Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2025 19:23 Dagurinn var átakanlegur fyrir marga. AP/Oded Balilty Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19
Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01
Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26