Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 12:18 Frá Seyðisfirði í snjóflóðunum árið 2023. Vísir/Sigurjón Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa. Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira