„Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. janúar 2025 22:49 Evans Ganapamo var frábær í kvöld S2 Sport Njarðvík tók á móti Keflavík í IceMar-höllinni í Njarðvík í kvöld þegar fjórtánda umferð Bónus deild karla fór fram. Það má alltaf gera ráð fyrir hörku leikjum þegar þessi lið mætast og leikurinn í kvöld var það enginn undantekning. Njarðvíkingar höfðu betur í miklum baráttuleik 107-98. „Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var sjóðheitur í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo. Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
„Þetta var klárlega stór sigur fyrir okkur og liðssigur. Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum í kvöld,“ sagði Evans Ganapamo leikmaður Njarðvíkur sem var sjóðheitur í kvöld. Leikur þessara nágranna liða hefur í gegnum tíðina verið kallaður „El clasico“ og það var pökkuð stúkan í kvöld. „Tilfinningin fyrir leikinn var frábær, við sáum alla stuðningsmennina í stúkunni, við erum í þessu fyrir þá og ég er mjög ánægður að sjá fullt hús. Stemningin og andrúmsloftið hjálpaði okkur að eiga góðan leik í kvöld,“ sagði Ganapamo. Evans Ganapamo átti stórleik í kvöld og skoraði 44 stig til að hjálpa sínu liði að landa sigrinum í kvöld. „Ég tók það sem vörnin gaf mér. Mér fannst Rúnar gera frábærlega með að undirbúa okkur í vikunni. Ég gerði það sem ég geri á æfingum og tók skotin sem endaði í 44 stigum,“ sagði Ganapamo. Njarðvík virkaði örlítið vanstillt í upphafi leiks og voru að elta lungað úr fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins. Hvað var það sem Rúnar sagði í hálfleik? „Hann hélt okkur á tánum og lét okkur vita að þetta væri stórt augnablik. Við gætum ekki leyft leiknum að fara frá okkur og það er það sem við gerðum. Fylgdum hans fyrirmælum og það heppnaðist bara vel fyrir okkur,“ sagði Ganapamo. Aðspurður um hversu stór sigur þetta væri var Evans Ganapamo á því að þetta væri stór sigur fyrir liðið. „Þetta er risa sigur og núna erum við búnir að vinna þrjá leiki í röð og á mánudaginn er stór bikarleikur. Þessi sigur gefur okkur klárlega mikið fyrir það og við förum ánægðir inn í það verkefni. Þetta er klárlega stór sigur sér í lagi gegn nágrönnum okkar,“ sagði Ganapamo.
Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira