Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. janúar 2025 19:21 Donald Trump hélt innsetningarræðu forseta innandyra. AP Photo/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, fór yfir víðan völl í innsetningarræðu sinni. Hann hrósaði bandarísku þjóðinni ítrekað og tilkynnti einnig ýmsar breytingar sem hann hyggst framkvæma. „Frá deginum í dag munum við blómstra og vera virt aftur út um allan heim, við verðum öfunduð af hverri þjóð og við munum ekki láta stjórna okkur. Hvern einasta dag við stjórnvölinn mun ég setja Bandaríkin fyrst.“ Svona hóf Donald Trump innsetningarræðu sína. Donald Trump sór í dag embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. Hann hyggst skrifa undir metfjölda forsetatilskipana í dag. Í byrjun ræðunnar málaði hann mynd af framtíðinni í Bandaríkjunum sem sterkari, æðri og einstakari heldur en nokkrun tímann áður. Því næst snéri hann sér að gjörðum stjórnar Joe Biden, fráfarandi forseta, og gagnrýndi þær harðlega. „Við vorum með ríkisstjórn sem gat ekki stjórnað einföldum erfiðleikum heima fyrir, og á sama tíma stóð ekki í fæturna í áframhaldandi skelfilegum atburðum erlendis,“ sagði hann. „Þau ná ekki að vernda stórkostlega löghlýðna bandaríska borgara, en veita hættulegum glæpamönnum griðarstað og vernd, margir úr fangelsum og geðheilbrigðisstofnunum sem hafa farið ólöglega inn í land okkar alls staðar að úr heiminum.“ Þá minntist hann á hvirfilbylinn sem skók Florída-ríki og nágrenni í október síðastliðnum ásamt gróðureldunum í Kaliforníu-ríki. „Eða nýlegra, Los Angeles þar sem við eru enn að horfa á hörmulega elda brenna. Frá því fyrir nokkrum vikum, án nokkurs marks um vörn, dreifast þeir í gegnum hús og samfélög og höfðu jafnvel áhrif á suma auðmenn og valdamestu einstaklinga landsins. Sumir þeirra sitja hér núna. Þeir eiga ekki heimili lengur. Þetta er áhugavert. Við getum ekki látið þetta gerast,“ sagði Trump. „Undanfarin átta ár hef ég verið prófaður og skorað meira á mig en nokkur forseti í 205 ára sögu okkar. Og ég hef lært mikið á leiðinni. Ferðalagið að endurheimta lýðveldið okkar hefur ekki verið auðvelt get ég sagt ykkur. Þeir sem vilja stöðva málstað okkar hafa reynt að taka frelsi mitt og raunar lífið mitt. Fyrir örfáum mánuðum síðan á fallegum bletti í Pennsylvaníu fór kúla morðingja í gegnum eyrað mitt en ég fann og trúi því jafnvel meira núna að lífi mínu hafi verið bjargað, því var bjargað af Guði til að gera Bandaríkin frábær aftur.“ Við þessi orð uppskar Trump standandi lófaklapp. Slagorð Trump er „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ eða „Make America great again.“AP Photo/Morry Gash „Það er mín von að nýliðnum forsetakosningum verði minnst sem þeim bestu og áhrifamestu kosningum í sögu landsins okkar,“ sagði Trump. Hann þakkaði þá sérstaklega afrískum amerískum og rómönskum samfélögum fyrir atkvæði sín. Trump sagðist hafa heyrt raddir þeirra í kosningabaráttunni og hlakkaði til að vinna með þessum samfélögum. Aðeins tvö kyn samkvæmt bandarískum stjórnvöldum Trump fór einnig yfir hvað hann vildi gera í ræðu sinni en til stendur að hann undirriti metfjölda forsetatilskipana í dag. Fyrst og fremst ætlar hann að lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Öll ólögleg innkoma verður tafarlaust stöðvuð,“ sagði hann. Þá ætlar Trump að senda metfjölda innflytjenda úr landi. Trump taldi upp mörg markmið, svo sem að taka á glæpum og glæpasamtökum í landinu, lækka verðbólguna í samstarfi með ráðherrum sínum og lýsa yfir neyðarástandi í orkumálum á landsvísu. Hann vill þá auka olíuframleiðslu í landinu. „Borum, elskan, borum,“ sagði Trump. Orkuna á að selja úr landi og segir hann Bandaríkin verði rík þjóð vegna fljótandi gulls sem er undir fótum þeirra. „Þá mun ég skrifa undir framkvæmdaskipun til að enda alla ritskoðun stjórnvalda og koma málfrelsinu aftur til Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Aldrei muni ríkið vera notað til að ofsækja pólitíska andstæðinga. „Eitthvað sem ég þekki,“ sagði hann. Þá lýsti hann því yfir að formleg stefna bandarískra stjórnvalda væri sú að einungis tvö kyn væru til, karl og kona. Við þessa yfirlýsingu hlaut hann standandi lófaklapp frá viðstöddum, frátöldum fráfarandi forseta og fylgdarliði hans. Trump snéri máli sínu að hernum. Hann sagðist ætla að undirrita tilskipun um að herinn þyrfti ekki að verða fyrir róttækum stjórnmálakenningum og tilraunum á meðan þeir séu á vakt. Hermenn ættu einungis að einbeita sér að því að sigra óvini Bandaríkjanna. Þá lýsti því yfir að þau myndu búa til sterkasta her sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Þá stendur Trump við fyrri ummæli sín að hann vilji breyta nafni Mexíkóflóa í Bandaríkjaflóa. Hann einnig sagði það mistök að Bandaríkjamenn hafi afhent Panama Panama-skurðinn. Gjöfin sé slæm og þar sem að Kínverjar reki skurðinn nú ættu Bandaríkjamenn að taka skurðinn til baka. Þá vill hann einnig að fána Bandaríkjanna verði komið fyrir á plánetunni Mars. Trump sagði að eftir forsetatíðina vilji hann að þjóðin muni eftir honum sem friðarsinna og sameiningartákni. „Það er það sem ég vil gera.“ „Frá þessum degi verða Bandaríkin frjáls og sjálfstæði þjóð, við munum standa hugrökk, við munum lifa stolt og leyfa okkur að dreyma djarflega og ekkert mun standa í vegi fyrir okkur vegna þess að við erum Bandaríkjamenn, framtíðin er okkar og gullöldin er rétt að byrja,“ sagði Trump í lok ræðu sinnar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
„Frá deginum í dag munum við blómstra og vera virt aftur út um allan heim, við verðum öfunduð af hverri þjóð og við munum ekki láta stjórna okkur. Hvern einasta dag við stjórnvölinn mun ég setja Bandaríkin fyrst.“ Svona hóf Donald Trump innsetningarræðu sína. Donald Trump sór í dag embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna. Hann hyggst skrifa undir metfjölda forsetatilskipana í dag. Í byrjun ræðunnar málaði hann mynd af framtíðinni í Bandaríkjunum sem sterkari, æðri og einstakari heldur en nokkrun tímann áður. Því næst snéri hann sér að gjörðum stjórnar Joe Biden, fráfarandi forseta, og gagnrýndi þær harðlega. „Við vorum með ríkisstjórn sem gat ekki stjórnað einföldum erfiðleikum heima fyrir, og á sama tíma stóð ekki í fæturna í áframhaldandi skelfilegum atburðum erlendis,“ sagði hann. „Þau ná ekki að vernda stórkostlega löghlýðna bandaríska borgara, en veita hættulegum glæpamönnum griðarstað og vernd, margir úr fangelsum og geðheilbrigðisstofnunum sem hafa farið ólöglega inn í land okkar alls staðar að úr heiminum.“ Þá minntist hann á hvirfilbylinn sem skók Florída-ríki og nágrenni í október síðastliðnum ásamt gróðureldunum í Kaliforníu-ríki. „Eða nýlegra, Los Angeles þar sem við eru enn að horfa á hörmulega elda brenna. Frá því fyrir nokkrum vikum, án nokkurs marks um vörn, dreifast þeir í gegnum hús og samfélög og höfðu jafnvel áhrif á suma auðmenn og valdamestu einstaklinga landsins. Sumir þeirra sitja hér núna. Þeir eiga ekki heimili lengur. Þetta er áhugavert. Við getum ekki látið þetta gerast,“ sagði Trump. „Undanfarin átta ár hef ég verið prófaður og skorað meira á mig en nokkur forseti í 205 ára sögu okkar. Og ég hef lært mikið á leiðinni. Ferðalagið að endurheimta lýðveldið okkar hefur ekki verið auðvelt get ég sagt ykkur. Þeir sem vilja stöðva málstað okkar hafa reynt að taka frelsi mitt og raunar lífið mitt. Fyrir örfáum mánuðum síðan á fallegum bletti í Pennsylvaníu fór kúla morðingja í gegnum eyrað mitt en ég fann og trúi því jafnvel meira núna að lífi mínu hafi verið bjargað, því var bjargað af Guði til að gera Bandaríkin frábær aftur.“ Við þessi orð uppskar Trump standandi lófaklapp. Slagorð Trump er „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ eða „Make America great again.“AP Photo/Morry Gash „Það er mín von að nýliðnum forsetakosningum verði minnst sem þeim bestu og áhrifamestu kosningum í sögu landsins okkar,“ sagði Trump. Hann þakkaði þá sérstaklega afrískum amerískum og rómönskum samfélögum fyrir atkvæði sín. Trump sagðist hafa heyrt raddir þeirra í kosningabaráttunni og hlakkaði til að vinna með þessum samfélögum. Aðeins tvö kyn samkvæmt bandarískum stjórnvöldum Trump fór einnig yfir hvað hann vildi gera í ræðu sinni en til stendur að hann undirriti metfjölda forsetatilskipana í dag. Fyrst og fremst ætlar hann að lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Öll ólögleg innkoma verður tafarlaust stöðvuð,“ sagði hann. Þá ætlar Trump að senda metfjölda innflytjenda úr landi. Trump taldi upp mörg markmið, svo sem að taka á glæpum og glæpasamtökum í landinu, lækka verðbólguna í samstarfi með ráðherrum sínum og lýsa yfir neyðarástandi í orkumálum á landsvísu. Hann vill þá auka olíuframleiðslu í landinu. „Borum, elskan, borum,“ sagði Trump. Orkuna á að selja úr landi og segir hann Bandaríkin verði rík þjóð vegna fljótandi gulls sem er undir fótum þeirra. „Þá mun ég skrifa undir framkvæmdaskipun til að enda alla ritskoðun stjórnvalda og koma málfrelsinu aftur til Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Aldrei muni ríkið vera notað til að ofsækja pólitíska andstæðinga. „Eitthvað sem ég þekki,“ sagði hann. Þá lýsti hann því yfir að formleg stefna bandarískra stjórnvalda væri sú að einungis tvö kyn væru til, karl og kona. Við þessa yfirlýsingu hlaut hann standandi lófaklapp frá viðstöddum, frátöldum fráfarandi forseta og fylgdarliði hans. Trump snéri máli sínu að hernum. Hann sagðist ætla að undirrita tilskipun um að herinn þyrfti ekki að verða fyrir róttækum stjórnmálakenningum og tilraunum á meðan þeir séu á vakt. Hermenn ættu einungis að einbeita sér að því að sigra óvini Bandaríkjanna. Þá lýsti því yfir að þau myndu búa til sterkasta her sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Þá stendur Trump við fyrri ummæli sín að hann vilji breyta nafni Mexíkóflóa í Bandaríkjaflóa. Hann einnig sagði það mistök að Bandaríkjamenn hafi afhent Panama Panama-skurðinn. Gjöfin sé slæm og þar sem að Kínverjar reki skurðinn nú ættu Bandaríkjamenn að taka skurðinn til baka. Þá vill hann einnig að fána Bandaríkjanna verði komið fyrir á plánetunni Mars. Trump sagði að eftir forsetatíðina vilji hann að þjóðin muni eftir honum sem friðarsinna og sameiningartákni. „Það er það sem ég vil gera.“ „Frá þessum degi verða Bandaríkin frjáls og sjálfstæði þjóð, við munum standa hugrökk, við munum lifa stolt og leyfa okkur að dreyma djarflega og ekkert mun standa í vegi fyrir okkur vegna þess að við erum Bandaríkjamenn, framtíðin er okkar og gullöldin er rétt að byrja,“ sagði Trump í lok ræðu sinnar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira