Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 20. janúar 2025 22:01 Meðalmanneskjan ver mörgum stundum í snjallsímanum, þar sem ískyggilegar tölur hafa verið nefndar á borð við fjórar klukkustundir á dag eða um níu ár yfir ævina. Í samfélagi sem leggur ofuráherslu á hámörkun afkasta, líður manni heldur betur sem misheppnuðu eintaki við að verja klukkustundum saman í tilgangslausu skrolli sem skilar engu nýju, spennandi eða nytsamlegu inn í lífið. Áramótaheitin um að gera eitthvað gagn og nýta tímann betur hafa ár eftir ár verið aðalmarkmiðið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit gengur oft erfiðlega að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Útgáfan sem les fræðandi bækur á kvöldin í stað þess að þreyta augun með klukkustunda hámhorfi um ævintýri uppvakninga eða lausn á breskum ráðgátum í sveitinni. Útgáfan sem fer snemma að sofa og nær að fara út að hlaupa fyrir vinnu. Útgáfan sem vaknar fersk og úthvíld og er ekkert í líkingu við þá uppvakninga sem fylltu skjáinn kvöldinu áður. Af hverju er svona erfitt að verða besta mögulega útgáfan af sjálfum sér? Mögulega er um að ræða agaleysi þrátt fyrir alla þá eftirlitstækni sem fylgist með árangrinum, eða réttara sagt skorti þar á og öllum skilaboðunum sem þaðan koma og reyna að sníða mig í mitt besta sjálf. Skilaboð frá snjallúrinu sem vekur mig með skilaboðum um að ég hefði geta náð dýpri hvíld í nótt og eigi að reyna að fara fyrr að sofa. Titringur frá sama úri sem segir mér síðar um daginn að ég hafi setið of lengi og eigi að standa upp og ná inn fleiri skrefum. Og síðast en ekki síst Netflix sem reynir og tekst, að innleiða í mig skömm eftir þriggja klukkustunda gláp á uppáhaldsþættinum mínum, þar sem ég hvorki ýtti á pásu né rétti úr mér í þessu þáttamaraþoni og spyr mig: „Ertu enn að horfa“ ? Bestu útgáfuna af sjálfri mér var heldur ekki að finna í kaloríutalningum og brennsluæfingum, þrátt fyrir mikla leit. Vissulega ýtir hreyfing undir hreysti og við fáum þessa jákvæðu endorfín tilfinningu en leiðangurinn við að losna við örfá en þó böggandi „aukakíló“ eru að mínu mati ekki leiðin að því besta sem hægt er að verða. Mögulega mjórri en líklegast pirraðri. Skömmin við að „eyða tíma“ í eitthvað ógagnlegt eða að vera ekki nógu góð, er heldur ekki leiðin til þess að ná að verða besta útgáfan af sjálfum sér, sjálfsaginn er ekki lausnin fram á við. Sparnaður þar sem þú skerð niður hvern óþarfa hlut og hverja óþarfa hitaeiningu í formi kökusneiðar sem kostar 1100 krónur á kaffihúsi, er heldur ekki leiðin að bestun sjálfsins. En hvað er það þá? Þær fjórar leiðir sem við þurfum að eiga aðgang að til að vera raunverulega við sjálf og til að líða vel í eigin skinni eru: Húsnæði, heilbrigði, hamingja og hærri tekjur. Þó svo að tekjurnar skili ekki hamingju, þá tryggja þær mat út mánuðinn, þær tryggja líf sem er uppfullt af ánægjulegum menningarstundum, í leikhúsum, tónleikum og á ferðalögum. Aðgengi að slíku vinnur gegn streitu, stuðlar að ánægju og ýtir undir fleiri hamingjustundir. Ef þú persónlega þarft ekki á hærri tekjum að halda þá er samt sem áður ljóst að þörf er á hærri tekjum inn í ríkissjóð svo að hægt sé að fara í langþráða uppbygginu á því sem þörf er á svo að hér þrífist raunverulegt velferðarsamfélag, þar sem allir fá að njóta bestu útgáfunnar af sér. Augljóst er að þær tekjur þurfa að koma frá þeim ríkustu sem greiða ekki sanngjarnan skerf í sameiginlega sjóði. Þeim sem leggja sífellt hærri upphæðir inn á sístækkandi bankareikning á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Öruggt húsnæði er ein leiðin til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Útgáfa sem er ekki axlastirður kvíðabolti sem ber áhyggjur um yfirvofandi og líklegar leiguhækkanir á herðum sér. Besta útgáfan af þér er ekki líkleg til þess að koma fram ef hún er dempuð í þröngbýli leigurýmis með allt of mörgum meðleigjendum sem jú lækka leiguverðið en minnka líka rýmið sem er til staðar á heimilinu til að lifa sínu persónulegu lífi. Leiðin að öruggu húsnæði er mörgum ekki greið þar sem þau sem allt hafa og eiga allt hamstra heimilum í sinni gróðafíkn. Heilbrigði er önnur leið til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Skrifar konan með dúndrandi mígrenið og veltir því fyrir sér hvort að tíðir flutningar, svengd á barnsárum samhliða vantrausti á kerfið hafi kennt taugakerfinu hennar að sjá hættu í hverju horni og þar með fá mígreniskast við minnsta mögulega tilfelli einhvers utanaðkomandi lífsáreitis. Húsnæðismál eru heilbrigðismál og húsnæðismál eru geðheilbrigðismál. Besta útgáfan af þér nærist ekki í mygluðu húsnæði, í sambýli við maka sem beitir ofbeldi eða í gluggalausu herbergi í rými sem er ekki hugsað til búsetu en var það ódýrasta sem fannst. Hamingja; það að upplifa gleði, ánægju og velferð er líklegri til að vera viðvarandi þegar við höfum tryggan grunn í okkar lífi: Heimili sem við getum kallað okkar og þar sem okkur líður vel, góðan og nærandi mat út mánuðinn og það að lifa laus við álagstengt óheilbrigði. Besta útgáfan af okkur hlýtur að vera þegar við búum við þær aðstæður að vera nærð, úthvíld, fáum tíma til að leggja stund á það sem veitir okkur ánægju í stað þess að slíta okkur út í vinnu til að eiga fyrir nauðsynjum. Það er við þær kringumstæður sem það besta í okkur kemur fram. Hugleiðingar Sósíalistans sem er alltaf að reyna að verða betri en slaka aðeins á sjálfsefanum og missa ekki fókusinn á hið stærra samfélagslega samhengi sem mótar okkur öll. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Heilbrigðismál Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Meðalmanneskjan ver mörgum stundum í snjallsímanum, þar sem ískyggilegar tölur hafa verið nefndar á borð við fjórar klukkustundir á dag eða um níu ár yfir ævina. Í samfélagi sem leggur ofuráherslu á hámörkun afkasta, líður manni heldur betur sem misheppnuðu eintaki við að verja klukkustundum saman í tilgangslausu skrolli sem skilar engu nýju, spennandi eða nytsamlegu inn í lífið. Áramótaheitin um að gera eitthvað gagn og nýta tímann betur hafa ár eftir ár verið aðalmarkmiðið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit gengur oft erfiðlega að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Útgáfan sem les fræðandi bækur á kvöldin í stað þess að þreyta augun með klukkustunda hámhorfi um ævintýri uppvakninga eða lausn á breskum ráðgátum í sveitinni. Útgáfan sem fer snemma að sofa og nær að fara út að hlaupa fyrir vinnu. Útgáfan sem vaknar fersk og úthvíld og er ekkert í líkingu við þá uppvakninga sem fylltu skjáinn kvöldinu áður. Af hverju er svona erfitt að verða besta mögulega útgáfan af sjálfum sér? Mögulega er um að ræða agaleysi þrátt fyrir alla þá eftirlitstækni sem fylgist með árangrinum, eða réttara sagt skorti þar á og öllum skilaboðunum sem þaðan koma og reyna að sníða mig í mitt besta sjálf. Skilaboð frá snjallúrinu sem vekur mig með skilaboðum um að ég hefði geta náð dýpri hvíld í nótt og eigi að reyna að fara fyrr að sofa. Titringur frá sama úri sem segir mér síðar um daginn að ég hafi setið of lengi og eigi að standa upp og ná inn fleiri skrefum. Og síðast en ekki síst Netflix sem reynir og tekst, að innleiða í mig skömm eftir þriggja klukkustunda gláp á uppáhaldsþættinum mínum, þar sem ég hvorki ýtti á pásu né rétti úr mér í þessu þáttamaraþoni og spyr mig: „Ertu enn að horfa“ ? Bestu útgáfuna af sjálfri mér var heldur ekki að finna í kaloríutalningum og brennsluæfingum, þrátt fyrir mikla leit. Vissulega ýtir hreyfing undir hreysti og við fáum þessa jákvæðu endorfín tilfinningu en leiðangurinn við að losna við örfá en þó böggandi „aukakíló“ eru að mínu mati ekki leiðin að því besta sem hægt er að verða. Mögulega mjórri en líklegast pirraðri. Skömmin við að „eyða tíma“ í eitthvað ógagnlegt eða að vera ekki nógu góð, er heldur ekki leiðin til þess að ná að verða besta útgáfan af sjálfum sér, sjálfsaginn er ekki lausnin fram á við. Sparnaður þar sem þú skerð niður hvern óþarfa hlut og hverja óþarfa hitaeiningu í formi kökusneiðar sem kostar 1100 krónur á kaffihúsi, er heldur ekki leiðin að bestun sjálfsins. En hvað er það þá? Þær fjórar leiðir sem við þurfum að eiga aðgang að til að vera raunverulega við sjálf og til að líða vel í eigin skinni eru: Húsnæði, heilbrigði, hamingja og hærri tekjur. Þó svo að tekjurnar skili ekki hamingju, þá tryggja þær mat út mánuðinn, þær tryggja líf sem er uppfullt af ánægjulegum menningarstundum, í leikhúsum, tónleikum og á ferðalögum. Aðgengi að slíku vinnur gegn streitu, stuðlar að ánægju og ýtir undir fleiri hamingjustundir. Ef þú persónlega þarft ekki á hærri tekjum að halda þá er samt sem áður ljóst að þörf er á hærri tekjum inn í ríkissjóð svo að hægt sé að fara í langþráða uppbygginu á því sem þörf er á svo að hér þrífist raunverulegt velferðarsamfélag, þar sem allir fá að njóta bestu útgáfunnar af sér. Augljóst er að þær tekjur þurfa að koma frá þeim ríkustu sem greiða ekki sanngjarnan skerf í sameiginlega sjóði. Þeim sem leggja sífellt hærri upphæðir inn á sístækkandi bankareikning á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Öruggt húsnæði er ein leiðin til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Útgáfa sem er ekki axlastirður kvíðabolti sem ber áhyggjur um yfirvofandi og líklegar leiguhækkanir á herðum sér. Besta útgáfan af þér er ekki líkleg til þess að koma fram ef hún er dempuð í þröngbýli leigurýmis með allt of mörgum meðleigjendum sem jú lækka leiguverðið en minnka líka rýmið sem er til staðar á heimilinu til að lifa sínu persónulegu lífi. Leiðin að öruggu húsnæði er mörgum ekki greið þar sem þau sem allt hafa og eiga allt hamstra heimilum í sinni gróðafíkn. Heilbrigði er önnur leið til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Skrifar konan með dúndrandi mígrenið og veltir því fyrir sér hvort að tíðir flutningar, svengd á barnsárum samhliða vantrausti á kerfið hafi kennt taugakerfinu hennar að sjá hættu í hverju horni og þar með fá mígreniskast við minnsta mögulega tilfelli einhvers utanaðkomandi lífsáreitis. Húsnæðismál eru heilbrigðismál og húsnæðismál eru geðheilbrigðismál. Besta útgáfan af þér nærist ekki í mygluðu húsnæði, í sambýli við maka sem beitir ofbeldi eða í gluggalausu herbergi í rými sem er ekki hugsað til búsetu en var það ódýrasta sem fannst. Hamingja; það að upplifa gleði, ánægju og velferð er líklegri til að vera viðvarandi þegar við höfum tryggan grunn í okkar lífi: Heimili sem við getum kallað okkar og þar sem okkur líður vel, góðan og nærandi mat út mánuðinn og það að lifa laus við álagstengt óheilbrigði. Besta útgáfan af okkur hlýtur að vera þegar við búum við þær aðstæður að vera nærð, úthvíld, fáum tíma til að leggja stund á það sem veitir okkur ánægju í stað þess að slíta okkur út í vinnu til að eiga fyrir nauðsynjum. Það er við þær kringumstæður sem það besta í okkur kemur fram. Hugleiðingar Sósíalistans sem er alltaf að reyna að verða betri en slaka aðeins á sjálfsefanum og missa ekki fókusinn á hið stærra samfélagslega samhengi sem mótar okkur öll. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun