Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. janúar 2025 18:34 Dagur B. Eggertsson alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sat sinn síðasta borgarstjórnarfund í dag þar sem hann bauðst lausnar frá störfum. Dagur varð borgarfulltrúi fyrst árið 2002, og hefur verið borgarstjóri eða formaður borgarráðs undanfarin fimmtán ár. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024. Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024.
Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira