Ný Switch kynnt til leiks Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 13:47 Nýja Switch leikjatölvan. Nintendo Nintendo, japanska tölvuleikjafyrirtækið víðfræga, kynnti í dag nýja leikjatölvu til leiks. Hún kallast Nintendo Switch 2 og á að sjást í hillum verslana einhvern tímann á þessu ári. Forvarsmenn fyrirtækisins hafa heldur ekki sagt hvað leikjatölvan muni kosta. Samkvæmt Verge er þó ljóst að eigendur muni geta spilað einhverja gamla leiki í nýju tölvunni. Frekari upplýsingar verða veittar á kynningu þann 2. apríl. Nintendo hefur birt stiklu sem sýnir útlit tölvunnar. Í stiklunni má sjá vísbendingar um nýjan Mario Kart leik, sem er meðal vinsælustu leikjum upprunalegu tölvunnar. Undanfarna mánuði hafa hvísl um nýja Switch heyrst nokkuð víða og oft. Upprunalega tölvan var fyrst gefin út á heimsvísu snemma árs 2017 og hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir nýrri Switch. Sjá einnig: Íslendingar biðu í frostinu í nótt eftir Nintendo Switch Switch er í raun leikja-spjaldtölva sem einnig er hægt að tengja við sjónvarp. Nýja tölvan er mjög svipuð þeirri fyrri en hún er aðeins stærri og virðist sem stýripinnarnir festist við hana með seglum. Leikjavísir Tækni Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Forvarsmenn fyrirtækisins hafa heldur ekki sagt hvað leikjatölvan muni kosta. Samkvæmt Verge er þó ljóst að eigendur muni geta spilað einhverja gamla leiki í nýju tölvunni. Frekari upplýsingar verða veittar á kynningu þann 2. apríl. Nintendo hefur birt stiklu sem sýnir útlit tölvunnar. Í stiklunni má sjá vísbendingar um nýjan Mario Kart leik, sem er meðal vinsælustu leikjum upprunalegu tölvunnar. Undanfarna mánuði hafa hvísl um nýja Switch heyrst nokkuð víða og oft. Upprunalega tölvan var fyrst gefin út á heimsvísu snemma árs 2017 og hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir nýrri Switch. Sjá einnig: Íslendingar biðu í frostinu í nótt eftir Nintendo Switch Switch er í raun leikja-spjaldtölva sem einnig er hægt að tengja við sjónvarp. Nýja tölvan er mjög svipuð þeirri fyrri en hún er aðeins stærri og virðist sem stýripinnarnir festist við hana með seglum.
Leikjavísir Tækni Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira