Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 19:31 Björgunarsveitir hafa aðstoðað íbúa fyrir austan í dag. Landsbjörg Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna aukinnar snjóflóðahættu. Íbúar hafa tekið ástandinu að æðruleysi segir verkefnastjóri hjá almannavörnum en ástandið hreyfir við mörgum í ljósi sögunnar. Rýmingarsvæðum á Seyðisfirði fjölgar í kvöld en ná að mestu yfir atvinnusvæði. Óvissustig vegna snjóflóðahættu tók gildi á Austfjörðum í hádeginu en þar er spáð mikilli snjókomu til fjalla. Þá tók rýming gildi á nokkrum svæðum klukkan sex í kvöld. Sjá einnig: Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýming á Seyðisfirði nær til atvinnusvæðis við Strandveg og Ránargötu, en nokkrir íbúar þurftu einnig að yfirgefa heimili sín sem eru innan rýmingarsvæðis. Þá var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið um tíma í dag. Í Neskaupstað þurfti að rýma skilgreind atvinnusvæði við Norðfjarðarveg og Nausthvamm en rýmingin nær einnig til 37 heimila í íbúðahverfi þar sem á annað hundrað manns eru skráðir til heimilis. Íbúar þar geta enn leitað í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Viðbótarrýming tekur gildi klukkan 20 Í tilkynningu sem barst frá lögreglu nú í kvöld segir að alls búi um 170 manns á þeim svæðum sem rýmd voru í dag og eru allir komnir í húsaskjól. Þá var tekin ákvörðun um viðbótarrýmingu á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði til viðbótar, reitum SE03, SE04 og SE05, sem sjá má á myndinni hér að neðan í gulu. Um atvinnuhúsnæði er að ræða, meðal annars gistiheimili. Þegar þetta er skrifað stendur stendur rýming yfir og gert er ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Athygli er vakin á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun. „Maður er bara fullur þakklætis fyrir allt þetta öfluga fólk í björgunarsveitunum sem hefur komið í dag, bæði hér í Neskaupsstað og Seyðisfirði, og á fleiri stöðum og aðstoðað,“ segir Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum. Ástandið hreyfir við fólki í ljósi sögunnar Rýming hafi gengið fumlaust fyrir sig í dag og íbúar sýnt aðstæðum skilning. „Það eru auðvitað einhverjir ekki heima og kannski aðrir á svæðinu sem eru ekki skráðir til heimilis. Á Seyðisfirði var þetta minna, þar voru einungis skráðir níu en eru auðvitað miklu færri en þar er verið að rýma stærri svæði sem eru athafnasvæði og það er líka hér í Neskaupstað þannig þetta mun auðvitað hafa áhrif á fyrirtæki og fleira meðan að á þessu stendur,“ segir Jón Björn. Allir íbúar sem þufa að yfirgefa heimili sín ættu að vera komin með húsaskjól.Landsbjörg Hann ítrekar að ekki er um neyðarrýmingu að ræða heldur rýmingu í varúðarskyni af öryggisástæðum. „Margir, og flestir fóru til ættingja og vina og annað slíkt en einhverjir þurftu aðstoð við að finna sér húsnæði og það hefur verið leyst úr því í fjöldahjálparstöðinni og eins og staðan er núna þá eiga allir að vera komnir í hús,“ segir Jón Björn. Gengið er út frá því að rýming verði í gildi í mesta lagi í tvær nætur, fram á þriðjudag. „Auðvitað veit ég að þetta hreyfir við mörgum eftir bæði eftir rýmingarnar 2023 og flóðin. Og rétt fyrir jól, 20. Desember voru 50 ár liðin frá stóru snjóflóðunum 1974, auðvitað höfum verið að minnast þessa hræðilega viðburðar í Súðavík og auðvitað veit ég að þetta hefur allt áhrif á fólk. En stóra málið er að fólk tekur þessu af æðruleysi og það er svo mikilvægt,“ segir Jón. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Óvissustig vegna snjóflóðahættu tók gildi á Austfjörðum í hádeginu en þar er spáð mikilli snjókomu til fjalla. Þá tók rýming gildi á nokkrum svæðum klukkan sex í kvöld. Sjá einnig: Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýming á Seyðisfirði nær til atvinnusvæðis við Strandveg og Ránargötu, en nokkrir íbúar þurftu einnig að yfirgefa heimili sín sem eru innan rýmingarsvæðis. Þá var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið um tíma í dag. Í Neskaupstað þurfti að rýma skilgreind atvinnusvæði við Norðfjarðarveg og Nausthvamm en rýmingin nær einnig til 37 heimila í íbúðahverfi þar sem á annað hundrað manns eru skráðir til heimilis. Íbúar þar geta enn leitað í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Viðbótarrýming tekur gildi klukkan 20 Í tilkynningu sem barst frá lögreglu nú í kvöld segir að alls búi um 170 manns á þeim svæðum sem rýmd voru í dag og eru allir komnir í húsaskjól. Þá var tekin ákvörðun um viðbótarrýmingu á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði til viðbótar, reitum SE03, SE04 og SE05, sem sjá má á myndinni hér að neðan í gulu. Um atvinnuhúsnæði er að ræða, meðal annars gistiheimili. Þegar þetta er skrifað stendur stendur rýming yfir og gert er ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Athygli er vakin á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun. „Maður er bara fullur þakklætis fyrir allt þetta öfluga fólk í björgunarsveitunum sem hefur komið í dag, bæði hér í Neskaupsstað og Seyðisfirði, og á fleiri stöðum og aðstoðað,“ segir Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum. Ástandið hreyfir við fólki í ljósi sögunnar Rýming hafi gengið fumlaust fyrir sig í dag og íbúar sýnt aðstæðum skilning. „Það eru auðvitað einhverjir ekki heima og kannski aðrir á svæðinu sem eru ekki skráðir til heimilis. Á Seyðisfirði var þetta minna, þar voru einungis skráðir níu en eru auðvitað miklu færri en þar er verið að rýma stærri svæði sem eru athafnasvæði og það er líka hér í Neskaupstað þannig þetta mun auðvitað hafa áhrif á fyrirtæki og fleira meðan að á þessu stendur,“ segir Jón Björn. Allir íbúar sem þufa að yfirgefa heimili sín ættu að vera komin með húsaskjól.Landsbjörg Hann ítrekar að ekki er um neyðarrýmingu að ræða heldur rýmingu í varúðarskyni af öryggisástæðum. „Margir, og flestir fóru til ættingja og vina og annað slíkt en einhverjir þurftu aðstoð við að finna sér húsnæði og það hefur verið leyst úr því í fjöldahjálparstöðinni og eins og staðan er núna þá eiga allir að vera komnir í hús,“ segir Jón Björn. Gengið er út frá því að rýming verði í gildi í mesta lagi í tvær nætur, fram á þriðjudag. „Auðvitað veit ég að þetta hreyfir við mörgum eftir bæði eftir rýmingarnar 2023 og flóðin. Og rétt fyrir jól, 20. Desember voru 50 ár liðin frá stóru snjóflóðunum 1974, auðvitað höfum verið að minnast þessa hræðilega viðburðar í Súðavík og auðvitað veit ég að þetta hefur allt áhrif á fólk. En stóra málið er að fólk tekur þessu af æðruleysi og það er svo mikilvægt,“ segir Jón.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira