Handbolti

Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir hel­víti stífir“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viktor Gísli er klár í slaginn.
Viktor Gísli er klár í slaginn. Vísir/Vilhelm

Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins.

Viktor Gísli var ekki með í fótbolta á æfingu dagsins í Zagreb sökum eymsla í baki. Hann og Bjarki Már Elísson voru þeir einu sem tóku þar ekki þátt en þeir félagar ekki alvarlega meiddir og um varúðarráðstöfun að ræða.

Viktor Gísli rúllaði sig meðan aðrir kepptu í fótbolta.Vísir/Vilhelm

Viktor Gísli kennir sér meins í baki, vegna rúmsins sem hann hefur sofið í á Westin-hótelinu, sem landsliðið gistir á, líkt og sex önnur landslið sem keppa hér í borg.

„Bara bakið á mér út af rúmunum hérna á hótelunum, þau eru svolítið mjúk. Eftir nokkra daga á þessum rúmum er maður með smá í bakinu. Maður er bara að vera skynsamur og vera ekki alltaf með í fótboltanum,“

„Það eru nokkrir búnir að vera í smá veseni með bakið á morgnana, eru helvíti stífir. En við erum að fá yfirdýnur og eitthvað dót til að græja þetta. Þetta verður ekki vandamál,“ segir Viktor Gísli.

Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að neðan.

Klippa: Bakið slappt vegna rúmsins

Tengdar fréttir

Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb

Strákarnir okkar tóku vel á því á æfingu í íþróttahöll liðsins Tresnjevska hér í borg. Þeir búa sig undir fyrstu alvöru prófraun mótsins. Slóvenar bíða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×