„Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 09:32 Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. vísir/vilhelm Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha verður í leikmannahópi Grænhöfðaeyja í kvöld er liðið spilar við Ísland í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga hjá honum. Hann var í hópnum, missti sætið en var svo kallaður aftur inn. Klippa: Mikill rússibani síðustu daga „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri. Ég átti að fara heim í morgun en svo komu meiðsli og ég datt því inn. Konan var spennt að fá mig heim en hún verður að bíða aðeins lengur,“ sagði Hafsteinn Óli kátur í Zagreb í gær. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hann viðurkennir að það verði mjög sérstakt að spila við Ísland í kvöld. „Þetta er dálítið sérstakt. Maður er alinn upp við að horfa á þessa stráka í landsliðinu. Ég var að vonast til þess að spila einhvern tímann með Íslandi á stórmóti en ekki hinum megin á vellinum. Þetta verður bara gaman.“ Grænhöfðaeyjar eru ekki með hátt skrifað handboltalið en Hafsteinn Óli segir að liðið sé spennandi. „Þarna eru margir strákar að spila í Evrópu. Þetta er hörkulið og ef allt gengur upp getur þetta lið spilað góðan handbolta,“ segir okkar maður en hvað getur liðið hans gert á þessu móti? „Við höfum engu að tapa gegn Íslandi og Slóveníu en stólum á tvö stig gegn Kúbu í lokin,“ segir Hafsteinn Óli brattur og bætir við að ágætlega gangi þrátt fyrir tungumálaörðugleika. „Ég er ekki byrjaður að læra móðurmálið en nokkrir þarna tala ensku. Nokkrir tala bara portúgölsku og kreólsku en það er bara þýtt fyrir mig. Þetta er fínt.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að og eftir leik.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira