar yfir þremur að stærð verið skráðir, þar af tveir um eða yfir fjórum að stærð.

Hrinan er í norðvestanverðri öskjunni og þykir nokkuð óvenjuleg og munu sérfræðingar Veðurstofunnar áfram fylgjast með gangi mála.

Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna skjálftavirkninnar í Bárðarbungu um hádegisbil í gær.

„Það að lýsa yfir óvissustigi þýðir að eftirlit er haft með atburðarrás sem gæti á síðari stigum leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað,“ sagði í tilkynningu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×