Erlent

Minni vindur í LA en óttast hafði verið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Versta ástandið hefur verið í Pacific Palisades hverfinu.
Versta ástandið hefur verið í Pacific Palisades hverfinu. AP Photo/Ethan Swope

Veðurspáin í Los Angeles rættist ekki að fullu í gær og varð vindurinn á svæðinu mun minni en veðurfræðingar höfðu óttast.

 Þetta gaf slökkviliðsmönnum færi á að undirbúa sig enn betur fyrir versnandi aðstæður og til þess að berjast við þá elda sem enn loga nær stjórnlaust á tveimur stöðum í borginni. 

Í tilkynningu frá bandarísku veðurstofunni segir að hættan sé þó ekki liðin hjá, enn sé búist við því að það bæti mjög í vindinn á svæðinu.

Tæplega áttatíu þúsund heimili voru svo án rafmagns í Los Angeles í gær en það hafði verið tekið af til þess að minnka líkurnar á því að eldar kviknuðu.


Tengdar fréttir

Búa sig undir það versta

Íbúar í Los Angeles í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að vindurinn fari að blása á ný þannig að gróðureldarnir sem enn brenna sæki í sig veðrið.

Að minnsta kosti 24 látnir

Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir.

Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles

Heitur og þurr vindurinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles á að magnast aftur eftir svikalogn um helgina. Santa Ana-vindarnir svonefndu eru af sama meiði og hnjúkaþeyrinn sem Norðlendingar njóta góðs af í suðlægum vindáttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×