Fótbolti

Sex í röð hjá Napólí

Siggeir Ævarsson skrifar
Scott McTominay var á skotskónum í kvöld
Scott McTominay var á skotskónum í kvöld vísir/Getty

Napólí vann dýrmætan sigur í toppbaráttunni í Seríu A í kvöld þegar liðið sótti þrjú stig í greipar Atalanta.

Leikurinn var nokkuð fjörugur en alls litu fimm mörk dagsins ljós. Mateo Retegui kom heimamönnum yfir með þrumufleyg á 16. mínútu en gestirnir frá Napólí jöfnuðu níu mínútum seinna og Scott McTominay kom þeim svo yfir á 40. mínútu með sína fimmta marki í deildinni í vetur.

Ademola Lookman jafnaði leikinn á ný 2-2 með marki á 55. mínútu en það var markahrókurinn Romelu Lukaku sem tryggði Napólí svo sigurinn með marki á 78. mínútu.

Þetta var sjötti sigur Napólí í deildinni í röð og er liðið með sex stiga forskot á toppi deildarinnar en Inter, sem situr í 2. sæti, á tvo leiki til góða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×