Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2025 19:23 Dagurinn var átakanlegur fyrir marga. AP/Oded Balilty Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19
Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01
Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26