Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2025 19:32 Aron þurfti að þola svekkjandi tap í kvöld. Hann segir möguleika Íslands velta mikið á úrslitum gegn Slóveníu. TF-Images/TF-Images via Getty Images „Þetta er auðvitað bara svekkelsi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, eftir naumt 26-25 tap hans manna fyrir Argentínu í H-riðli HM karla í handbolta í Zagreb. Argentína leiddi lengi vel og með töluverða forystu. Sterkur lokakafli Bareina var nálægt því að skila liðinu jafntefli eða sigri sem hefði dugað þeim í milliriðil Íslands á kostnað Argentínumanna. Eins marks tap niðurstaðan og Bareinar því á leið til Porec í Forsetabikarinn. „Það sem skipti mestu máli í þessu öllu saman voru þessir tæknifeilar. Við erum að henda boltanum frá okkur hvað eftir annað, mjög einfaldlega. Á línumann sem var ekki frír, hvað eftir annað, tveggja metra sendingar manna á milli. Ég verð að segja það var eiginlega ótrúlegt hvað við vorum nálægt því að komast áfram með svona marga tæknifeila í svona leik,“ „Það munaði litlu, jafntefli hefði verið nóg fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur morgundagsins skipti öllu fyrir Ísland Aðspurður um hvort hann hafi fylgst með íslenska liðinu hér í borg segir Aron: „Alltof lítið. Maður hefur verið á fullu að vinna og undirbúa sig. En við erum með frábært lið, hins vegar, mér finnst vera góður andi í liðinu og finnst menn fullir huga að ætla að gera gott mót. Mér líst bara vel á þetta.“ Ísland hefur unnið fyrstu tvo leikina við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, lið sem Slóvenar hafa einnig unnið, og ljóst að liðið sem vinnur leik Íslands og Slóveníu annað kvöld kemst í góða stöðu fyrir milliriðilinn. „Það er algjör lykilleikur upp á framhaldið. Við þurfum að vinna þann leik til að eiga von á átta liða úrslitum. En við skulum átta okkur á því að Slóvenar eru með mjög gott lið, klóka og reynda leikmenn, en mér finnst við vera aðeins betri í dag. Þeir eiga til að vera svolítið upp og niður. Þeir voru frábærir á ÓL en kannski ekki verið eins sterkir í aðdraganda þessa móts. Það er kannski erfitt að meta þá frá fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Aron. Viðtalið má sjá að ofan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Argentína leiddi lengi vel og með töluverða forystu. Sterkur lokakafli Bareina var nálægt því að skila liðinu jafntefli eða sigri sem hefði dugað þeim í milliriðil Íslands á kostnað Argentínumanna. Eins marks tap niðurstaðan og Bareinar því á leið til Porec í Forsetabikarinn. „Það sem skipti mestu máli í þessu öllu saman voru þessir tæknifeilar. Við erum að henda boltanum frá okkur hvað eftir annað, mjög einfaldlega. Á línumann sem var ekki frír, hvað eftir annað, tveggja metra sendingar manna á milli. Ég verð að segja það var eiginlega ótrúlegt hvað við vorum nálægt því að komast áfram með svona marga tæknifeila í svona leik,“ „Það munaði litlu, jafntefli hefði verið nóg fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur morgundagsins skipti öllu fyrir Ísland Aðspurður um hvort hann hafi fylgst með íslenska liðinu hér í borg segir Aron: „Alltof lítið. Maður hefur verið á fullu að vinna og undirbúa sig. En við erum með frábært lið, hins vegar, mér finnst vera góður andi í liðinu og finnst menn fullir huga að ætla að gera gott mót. Mér líst bara vel á þetta.“ Ísland hefur unnið fyrstu tvo leikina við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, lið sem Slóvenar hafa einnig unnið, og ljóst að liðið sem vinnur leik Íslands og Slóveníu annað kvöld kemst í góða stöðu fyrir milliriðilinn. „Það er algjör lykilleikur upp á framhaldið. Við þurfum að vinna þann leik til að eiga von á átta liða úrslitum. En við skulum átta okkur á því að Slóvenar eru með mjög gott lið, klóka og reynda leikmenn, en mér finnst við vera aðeins betri í dag. Þeir eiga til að vera svolítið upp og niður. Þeir voru frábærir á ÓL en kannski ekki verið eins sterkir í aðdraganda þessa móts. Það er kannski erfitt að meta þá frá fyrstu tveimur leikjunum,“ segir Aron. Viðtalið má sjá að ofan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða