„Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. janúar 2025 15:01 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson vonast eftir heilsteyptari frammistöðu frá íslenska landsliðinu í handbolta en það sýndi gegn Grænhöfðaeyjum í fyrrakvöld er það mætir Kúbu í kvöld. Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira