Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Jón Þór Stefánsson skrifar 21. janúar 2025 13:43 Skilaboð sem maðurinn sendi á Facebook voru á meðal sönnunargagna málsins. Getty Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gegn barnungri dóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að slá hana ítrekað í rassinn í refsingarskyni í desember 2019. Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira