Innlent

Rýmingar á Aust­fjörðum, vopna­hlé og dýramessa

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. vísir/vilhelm

Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu. Við rýnum í stöðuna í beinni.

Þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða frelsissviptingu. Vopnahléi var fagnað á Gasasvæðinu í dag.

Móðir drengs, sem sigraðist tvisvar á hvítblæði áður en hann lést aðeins ellefu ára, segir mikilvægt að geyma vel og gleyma aldrei lífsviðhorfi hans og stóru hjarta. Hún vinnur nú að því að gefa út bók um sögu sonarins.

Þá förum við yfir undirbúning fyrir innsetningarathöfn Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna og fylgjumst með sérstakri dýramessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×