„Fann að það héldu allir með okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 16:03 Gleði Þórsara var ósvikin eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitilinn var í höfn, Þorlákshöfn. Stöð 2 Sport Fyrir tæpum fjórum árum vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta og jafnframt einn óvæntasta Íslandsmeistaratitil í sögu körfuboltans hér á landi. Heimir Snær Heimisson, stuðningsmaður liðsins, var að sjálfsögðu fenginn til að rifja upp sigurstundina þegar hann mætti í Körfuboltakvöld Extra í gærkvöld. Heimir ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Tómas Steindórsson í þættinum í gær, um þá óhemju miklu gleði sem braust út vorið 2021 þegar Þór vann Keflavík í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er vídjó af mér þar sem við Heisi [Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi] erum að knúsast og ég brotna niður í örmunum á honum,“ segir Heimir en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: KBK Extra - Heimir rifjaði upp titilinn óvænta „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei geta lýst. Við bjuggumst ekkert við þessu. Keflavík átti bara að hlaupa í burtu með titilinn. Það bjuggust allir við því, þeir líka. Maður fann líka að það héldu allir með okkur – allir nema Keflvíkingar,“ bætir Heimir við. Hann segir titilinn hafa verið enn sætari í ljósi þess hve margir uppaldir Þorlákshafnarbúar voru í liðinu: „Þetta lið var svo mikið byggt upp á okkar strákum. Þarna erum við bara með Drungilas, Larry Thomas og Callum Lawson. Restin eru Þorlákshafnarbúar. Það er rosalega fallegt líka.“ Þjálfari Þórs þá og nú er reyndar ekki heimamaður en það er Lárus Jónsson sem Heimir ræðir um af mikilli aðdáun: „Það ætti að reisa styttu af Lalla. Hann verður aldrei í heitu sæti, því hann gerði þetta fyrir okkur. Enda höfum við alltaf, frá því að hann tók við, verið í topp fjórum eða að daðra við það. Áður en hann kom var Friðrik Ingi með okkur og við vorum að fara að falla.“ Brot úr þættinum má sjá hér að ofan en allur þátturinn er aðgengilegur áskrifendum að Stöð 2 Sport. Þættirnir eru sýndir á þriðjudagskvöldum. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Heimir ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Tómas Steindórsson í þættinum í gær, um þá óhemju miklu gleði sem braust út vorið 2021 þegar Þór vann Keflavík í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er vídjó af mér þar sem við Heisi [Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi] erum að knúsast og ég brotna niður í örmunum á honum,“ segir Heimir en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: KBK Extra - Heimir rifjaði upp titilinn óvænta „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei geta lýst. Við bjuggumst ekkert við þessu. Keflavík átti bara að hlaupa í burtu með titilinn. Það bjuggust allir við því, þeir líka. Maður fann líka að það héldu allir með okkur – allir nema Keflvíkingar,“ bætir Heimir við. Hann segir titilinn hafa verið enn sætari í ljósi þess hve margir uppaldir Þorlákshafnarbúar voru í liðinu: „Þetta lið var svo mikið byggt upp á okkar strákum. Þarna erum við bara með Drungilas, Larry Thomas og Callum Lawson. Restin eru Þorlákshafnarbúar. Það er rosalega fallegt líka.“ Þjálfari Þórs þá og nú er reyndar ekki heimamaður en það er Lárus Jónsson sem Heimir ræðir um af mikilli aðdáun: „Það ætti að reisa styttu af Lalla. Hann verður aldrei í heitu sæti, því hann gerði þetta fyrir okkur. Enda höfum við alltaf, frá því að hann tók við, verið í topp fjórum eða að daðra við það. Áður en hann kom var Friðrik Ingi með okkur og við vorum að fara að falla.“ Brot úr þættinum má sjá hér að ofan en allur þátturinn er aðgengilegur áskrifendum að Stöð 2 Sport. Þættirnir eru sýndir á þriðjudagskvöldum.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira