97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2025 08:39 Viðmælendur BBC segja íbúa Gasa hvergi óhulta. Getty/Anadolu/Abed Rahim Rannsókn BBC hefur leitt í ljós að á síðustu sjö mánuðum hafa 97 árásir átt sér stað á svæði á Gasa sem skilgreint var af Ísraelsher sem mannúðarsvæði. Hefur fólk verið hvatt til að leita þangað öryggis síns vegna. Svæðið var fyrst skilgreint af hernum þegar hann hóf aðgerðir sínar í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Svæðið var stækkað töluvert 6. maí 2024 og náði þá einnig yfir borgirnar Khan Younis og Deir al-Balah. Talið er að um milljón manns dvelji á svæðinu, margir í tjöldum. Innviðir eru takmarkaðir og sömuleiðis aðgengi að neyðaraðstoð. BBC segist ekki geta fullyrt að allar árásirnar hafi verið af hálfu Ísraelshers en herinn hefur aðeins gengist við 28 árásum frá 6. maí síðastliðnum. Herinn segist aðeins hafa staðið í aðgerðum á umræddu svæði til að ná til hryðjuverkamanna sem skýli sér á bak við almenna borgara. Samkvæmt BBC hafa um það bil 550 látist í árásunum 97. Mannskæðasta árásin átti sér stað 13. júlí síðastliðinn, þegar 90 létu lífið, þeirra á meðal Mohammed Deif, sem er sagður hafa verið einn skipuleggjenda árásanna 7. október 2023. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum að sprengingar á svæðinu séu daglegt brauð og þá breytist skilgreiningar á hinu „örugga svæði“ dag frá degi, í takt við nýjustu rýmingartilskipanir. Þannig sé í raun ekkert svæði á Gasa „öruggt“ og íbúar hvergi óhultir. Hér má finna umfjöllun BBC. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Svæðið var fyrst skilgreint af hernum þegar hann hóf aðgerðir sínar í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Svæðið var stækkað töluvert 6. maí 2024 og náði þá einnig yfir borgirnar Khan Younis og Deir al-Balah. Talið er að um milljón manns dvelji á svæðinu, margir í tjöldum. Innviðir eru takmarkaðir og sömuleiðis aðgengi að neyðaraðstoð. BBC segist ekki geta fullyrt að allar árásirnar hafi verið af hálfu Ísraelshers en herinn hefur aðeins gengist við 28 árásum frá 6. maí síðastliðnum. Herinn segist aðeins hafa staðið í aðgerðum á umræddu svæði til að ná til hryðjuverkamanna sem skýli sér á bak við almenna borgara. Samkvæmt BBC hafa um það bil 550 látist í árásunum 97. Mannskæðasta árásin átti sér stað 13. júlí síðastliðinn, þegar 90 létu lífið, þeirra á meðal Mohammed Deif, sem er sagður hafa verið einn skipuleggjenda árásanna 7. október 2023. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum að sprengingar á svæðinu séu daglegt brauð og þá breytist skilgreiningar á hinu „örugga svæði“ dag frá degi, í takt við nýjustu rýmingartilskipanir. Þannig sé í raun ekkert svæði á Gasa „öruggt“ og íbúar hvergi óhultir. Hér má finna umfjöllun BBC.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira